Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum förum við yfir nýjustu upplýsingar um jarðhræringar á Reykjanesskaga. Jarðeðlisfræðingur segir atburðarásina kunnuglega eftir síðustu gos. Ólíklegt sé að mögulegt gos nái að vegum.

Almannavarnir teikna upp ólíkar sviðsmyndir og viðbrögð við þeim. Svo tökum við púlsinn á pólitíkinni og ræðum nýlega gagnrýni formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins á ákvörðun matvælaráðherra. 

Formaður Verkalýðsfélags Akraness, Vilhjálmur Birgisson, skoðar með sínum lögfræðingi hvort stefna skuli ríkinu eða Hval hf. vegna starfsfólks sem hugðist halda á vertíð en greip í tómt. Þetta og margt fleira á slaginu tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×