Sætanýtingin 86 prósent en stundvísin undir markmiðum Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2023 09:00 Farþegar í millilandaflugi hjá Icelandair voru 493 þúsund í júní, 21 prósent fleiri en í júní í fyrra. Vísir/Vilhelm Heildarfjöldi farþega Icelandair var 519 þúsund í nýliðnum júnímánuði, 20 prósent fleiri en í júní í fyrra þegar farþegar voru 431 þúsund. Samtals hafa 1,8 milljónir farþega ferðast með félaginu á fyrri helmingi ársins, 31 prósent fleiri en á sama tímabili í fyrra. Frá þessu segir í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallar. Þar kemur fram að farþegar í millilandaflugi hafi verið 493 þúsund, 21 prósent fleiri en í júní í fyrra þegar 407 þúsund flugu með félaginu. Þar af hafi 43 prósent verið á leið til Íslands, 13 prósent frá Íslandi og 44 prósent verið tengifarþegar. „Stundvísi í millilandaflugi var 67%, sem er undir markmiðum félagsins. Sætanýting var 86% en framboð í júní jókst um 22% miðað við fyrra ár. Mikil eftirspurn hefur verið á Norður-Ameríkumarkaði og var sætanýting í flugi til og frá Norður-Ameríku 90% sem er mesta sætanýting sem verið hefur hjá félaginu í júnímánuði. Fjöldi farþega í innanlandsflugi var 25 þúsund. Sætanýting í innanlandsflugi var 78,8% og stundvísi var 91%, töluvert betri en í sama mánuði í fyrra. Fraktflutningar jukust um 51% á milli ára, aðallega vegna aukningar í fraktflugi yfir Norður-Atlantshafið með tilkomu tveggja Boeing 767 breiðþota í fraktflota félagsins. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 5% fleiri en í sama mánuði í fyrra,“ segir í tilkynningunni. Starfsfólki fjölgar Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að sumarið hafi byrjað af krafti hjá félaginu með yfir hálfa milljón farþega í júnímánuði. „Starfsfólki félagsins hefur fjölgað umtalsvert að undanförnu og tókst hópnum vel til við að halda uppi öflugu leiðakerfi félagsins í mánuðinum. Við höldum áfram að sjá mikinn áhuga á ferðum til Íslands og til marks um það var slegið met í sætanýtingu til og frá Norður-Ameríku. Þessi mikli áhugi á ferðum til Íslands er afrakstur öflugs markaðsstarfs ferðaþjónustunnar á Íslandi. Icelandair er leiðandi í því markaðsstarfi og það er ánægjulegt að segja frá því að við fengum á dögunum alþjóðleg verðlaun fyrir viðburð í London þar sem við, ásamt öflugum samstarfsaðilum, bjuggum til íslenska upplifun og buðum almenningi í heimsókn,“ segir Bogi Nils. Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallar. Þar kemur fram að farþegar í millilandaflugi hafi verið 493 þúsund, 21 prósent fleiri en í júní í fyrra þegar 407 þúsund flugu með félaginu. Þar af hafi 43 prósent verið á leið til Íslands, 13 prósent frá Íslandi og 44 prósent verið tengifarþegar. „Stundvísi í millilandaflugi var 67%, sem er undir markmiðum félagsins. Sætanýting var 86% en framboð í júní jókst um 22% miðað við fyrra ár. Mikil eftirspurn hefur verið á Norður-Ameríkumarkaði og var sætanýting í flugi til og frá Norður-Ameríku 90% sem er mesta sætanýting sem verið hefur hjá félaginu í júnímánuði. Fjöldi farþega í innanlandsflugi var 25 þúsund. Sætanýting í innanlandsflugi var 78,8% og stundvísi var 91%, töluvert betri en í sama mánuði í fyrra. Fraktflutningar jukust um 51% á milli ára, aðallega vegna aukningar í fraktflugi yfir Norður-Atlantshafið með tilkomu tveggja Boeing 767 breiðþota í fraktflota félagsins. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 5% fleiri en í sama mánuði í fyrra,“ segir í tilkynningunni. Starfsfólki fjölgar Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að sumarið hafi byrjað af krafti hjá félaginu með yfir hálfa milljón farþega í júnímánuði. „Starfsfólki félagsins hefur fjölgað umtalsvert að undanförnu og tókst hópnum vel til við að halda uppi öflugu leiðakerfi félagsins í mánuðinum. Við höldum áfram að sjá mikinn áhuga á ferðum til Íslands og til marks um það var slegið met í sætanýtingu til og frá Norður-Ameríku. Þessi mikli áhugi á ferðum til Íslands er afrakstur öflugs markaðsstarfs ferðaþjónustunnar á Íslandi. Icelandair er leiðandi í því markaðsstarfi og það er ánægjulegt að segja frá því að við fengum á dögunum alþjóðleg verðlaun fyrir viðburð í London þar sem við, ásamt öflugum samstarfsaðilum, bjuggum til íslenska upplifun og buðum almenningi í heimsókn,“ segir Bogi Nils.
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira