Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júlí 2023 08:20 Kerecis Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt tilkynningu frá Coloplast, sem framleiðir lækningavörur, verða kaupin fjármögnuð með útgáfu nýs hlutfjár. Hlutabréf Coloplast hafa lækkað um 4,8 prósent í morgun. Í tilkynningu frá Kerecis kemur fram að fyrirtækið verði sjálfstæð rekstrareining innan Coloplast, með óbreytt nafn, skipulag og sömu stjórnendur. Þá munu umsvif fyrirtækisins aukast og störfum fjölga á Ísafirði. Með kaupunum munu opnast markaðir fyrir Kerecis í 140 löndum, samkvæmt tilkynningunni. Vísir greindi frá því í gær að yfirtökutilboð lægi fyrir í Kerecis, sem boðaði til fundar á Ísafirði í morgun. Kerecis, sem framleiðir sáraroð til meðferðar gegn brunasárum og öðrum þrálátum sárum, var stofnað af Fertram Sigurjónssyni árið 2007 en fékk heitið Kerecis árið 2009. „Minn draumur með stofnun Kerecis var tvíþættur – að þróa aðferðir til að fækka aflimunum og græða sár, samhliða því að efla atvinnuþróun á Vestfjörðum. Hvoru tveggja hefur tekist og þessi samningur er sögulegur, þar sem vestfirskt sprotafyrirtæki er orðið eitt verðmætasta félag Íslandssögunnar. Sáraroðið hefur gert stórkostlegt gagn í Bandaríkjunum og nú munu margfalt fleiri sjúklingar fá tækifæri til að nota vöruna um heim allan, auk þess sem framleiðsluumsvif á Ísafirði aukast. Þannig hefur draumurinn ræst,“ er haft eftir Guðmundi í tilkynningunni frá Kerecis. Fyrirtækin eigi margt sameiginlegt. „Bæði félögin eru norræn í grunninn og stofnuð til að lækna fólk með erfiða sjúkdóma og auka lífsgæði þess. Við deilum bæði gildum og framtíðarsýn, en vegum hvort annað upp með ólíku vöruframboði og markaðssvæðum. Saman myndum við sterka heild. Ég er afar bjartsýnn á framhaldið.“ Í tilkynningunni frá Coloplast segir að í kaupunum á Kerecis felist spennandi tækifæri til að styrkja stöðu Coloplast á ört vaxandi markaði. Kaupin muni koma niður á tekjum fyrirtækisins til skemmri tíma en búast megi við auknum vexti frá 2026 eða 2027. Kaup og sala fyrirtækja Nýsköpun Ísafjarðarbær Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá Coloplast, sem framleiðir lækningavörur, verða kaupin fjármögnuð með útgáfu nýs hlutfjár. Hlutabréf Coloplast hafa lækkað um 4,8 prósent í morgun. Í tilkynningu frá Kerecis kemur fram að fyrirtækið verði sjálfstæð rekstrareining innan Coloplast, með óbreytt nafn, skipulag og sömu stjórnendur. Þá munu umsvif fyrirtækisins aukast og störfum fjölga á Ísafirði. Með kaupunum munu opnast markaðir fyrir Kerecis í 140 löndum, samkvæmt tilkynningunni. Vísir greindi frá því í gær að yfirtökutilboð lægi fyrir í Kerecis, sem boðaði til fundar á Ísafirði í morgun. Kerecis, sem framleiðir sáraroð til meðferðar gegn brunasárum og öðrum þrálátum sárum, var stofnað af Fertram Sigurjónssyni árið 2007 en fékk heitið Kerecis árið 2009. „Minn draumur með stofnun Kerecis var tvíþættur – að þróa aðferðir til að fækka aflimunum og græða sár, samhliða því að efla atvinnuþróun á Vestfjörðum. Hvoru tveggja hefur tekist og þessi samningur er sögulegur, þar sem vestfirskt sprotafyrirtæki er orðið eitt verðmætasta félag Íslandssögunnar. Sáraroðið hefur gert stórkostlegt gagn í Bandaríkjunum og nú munu margfalt fleiri sjúklingar fá tækifæri til að nota vöruna um heim allan, auk þess sem framleiðsluumsvif á Ísafirði aukast. Þannig hefur draumurinn ræst,“ er haft eftir Guðmundi í tilkynningunni frá Kerecis. Fyrirtækin eigi margt sameiginlegt. „Bæði félögin eru norræn í grunninn og stofnuð til að lækna fólk með erfiða sjúkdóma og auka lífsgæði þess. Við deilum bæði gildum og framtíðarsýn, en vegum hvort annað upp með ólíku vöruframboði og markaðssvæðum. Saman myndum við sterka heild. Ég er afar bjartsýnn á framhaldið.“ Í tilkynningunni frá Coloplast segir að í kaupunum á Kerecis felist spennandi tækifæri til að styrkja stöðu Coloplast á ört vaxandi markaði. Kaupin muni koma niður á tekjum fyrirtækisins til skemmri tíma en búast megi við auknum vexti frá 2026 eða 2027.
Kaup og sala fyrirtækja Nýsköpun Ísafjarðarbær Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira