Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Miðflokksins. Vill þingflokkurinn að þing verði kallað saman með vísan í 2.mgr. 23. greinar stjórnarskrárinnar til að ræða þær upplýsingar sem nú hafa birst í skýrslunni. Það að skýrslan hafi ekki verið birt var gífurlega umdeilt á sínum tíma og strandaði sú ákvörðun á forseta Alþingis en nú hafa Píratar birt skýrsluna.
„Og varða málefni Lindarhvols og meðferð stöðugleikaeigna sem ríkissjóður fékk afhentar í kjölfar vel heppnaðs uppgjörs við slitabú föllnu bankanna,“ segir í yfirlýsingu þingflokksins.
Stöðugleikaframlögin hafi verið grundvöllur mesta efnahagslega viðsnúnings sem vestrænt ríki hefur notið í seinni tíma sögu og segir þingflokkurinn að þær upplýsingar sem fram komi í greinargerðinni bendi til að pottur hafi verið brotinn í meðförum þeirra eigna.
Þá segir í tilkynningunni að fari forsætisráðherra ekki fram á að þing verði kallað saman tryggi stjórnarskráin að meirihluti þingmanna geti farið fram á slíkt.