Besta upphitunin: Alls ekki bara af því að ég var kona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2023 14:18 Margrét Magnúsdóttir mætti í Bestu upphitunina til Helenu Ólafsdóttur. S2 Sport Margrét Magnúsdóttir, þjálfari nítján ára landsliðs kvenna í fótbolta, mætti til Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphitunina og spáði í 12. umferð Bestu deildarinnar í fótbolta sem fer fram um helgina. Margrét er að fara með landsliðið sitt í í lokakeppni EM í Belgíu en mótið fer fram í Belgíu dagana 18. til 30. júlí næstkomandi. Ísland er í riðli með Spáni, Tékklandi og Frakklandi. „Hún er með undir nítján ára landslið kvenna sem er á leiðinni í úrslitakeppni Evrópumótsins í þeim aldursflokki. Spennandi tímar,“ sagði Helena Ólafsdóttir eftir að hafa kynnt Margréti inn í þáttinn. Spennan að aukast „Heldur betur. Það er farið að styttast svona hressilega í þetta. Maður finnur það alveg að það er að aukast spennan,“ sagði Margrét Magnúsdóttir. „Það er svolítið síðan þið kláruðu riðilinn ykkar en þar lögðu þið að velli ágætis þjóðir eins og Danmörku og Svíþjóð til dæmis. Er ekki búið að vera svolítið erfitt að bíða,“ spurði Helena. „Þetta er búið að vera mjög langur tími. Við kláruðum þetta í apríl og það verður því ótrúlega spennandi að hitta þær aftur. Við byrjum æfingar á mánudaginn, æfum saman út vikuna og förum síðan út á laugardaginn á eftir,“ sagði Margrét. Mótherjarnir eru ekki af lakari gerðinni og stelpurnar byrja á ríkjandi Evrópumeisturum Spánverja í fyrsta leik. Margrét segist vera búin að nýta tímann vel til að undirbúa sig og liðið sem best fyrir mótið. Var komin pressa Margrét ræddi markmiðssetningu hópsins og liðsheildina sem hefur verið mjög góð hingað til. Helena forvitnaðist líka um starf og tíma Margrétar hjá KSÍ. „Þú ert ráðin í janúar 2022 inn hjá KSÍ og sagðir þá í góðu viðtali að einhver hafi sagt að þú hefðir verið ráðin af því að þú varst kona. Heldur þú það,“ spurði Helena. „Ég held alls ekki bara af því að ég var kona. Ég held samt að það hafi verið komin svolítið pressa á að það yrði ráðin kona. Það var þó alls ekki bara af því að ég var kona,“ sagði Margrét sem hefur staðið sig frábærlega sem þjálfari liðsins. „Ég held að það sé beggja blands. Það var komin pressa en þetta var ekki eitthvað sem ég heyrði beint til mín. Ég heyrði það utan við mig að þetta væri orðið á götunni. Það var mjög hvetjandi fyrir mig að sanna það að ég væri fullhæf til þess að sinna þessu starfi óháð því af hvaða kyni ég er,“ sagði Margrét. Spáði um úrslit leikjanna Helena og Margrét fóru yfir umferð helgarinnar í Bestu deildinni en Margrét fylgist mjög vel með deildinni. Margréti spáði fyrir alla leiki umferðarinnar. Bestu upphitunina má sjá hér neðst í greininni. Tólfta umferðin hefst á morgun með tveimur leikjum og lýkur síðan með þremur leikjum á sunnudaginn. Allir leikirnir verða að vanda í beinni útsendingu. Leikur Stjörnunnar og Þróttar á morgun verður sýndur á Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 16.50 og leikur Selfoss og Vals verður sýndur á morgunn sunnudag á Stöð 2 Sport frá klukkan 13.50. Hinir þrír leikirnir eru sýndir á Bestu stöðunum, Breiðablik-Keflavík frá klukkan 13.50 á morgun og svo frá klukkan 13.50 á sunnudaginn þegar leikur FH-Tindastól og Þór/KA-ÍBV fara fram. Klippa: Besta upphitunin: Tólfta umferðin með Margréti Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Margrét er að fara með landsliðið sitt í í lokakeppni EM í Belgíu en mótið fer fram í Belgíu dagana 18. til 30. júlí næstkomandi. Ísland er í riðli með Spáni, Tékklandi og Frakklandi. „Hún er með undir nítján ára landslið kvenna sem er á leiðinni í úrslitakeppni Evrópumótsins í þeim aldursflokki. Spennandi tímar,“ sagði Helena Ólafsdóttir eftir að hafa kynnt Margréti inn í þáttinn. Spennan að aukast „Heldur betur. Það er farið að styttast svona hressilega í þetta. Maður finnur það alveg að það er að aukast spennan,“ sagði Margrét Magnúsdóttir. „Það er svolítið síðan þið kláruðu riðilinn ykkar en þar lögðu þið að velli ágætis þjóðir eins og Danmörku og Svíþjóð til dæmis. Er ekki búið að vera svolítið erfitt að bíða,“ spurði Helena. „Þetta er búið að vera mjög langur tími. Við kláruðum þetta í apríl og það verður því ótrúlega spennandi að hitta þær aftur. Við byrjum æfingar á mánudaginn, æfum saman út vikuna og förum síðan út á laugardaginn á eftir,“ sagði Margrét. Mótherjarnir eru ekki af lakari gerðinni og stelpurnar byrja á ríkjandi Evrópumeisturum Spánverja í fyrsta leik. Margrét segist vera búin að nýta tímann vel til að undirbúa sig og liðið sem best fyrir mótið. Var komin pressa Margrét ræddi markmiðssetningu hópsins og liðsheildina sem hefur verið mjög góð hingað til. Helena forvitnaðist líka um starf og tíma Margrétar hjá KSÍ. „Þú ert ráðin í janúar 2022 inn hjá KSÍ og sagðir þá í góðu viðtali að einhver hafi sagt að þú hefðir verið ráðin af því að þú varst kona. Heldur þú það,“ spurði Helena. „Ég held alls ekki bara af því að ég var kona. Ég held samt að það hafi verið komin svolítið pressa á að það yrði ráðin kona. Það var þó alls ekki bara af því að ég var kona,“ sagði Margrét sem hefur staðið sig frábærlega sem þjálfari liðsins. „Ég held að það sé beggja blands. Það var komin pressa en þetta var ekki eitthvað sem ég heyrði beint til mín. Ég heyrði það utan við mig að þetta væri orðið á götunni. Það var mjög hvetjandi fyrir mig að sanna það að ég væri fullhæf til þess að sinna þessu starfi óháð því af hvaða kyni ég er,“ sagði Margrét. Spáði um úrslit leikjanna Helena og Margrét fóru yfir umferð helgarinnar í Bestu deildinni en Margrét fylgist mjög vel með deildinni. Margréti spáði fyrir alla leiki umferðarinnar. Bestu upphitunina má sjá hér neðst í greininni. Tólfta umferðin hefst á morgun með tveimur leikjum og lýkur síðan með þremur leikjum á sunnudaginn. Allir leikirnir verða að vanda í beinni útsendingu. Leikur Stjörnunnar og Þróttar á morgun verður sýndur á Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 16.50 og leikur Selfoss og Vals verður sýndur á morgunn sunnudag á Stöð 2 Sport frá klukkan 13.50. Hinir þrír leikirnir eru sýndir á Bestu stöðunum, Breiðablik-Keflavík frá klukkan 13.50 á morgun og svo frá klukkan 13.50 á sunnudaginn þegar leikur FH-Tindastól og Þór/KA-ÍBV fara fram. Klippa: Besta upphitunin: Tólfta umferðin með Margréti
Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira