Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Magnús Jochum Pálsson skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Í kvöldfréttum verðum við í beinni útsendingu frá Reykjanesi með nýjustu tíðindi af jarðhræringunum þar. Þótt flestir íbúar Grindavíkur séu orðnir vanir jarðskjálftum og eldgosum leggjast skjálftarnir misjafnlega í fólk. Við heyrum í konu sem er búin að fá alveg nóg.

Ríkisendurskoðandi gagnrýnir viðbrögð forráðamanna Bankasýslunnar við þeim ákúrum sem fram koma í sátt Fjármálaeftirlitsins við Íslandsbanka. Bankasýslan sé langt í frá laus við ábyrgð á því hvernig staðið var að útboðinu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum.

Við greinum frá því að þrátt fyrir yfirlýsingar virðist ekkert vera að gerast á vettvangi stjórnvalda varðandi leyfi til að gefa fullorðnum einstaklingum með SMA taugahrörnunarsjúkdóminn lyf við sjúkdómnum. Lyfið er eingöngu gefið þeim sem eru yngri en 18 ára.

Það er tekist á um vindmyllur í Þykkvabæ þar sem verið er að undirbúa uppsetningu þeirra þrátt fyrir að meirihluti íbúanna sé þeim andvígur.

Við kíkjum við í beinni á N-1 fótboltamótið á Akureyri þar sem um tvö þúsund krakkar sparka bolta á milli sín fram á sunnudag og sýnum frá athöfn þar sem Karl III var krýndur konungur Skotlands í dag.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×