Býst við skjálftum hátt í 6,3 að stærð Ólafur Björn Sverrisson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 5. júlí 2023 13:43 Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur hjá Veðurstofunni. vísir Sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum býst við jarðskjálftum hátt í sex að stærð á næstu sólarhringum á Reykjanesskaga. Virknin á svæðinu er mjög sambærileg þeirri sem var í aðdraganda eldgossins á síðasta ári í Meradölum. „Það er nánast örugglega kvikuinnskot í gangi við Fagradalsfjall, á svipuðum slóðum og tvö síðustu gos. Þetta innskot er í gangi núna, byrjaði með djúpum skjálftum í gær sem hafa grynnkað upp í tvo til þrjá kílómetra. Einhver kvika er að nálgast yfirborðið,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga hjá Veðurstofunni í samtali við fréttastofu. Hann segir kvikuna greinilega á leiðinni upp en óvíst hvort hún nái upp á yfirborð. „Við teljum samt sem áður talsverðar líkur á að það gerist og það verði eldgos,“ segir Benedikt enn fremur. Mesta hættan núna að hans sögn tengist jarðskjálftum og grjóthruni. Sérfræðingar hjá Veðurstofunni búast við skjálftum hátt í sex að stærð. „Í Brennisteinsfjöllum gætum við átt von á stórum skjálftum, sex, kannski 6,2, 6,3. Við gerum ráð fyrir að það geti gerst,“ segir Benedikt. Kæmi slíkur skjálfti til með að finnast mest á höfuðborgarsvæði og ætti fólk því að gera ráðstafanir. Enn er ekki búið að meta magn kvikunnar og aðlögun hennar. Benedikt segir fyrstu merki gefa til kynna að um lítið magn sé að ræða en betur megi meta það á næstu tveimur dögum. Varðandi staðsetningu goss segir Benedikt: „Það er lang líklegast að sprunga opnist milli Fagradalsfjalls og Keilis, kannski norðan við fyrri eldstöðvar. Það er ekki hægt að fullyrða um það en þetta er það sem við horfum á núna.“ Engin mannvirki eru í hættu, fyrst um sinn. Benedikt segir virknina núna mjög sambærilega þeirri sem var í aðdraganda goss í Meradölum í fyrra. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Sjá meira
„Það er nánast örugglega kvikuinnskot í gangi við Fagradalsfjall, á svipuðum slóðum og tvö síðustu gos. Þetta innskot er í gangi núna, byrjaði með djúpum skjálftum í gær sem hafa grynnkað upp í tvo til þrjá kílómetra. Einhver kvika er að nálgast yfirborðið,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga hjá Veðurstofunni í samtali við fréttastofu. Hann segir kvikuna greinilega á leiðinni upp en óvíst hvort hún nái upp á yfirborð. „Við teljum samt sem áður talsverðar líkur á að það gerist og það verði eldgos,“ segir Benedikt enn fremur. Mesta hættan núna að hans sögn tengist jarðskjálftum og grjóthruni. Sérfræðingar hjá Veðurstofunni búast við skjálftum hátt í sex að stærð. „Í Brennisteinsfjöllum gætum við átt von á stórum skjálftum, sex, kannski 6,2, 6,3. Við gerum ráð fyrir að það geti gerst,“ segir Benedikt. Kæmi slíkur skjálfti til með að finnast mest á höfuðborgarsvæði og ætti fólk því að gera ráðstafanir. Enn er ekki búið að meta magn kvikunnar og aðlögun hennar. Benedikt segir fyrstu merki gefa til kynna að um lítið magn sé að ræða en betur megi meta það á næstu tveimur dögum. Varðandi staðsetningu goss segir Benedikt: „Það er lang líklegast að sprunga opnist milli Fagradalsfjalls og Keilis, kannski norðan við fyrri eldstöðvar. Það er ekki hægt að fullyrða um það en þetta er það sem við horfum á núna.“ Engin mannvirki eru í hættu, fyrst um sinn. Benedikt segir virknina núna mjög sambærilega þeirri sem var í aðdraganda goss í Meradölum í fyrra.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Sjá meira