Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2023 16:01 Sjúkraflutningamenn bera særðan Palestínumann í flóttamannabúðum í Jenín á Vesturbakkanum í dag. AP/Nasser Nasser Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. Hundruð ísraelskra hermanna studdir drónum úr lofti réðust á vígi herskárra sveita í flóttamannabúðum í Jenín á Vesturbakkanum snemma í morgun. Jarðýtur hafa rutt hermönnum leið í gegnum þröngar götu og skemmt hús. Íbúar í Jenín segja AP-fréttastofunni að rafmagn hafi verið tekið af sums staðar. Götubardagar á milli hermanna og vopnaðra Palestínumanna hafa geisað. Palestínsk yfirvöld segja að átta séu látnir í það minnsta og tugi séu sárir. Ísraelsher segir sjö „hryðjuverkamenn“ látna. Richard Hecht, undirofursti og talsmaður Ísraeslhers, segir breska ríkisútvarpinu BBC að hernaðaraðgerðin beinist að hryðjuverkamönnum í Jenín. Tilefnið sé tíðari árásir á Ísraela undanfarið. „Við erum í miðjum aðgerðum. Við erum ekki hér til þess að halda vígi eða vera um kyrrt. Við einbeitum okkur að ákveðnum skotmörkum í búðunum. Þannig að það gæti tekið klukkustundir eða kannski einn dag eða tvo, eins lengi og þarf til þess að uppræta það hugarfar að þetta sé öruggur staður fyrir hryðjuverkamenn,“ segir Hecht. Innrás en ekki hernaðaraðgerð Husam Zomlot, yfirmaður sendinefndar Palestínumanna í Bretlandi, segir BBC að um innrás sé að ræða frekar en hernaðaraðgerð. Gagnrýndi hann alþjóðsamfélagið fyrir að leyfa Ísraelum að komast upp með það. Bandaríkjastjórn segist fylgjast með atburðum á Vesturbakkanum en ítrekar stuðning sinn við rétt Ísraela til þess að verja sig. Lynn Hastings, yfirmaður mannúðarstarfs Sameinuðu þjóðanna á svæðum Palestínumanna, segist hafa áhyggjur af umfangi aðgerða Ísraelsmanna, sérstaklega drónaárásum á svo þéttbýlt svæði. Sameinuðu þjóðirnar ætli að senda hjálpargögn. BBC segir að aðgerð Ísraela beinist aðallega að hóp sem nefnist Jenínherdeildirnar. Það séu losarleg samtök ungra manna sem séu algerlega utan stjórnar palestínskra yfirvalda. Jenínherdeildirnar hafi beint spjótum sínum að óbreyttum borgurum á landtökusvæðum gyðinga. Þær byggðir stríða gegn alþjóðalögum en ísraelsk stjórnvöld segja þær lögmætar. Landtökumenn og stuðningsmenn þeirra fara nú með leiðandi hlutverk í ríkisstjórn Ísraels og hafa krafist þess að herinn gangi harðar fram til þess að stöðva árásir Palestínumanna. Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Hundruð ísraelskra hermanna studdir drónum úr lofti réðust á vígi herskárra sveita í flóttamannabúðum í Jenín á Vesturbakkanum snemma í morgun. Jarðýtur hafa rutt hermönnum leið í gegnum þröngar götu og skemmt hús. Íbúar í Jenín segja AP-fréttastofunni að rafmagn hafi verið tekið af sums staðar. Götubardagar á milli hermanna og vopnaðra Palestínumanna hafa geisað. Palestínsk yfirvöld segja að átta séu látnir í það minnsta og tugi séu sárir. Ísraelsher segir sjö „hryðjuverkamenn“ látna. Richard Hecht, undirofursti og talsmaður Ísraeslhers, segir breska ríkisútvarpinu BBC að hernaðaraðgerðin beinist að hryðjuverkamönnum í Jenín. Tilefnið sé tíðari árásir á Ísraela undanfarið. „Við erum í miðjum aðgerðum. Við erum ekki hér til þess að halda vígi eða vera um kyrrt. Við einbeitum okkur að ákveðnum skotmörkum í búðunum. Þannig að það gæti tekið klukkustundir eða kannski einn dag eða tvo, eins lengi og þarf til þess að uppræta það hugarfar að þetta sé öruggur staður fyrir hryðjuverkamenn,“ segir Hecht. Innrás en ekki hernaðaraðgerð Husam Zomlot, yfirmaður sendinefndar Palestínumanna í Bretlandi, segir BBC að um innrás sé að ræða frekar en hernaðaraðgerð. Gagnrýndi hann alþjóðsamfélagið fyrir að leyfa Ísraelum að komast upp með það. Bandaríkjastjórn segist fylgjast með atburðum á Vesturbakkanum en ítrekar stuðning sinn við rétt Ísraela til þess að verja sig. Lynn Hastings, yfirmaður mannúðarstarfs Sameinuðu þjóðanna á svæðum Palestínumanna, segist hafa áhyggjur af umfangi aðgerða Ísraelsmanna, sérstaklega drónaárásum á svo þéttbýlt svæði. Sameinuðu þjóðirnar ætli að senda hjálpargögn. BBC segir að aðgerð Ísraela beinist aðallega að hóp sem nefnist Jenínherdeildirnar. Það séu losarleg samtök ungra manna sem séu algerlega utan stjórnar palestínskra yfirvalda. Jenínherdeildirnar hafi beint spjótum sínum að óbreyttum borgurum á landtökusvæðum gyðinga. Þær byggðir stríða gegn alþjóðalögum en ísraelsk stjórnvöld segja þær lögmætar. Landtökumenn og stuðningsmenn þeirra fara nú með leiðandi hlutverk í ríkisstjórn Ísraels og hafa krafist þess að herinn gangi harðar fram til þess að stöðva árásir Palestínumanna.
Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira