Það kom líka fram á miðlum fyrirtækisins að í raun verða tvær kápur í boði því leikurinn kemur út í tveimur útgáfum.
8 2 4
— NBA 2K (@NBA2K) July 6, 2023
Sharing the Mamba Mentality with the next generation. Introducing our #NBA2K24 cover athlete, Kobe Bryant.
Kobe Bryant Edition
Black Mamba Edition
Pre-order your copy tomorrow. pic.twitter.com/afcqMh5qr8
Kobe mun prýða báðar forsíður beggja útgáfa sem heita upp á ensku „the Kobe Bryant Edition“ og „the Black Mamba Edition“.
Fyrirtækið er að halda upp á 25 ára afmæli leiksins og vildi gera það með því að heiðra einn vinsælasta körfuboltamann heims á þessum aldarfjórðungi. Leikurinn er og hefur verið gríðarlega vinsæll.
Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Kobe prýðir kápu leiksins því hann er að gera það nú í fjórða sinn.
#NBA2K24 News:
— The Laker Files (@LakerFiles) July 6, 2023
In honor of Kobe returning to the NBA 2K cover, players can celebrate his legacy and channel their inner-Mamba mentality in the brand-new Mamba Moments mode" (@2KIntel) pic.twitter.com/74CiunkOto
Þar er talið með 2K21 útgáfan en Bryant var á forsíðunni á sérstakri Mamba Forever útgáfu sem var gefin út nokkrum mánuðum eftir að Kobe fórst ásamt dóttur sinni Giönnu og sjö öðrum í þyrluslysi í janúar 2020.
Kobe Bryant varð fimm sinnum NBA meistari með Los Angeles Lakers en hann spilaði í tuttugu ár með félaginu áður en hann setti skóna upp á hillu árið 2016. Kobe var einu sinni valinn bestur í deildinni (2007-08) en hann er í fjórða sæti yfir flest skoruð stig í sögu NBA með alls 33.643 stig. Hann var tekinn inn Heiðurshöll Naismith árið 2020.