Besta upphitunin: Alls ekki bara af því að ég var kona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2023 14:18 Margrét Magnúsdóttir mætti í Bestu upphitunina til Helenu Ólafsdóttur. S2 Sport Margrét Magnúsdóttir, þjálfari nítján ára landsliðs kvenna í fótbolta, mætti til Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphitunina og spáði í 12. umferð Bestu deildarinnar í fótbolta sem fer fram um helgina. Margrét er að fara með landsliðið sitt í í lokakeppni EM í Belgíu en mótið fer fram í Belgíu dagana 18. til 30. júlí næstkomandi. Ísland er í riðli með Spáni, Tékklandi og Frakklandi. „Hún er með undir nítján ára landslið kvenna sem er á leiðinni í úrslitakeppni Evrópumótsins í þeim aldursflokki. Spennandi tímar,“ sagði Helena Ólafsdóttir eftir að hafa kynnt Margréti inn í þáttinn. Spennan að aukast „Heldur betur. Það er farið að styttast svona hressilega í þetta. Maður finnur það alveg að það er að aukast spennan,“ sagði Margrét Magnúsdóttir. „Það er svolítið síðan þið kláruðu riðilinn ykkar en þar lögðu þið að velli ágætis þjóðir eins og Danmörku og Svíþjóð til dæmis. Er ekki búið að vera svolítið erfitt að bíða,“ spurði Helena. „Þetta er búið að vera mjög langur tími. Við kláruðum þetta í apríl og það verður því ótrúlega spennandi að hitta þær aftur. Við byrjum æfingar á mánudaginn, æfum saman út vikuna og förum síðan út á laugardaginn á eftir,“ sagði Margrét. Mótherjarnir eru ekki af lakari gerðinni og stelpurnar byrja á ríkjandi Evrópumeisturum Spánverja í fyrsta leik. Margrét segist vera búin að nýta tímann vel til að undirbúa sig og liðið sem best fyrir mótið. Var komin pressa Margrét ræddi markmiðssetningu hópsins og liðsheildina sem hefur verið mjög góð hingað til. Helena forvitnaðist líka um starf og tíma Margrétar hjá KSÍ. „Þú ert ráðin í janúar 2022 inn hjá KSÍ og sagðir þá í góðu viðtali að einhver hafi sagt að þú hefðir verið ráðin af því að þú varst kona. Heldur þú það,“ spurði Helena. „Ég held alls ekki bara af því að ég var kona. Ég held samt að það hafi verið komin svolítið pressa á að það yrði ráðin kona. Það var þó alls ekki bara af því að ég var kona,“ sagði Margrét sem hefur staðið sig frábærlega sem þjálfari liðsins. „Ég held að það sé beggja blands. Það var komin pressa en þetta var ekki eitthvað sem ég heyrði beint til mín. Ég heyrði það utan við mig að þetta væri orðið á götunni. Það var mjög hvetjandi fyrir mig að sanna það að ég væri fullhæf til þess að sinna þessu starfi óháð því af hvaða kyni ég er,“ sagði Margrét. Spáði um úrslit leikjanna Helena og Margrét fóru yfir umferð helgarinnar í Bestu deildinni en Margrét fylgist mjög vel með deildinni. Margréti spáði fyrir alla leiki umferðarinnar. Bestu upphitunina má sjá hér neðst í greininni. Tólfta umferðin hefst á morgun með tveimur leikjum og lýkur síðan með þremur leikjum á sunnudaginn. Allir leikirnir verða að vanda í beinni útsendingu. Leikur Stjörnunnar og Þróttar á morgun verður sýndur á Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 16.50 og leikur Selfoss og Vals verður sýndur á morgunn sunnudag á Stöð 2 Sport frá klukkan 13.50. Hinir þrír leikirnir eru sýndir á Bestu stöðunum, Breiðablik-Keflavík frá klukkan 13.50 á morgun og svo frá klukkan 13.50 á sunnudaginn þegar leikur FH-Tindastól og Þór/KA-ÍBV fara fram. Klippa: Besta upphitunin: Tólfta umferðin með Margréti Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Margrét er að fara með landsliðið sitt í í lokakeppni EM í Belgíu en mótið fer fram í Belgíu dagana 18. til 30. júlí næstkomandi. Ísland er í riðli með Spáni, Tékklandi og Frakklandi. „Hún er með undir nítján ára landslið kvenna sem er á leiðinni í úrslitakeppni Evrópumótsins í þeim aldursflokki. Spennandi tímar,“ sagði Helena Ólafsdóttir eftir að hafa kynnt Margréti inn í þáttinn. Spennan að aukast „Heldur betur. Það er farið að styttast svona hressilega í þetta. Maður finnur það alveg að það er að aukast spennan,“ sagði Margrét Magnúsdóttir. „Það er svolítið síðan þið kláruðu riðilinn ykkar en þar lögðu þið að velli ágætis þjóðir eins og Danmörku og Svíþjóð til dæmis. Er ekki búið að vera svolítið erfitt að bíða,“ spurði Helena. „Þetta er búið að vera mjög langur tími. Við kláruðum þetta í apríl og það verður því ótrúlega spennandi að hitta þær aftur. Við byrjum æfingar á mánudaginn, æfum saman út vikuna og förum síðan út á laugardaginn á eftir,“ sagði Margrét. Mótherjarnir eru ekki af lakari gerðinni og stelpurnar byrja á ríkjandi Evrópumeisturum Spánverja í fyrsta leik. Margrét segist vera búin að nýta tímann vel til að undirbúa sig og liðið sem best fyrir mótið. Var komin pressa Margrét ræddi markmiðssetningu hópsins og liðsheildina sem hefur verið mjög góð hingað til. Helena forvitnaðist líka um starf og tíma Margrétar hjá KSÍ. „Þú ert ráðin í janúar 2022 inn hjá KSÍ og sagðir þá í góðu viðtali að einhver hafi sagt að þú hefðir verið ráðin af því að þú varst kona. Heldur þú það,“ spurði Helena. „Ég held alls ekki bara af því að ég var kona. Ég held samt að það hafi verið komin svolítið pressa á að það yrði ráðin kona. Það var þó alls ekki bara af því að ég var kona,“ sagði Margrét sem hefur staðið sig frábærlega sem þjálfari liðsins. „Ég held að það sé beggja blands. Það var komin pressa en þetta var ekki eitthvað sem ég heyrði beint til mín. Ég heyrði það utan við mig að þetta væri orðið á götunni. Það var mjög hvetjandi fyrir mig að sanna það að ég væri fullhæf til þess að sinna þessu starfi óháð því af hvaða kyni ég er,“ sagði Margrét. Spáði um úrslit leikjanna Helena og Margrét fóru yfir umferð helgarinnar í Bestu deildinni en Margrét fylgist mjög vel með deildinni. Margréti spáði fyrir alla leiki umferðarinnar. Bestu upphitunina má sjá hér neðst í greininni. Tólfta umferðin hefst á morgun með tveimur leikjum og lýkur síðan með þremur leikjum á sunnudaginn. Allir leikirnir verða að vanda í beinni útsendingu. Leikur Stjörnunnar og Þróttar á morgun verður sýndur á Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 16.50 og leikur Selfoss og Vals verður sýndur á morgunn sunnudag á Stöð 2 Sport frá klukkan 13.50. Hinir þrír leikirnir eru sýndir á Bestu stöðunum, Breiðablik-Keflavík frá klukkan 13.50 á morgun og svo frá klukkan 13.50 á sunnudaginn þegar leikur FH-Tindastól og Þór/KA-ÍBV fara fram. Klippa: Besta upphitunin: Tólfta umferðin með Margréti
Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira