Skjálfti yfir þremur í Fagradalsfjalli Kristinn Haukur Guðnason og Eiður Þór Árnason skrifa 4. júlí 2023 23:22 Upptök skjálftahrinunnar eru nærri gosstöðvunum í Meradölum. Vísir/Vilhelm Skjálfti mældist 3,6 að stærð með upptök við Fagradalsfjall klukkan 22:45 í kvöld. Skjálftinn kemur í kjölfarið af jarðskjálftahrinu sem hófst síðdegis í dag í norðaustanverðu Fagradalsfjalli, um klukkan 16:00. Um er að ræða stærsta skjálftann sem mælst hefur á Reykjanesskaganum það sem af er ári og fannst hann bæði þar og á höfuðborgarsvæðinu. Enginn órói mælist á svæðinu. Flestir skjálftarnir ná ekki 2 að stærð en eftir klukkan 21:45 hafa 15 skjálftar í Fagradalsfjalla mælst yfir 2 af stærð. Búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni í nótt og jafnvel næstu daga, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Í byrjum apríl fór að mælast landris við Fagradalsfjall og bendir þessi virkni til innflæðis kviku undir fjallinu. Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að áfram verði vel fylgst með svæðinu. Tíðari skjálftar og landris á svæðinu séu vísbendingar um innskotsflæði. „Þannig að kvikan er á hreyfingu þarna ofan í en hversu langt undir yfirborðinu getum við ekki staðfest núna, hún er kannski á sirka sex kílómetra dýpri,“ segir Minney Sigurðardóttir. Sennilega ekki sést síðan í aðdraganda eldgossins í Meradölum Eldfjalla og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá því að meginvirknin sé norðan við gosstöðvarnar í fyrra, nálægt Litla Hrút og Kistufelli. „Þau kvikuhlaup sem orðið hafa frá 2021 hafa átt uppruna sinn á svipuðum slóðum og þá hlaupið til suðurs, sem í tveim tilfellum endaði með eldgosi,“ segir í færslu hópsins. Hefur skjálftavirkni eins og nú er ekki sést síðan í aðdraganda eldgossins í Merardölum. Landris hefur mælst á öllum Reykjanesskaga síðan í apríl, um 2,5 sentimetri. Að sögn jarðfræðinga er landrisið til komið vegna kvikuhreyfinga sem lyfti jarðlögum fyrir ofan sig. Mega íbúar Reykjanesskagans og höfuðborgarsvæðisins alls búast við viðvarandi skjálftavirkni. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Áframhaldandi landris og engar skyndilegar breytingar Áframhaldandi landris mælist á Reykjanesskaga en nokkuð stöðugt landris hefur sést nálægt Fagradalsfjalli frá því snemma í apríl. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið en engin merki um skyndilegar breytingar. 3. júlí 2023 14:11 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Flestir skjálftarnir ná ekki 2 að stærð en eftir klukkan 21:45 hafa 15 skjálftar í Fagradalsfjalla mælst yfir 2 af stærð. Búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni í nótt og jafnvel næstu daga, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Í byrjum apríl fór að mælast landris við Fagradalsfjall og bendir þessi virkni til innflæðis kviku undir fjallinu. Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að áfram verði vel fylgst með svæðinu. Tíðari skjálftar og landris á svæðinu séu vísbendingar um innskotsflæði. „Þannig að kvikan er á hreyfingu þarna ofan í en hversu langt undir yfirborðinu getum við ekki staðfest núna, hún er kannski á sirka sex kílómetra dýpri,“ segir Minney Sigurðardóttir. Sennilega ekki sést síðan í aðdraganda eldgossins í Meradölum Eldfjalla og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá því að meginvirknin sé norðan við gosstöðvarnar í fyrra, nálægt Litla Hrút og Kistufelli. „Þau kvikuhlaup sem orðið hafa frá 2021 hafa átt uppruna sinn á svipuðum slóðum og þá hlaupið til suðurs, sem í tveim tilfellum endaði með eldgosi,“ segir í færslu hópsins. Hefur skjálftavirkni eins og nú er ekki sést síðan í aðdraganda eldgossins í Merardölum. Landris hefur mælst á öllum Reykjanesskaga síðan í apríl, um 2,5 sentimetri. Að sögn jarðfræðinga er landrisið til komið vegna kvikuhreyfinga sem lyfti jarðlögum fyrir ofan sig. Mega íbúar Reykjanesskagans og höfuðborgarsvæðisins alls búast við viðvarandi skjálftavirkni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Áframhaldandi landris og engar skyndilegar breytingar Áframhaldandi landris mælist á Reykjanesskaga en nokkuð stöðugt landris hefur sést nálægt Fagradalsfjalli frá því snemma í apríl. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið en engin merki um skyndilegar breytingar. 3. júlí 2023 14:11 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Áframhaldandi landris og engar skyndilegar breytingar Áframhaldandi landris mælist á Reykjanesskaga en nokkuð stöðugt landris hefur sést nálægt Fagradalsfjalli frá því snemma í apríl. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið en engin merki um skyndilegar breytingar. 3. júlí 2023 14:11