Innlent

Gæti gosið hvenær sem er

Hólmfríður Gísladóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa
Um það bil 60 skjálftar af 6.500 hafa verið yfir þremur að stærð.
Um það bil 60 skjálftar af 6.500 hafa verið yfir þremur að stærð. Vísir/Vilhelm

Um 6.500 jarðskjálftar hafa nú mælst á svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis frá því að yfirstandandi hrina hófst. Fimmtán skjálftar voru yfir fjórir að stærð og tugir yfir þremur.

Um 400 skjálftar hafa mælst frá miðnætti, samanborið við 700 nóttina þar á undan. Þetta þýðir þó ekki að minni líkur en áður séu á gosi. Stærsti skjálftinn í nótt var 3,6 og reið yfir um klukkan þrjú.

Að sögn Minneyjar Sigurðardóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, eru efri skil kvikunnar undir svæðinu nú á um eins kílómetra dýpi. Hún segir færslu kvikunnar mjög hraða. 

Samkvæmt frumniðurstöðum aðlögunarmódels sem unnið var af sérfræðingum Veðurstofu, gæti gosið hvenær sem er.

Óvissustig er enn í gildi og þá er flugkóðinn vegna Keflavíkurflugvallar appelsínugulur. Enn er varað við grjóthruni vegna skjálftavirkninnar.

Skjálftavirknin síðustu 48 klukkustundir.Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×