Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júlí 2023 10:08 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segist síður vilja spá og spegúlera en það sé allt eins víst að gjósi eins og ekki. Vísir/Arnar Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. „Þetta lítur út eins og þarna sé kvikuinnskot farið af stað. Þetta er aðeins norðar en gaus... Skjálftarnir raða sér á línu sem liggur svona frá gosstöðvunum í Merardölum í fyrra og svo í norðaustur langleiðina að Keili. Svo verðum við bara að sjá til hvað verður,“ sagði Magnús Tumi. Hann segir ekki hægt að spá fyrir um hvort hrinan endi með gosi en að gera verði ráð fyrir því. Þá gjósi líklega aðeins norðar. Gos yrði að öllum líkindum nokkurn veginn eins og áður; það væri ekki ólíklegt að um yrði að ræða annað „túristagos“. Gosið gæti hins vegar einnig orðið ívið kraftmeira. „Þetta er bara voðalega erfitt um að segja,“ segir Magnús Tumi. „Fyrir svona tveimur mánuðum fer af stað landris og það er djúpt, sést á mörgum stöðum, og nú erum við komin af stað og þarna djúpt niðri er ennþá heitt þannig að kvikan á auðvelt með að komast af stað. Síðan þarf hún að brjóta sér leið síðasta hlutann og henni tekst það stundum og stundum ekki.“ Magnús Tumi er nú á fundi Almannavarna með vísindamönnum þar sem farið verður yfir mælingar, mögulega þróun og mismunandi sviðsmyndir. „Og síðan er náttúrulega reglan í svona að undirbúa sig undir á sem er alvarlegust eða verst og hefur einhverjar líkur á að gerast. Þannig er þetta unnið.“ Jarðfræðingurinn segir Íslendinga vana gosum og vita hvaða vöktun þurfi að vera í gangi og til hvaða viðbragða þurfi að grípa. Endurmeta þurfi stöðuna eftir því sem mál þróast. Boðað sé til funda þegar eitthvað umfram „bakgrunnsvirkni“ eigi sér stað. Þá vilji menn ræða saman og stilla saman strengi, segir Magnús Tumi. „Á skalanum 1 til 10, hversu líklegt er að gjósi?“ er hann spurður. „Ef þetta heldur áfram svona þá verðum við að telja að líkur séu verulegar á að það gjósi á næstu dögum,“ svarar sérfræðingurinn en játar að honum sé heldur illa við að gefa út spádóma. „En það er allt eins líklegt að það gjósi eins og ekki; að minnsta kosti helmingslíkur myndi ég segja.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Fleiri fréttir Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Sjá meira
„Þetta lítur út eins og þarna sé kvikuinnskot farið af stað. Þetta er aðeins norðar en gaus... Skjálftarnir raða sér á línu sem liggur svona frá gosstöðvunum í Merardölum í fyrra og svo í norðaustur langleiðina að Keili. Svo verðum við bara að sjá til hvað verður,“ sagði Magnús Tumi. Hann segir ekki hægt að spá fyrir um hvort hrinan endi með gosi en að gera verði ráð fyrir því. Þá gjósi líklega aðeins norðar. Gos yrði að öllum líkindum nokkurn veginn eins og áður; það væri ekki ólíklegt að um yrði að ræða annað „túristagos“. Gosið gæti hins vegar einnig orðið ívið kraftmeira. „Þetta er bara voðalega erfitt um að segja,“ segir Magnús Tumi. „Fyrir svona tveimur mánuðum fer af stað landris og það er djúpt, sést á mörgum stöðum, og nú erum við komin af stað og þarna djúpt niðri er ennþá heitt þannig að kvikan á auðvelt með að komast af stað. Síðan þarf hún að brjóta sér leið síðasta hlutann og henni tekst það stundum og stundum ekki.“ Magnús Tumi er nú á fundi Almannavarna með vísindamönnum þar sem farið verður yfir mælingar, mögulega þróun og mismunandi sviðsmyndir. „Og síðan er náttúrulega reglan í svona að undirbúa sig undir á sem er alvarlegust eða verst og hefur einhverjar líkur á að gerast. Þannig er þetta unnið.“ Jarðfræðingurinn segir Íslendinga vana gosum og vita hvaða vöktun þurfi að vera í gangi og til hvaða viðbragða þurfi að grípa. Endurmeta þurfi stöðuna eftir því sem mál þróast. Boðað sé til funda þegar eitthvað umfram „bakgrunnsvirkni“ eigi sér stað. Þá vilji menn ræða saman og stilla saman strengi, segir Magnús Tumi. „Á skalanum 1 til 10, hversu líklegt er að gjósi?“ er hann spurður. „Ef þetta heldur áfram svona þá verðum við að telja að líkur séu verulegar á að það gjósi á næstu dögum,“ svarar sérfræðingurinn en játar að honum sé heldur illa við að gefa út spádóma. „En það er allt eins líklegt að það gjósi eins og ekki; að minnsta kosti helmingslíkur myndi ég segja.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Fleiri fréttir Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“