Áframhaldandi landris og engar skyndilegar breytingar Eiður Þór Árnason skrifar 3. júlí 2023 14:11 Áfram eru merki um jarðhræringar við Fagradalsfjall. Vísir/Vilhelm Áframhaldandi landris mælist á Reykjanesskaga en nokkuð stöðugt landris hefur sést nálægt Fagradalsfjalli frá því snemma í apríl. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið en engin merki um skyndilegar breytingar. Þetta segir náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Landrisið komi yfirleitt til vegna kvikuhreyfinga sem valdi þrýstingsbreytingum og í kjölfarið leiði oft til jarðskjálfta. Mbl.is greindi frá því að landris væri hafið á ný á Reykjanesskaga en líkt og fyrr segir hefur það átt sér stað yfir lengri tíma. „Eiginlega frá því í byrjun apríl er búið að vera nokkuð stöðugt landris sem við erum búin að sjá og þá á stöðvunum sem eru næstar Fagradalsfjalli og í Krýsuvík,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, jarðeðlisfræðingur og náttúruvásérfræðingur. Merki um djúpar kvikuhreyfingar Einnig má sjá merki um landsig á svæðinu en nýleg gervitunglagögn sem ná frá goslokum í fyrra fram í maí síðastliðinn sýna ýmis teikn um aflögun. „Við Reykjanestá, Svartsengi og norðurhluta hraunsins erum við að sjá landsig. Þetta við Reykjanestá teljum við vera vegna djúpra kvikuhreyfinga, þar sem djúp kvika er væntanlega að fæða eitthvað grynnra kvikuhólf og svo lítur út fyrir að það sé þensla akkúrat undir Fagradalsfjalli á meira en 15 kílómetra dýpri svo það er eitthvað djúpt í gangi þar,“ segir Hildur. Hið síðastnefnda geti ýmist verið vegna breytinga á jarðskorpunni eftir eldgosið í Fagradalsfjalli eða vísbending um innflæði kviku. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið og samkvæmt nýlegum gasmælingum er hraunbreiðan enn að afgasast og mjög heit á sumum stöðum. „Þetta er eitthvað sem við búumst alveg við. Við sjáum þetta ekki sem einhvern einn atburð heldur sem marga atburði. Við erum búin að fá tvö eldgos og Reykjanesið er náttúrulega mjög virkt svæði akkúrat núna.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Sjá meira
Þetta segir náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Landrisið komi yfirleitt til vegna kvikuhreyfinga sem valdi þrýstingsbreytingum og í kjölfarið leiði oft til jarðskjálfta. Mbl.is greindi frá því að landris væri hafið á ný á Reykjanesskaga en líkt og fyrr segir hefur það átt sér stað yfir lengri tíma. „Eiginlega frá því í byrjun apríl er búið að vera nokkuð stöðugt landris sem við erum búin að sjá og þá á stöðvunum sem eru næstar Fagradalsfjalli og í Krýsuvík,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, jarðeðlisfræðingur og náttúruvásérfræðingur. Merki um djúpar kvikuhreyfingar Einnig má sjá merki um landsig á svæðinu en nýleg gervitunglagögn sem ná frá goslokum í fyrra fram í maí síðastliðinn sýna ýmis teikn um aflögun. „Við Reykjanestá, Svartsengi og norðurhluta hraunsins erum við að sjá landsig. Þetta við Reykjanestá teljum við vera vegna djúpra kvikuhreyfinga, þar sem djúp kvika er væntanlega að fæða eitthvað grynnra kvikuhólf og svo lítur út fyrir að það sé þensla akkúrat undir Fagradalsfjalli á meira en 15 kílómetra dýpri svo það er eitthvað djúpt í gangi þar,“ segir Hildur. Hið síðastnefnda geti ýmist verið vegna breytinga á jarðskorpunni eftir eldgosið í Fagradalsfjalli eða vísbending um innflæði kviku. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið og samkvæmt nýlegum gasmælingum er hraunbreiðan enn að afgasast og mjög heit á sumum stöðum. „Þetta er eitthvað sem við búumst alveg við. Við sjáum þetta ekki sem einhvern einn atburð heldur sem marga atburði. Við erum búin að fá tvö eldgos og Reykjanesið er náttúrulega mjög virkt svæði akkúrat núna.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Sjá meira