Fótbolti

Spán­verjar gengu frá Grikkjum strax í upp­hafi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Spánverjar skoruðu mörkin.
Spánverjar skoruðu mörkin. Vísir/Hulda Margrét

Spánn átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Grikkland að velli í Evrópumóti U-19 ára landsliða karla í knattspyrnu, lokatölur 5-0. Bæði þessi lið leika með Íslandi í riðli en íslensku strákarnir mæta Noregi klukkan 19.00 í kvöld. Verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Vísi.

Ísland mætti Spáni í fyrstu umferð riðlakeppninnar og mátti þola 2-1 tap þar sem mark Íslands kom undir lok leiks. Spánverjarnir höfðu ekki áhuga á að hafa leik dagsins jafn spennandi og þann en staðan var orðin 3-0 eftir aðeins sautján mínútna leik.

Victor Barbera braut ísinn á 11. mínútu, Manuel Angel Moran Ibanez tvöfaldaði forystuna skömmu síðar og Cesar Palacios gerði í raun út um leikinn á 17. mínútu. Barbera bætti við öðru marki sínu og fjórða marki Spánar í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Arnau Casas skoraði eina mark síðari hálfleiks þegar tæp klukkustund var liðin og þar við sat, lokatölur 5-0 Spánverjum í vil sem eru komnir upp úr riðlinum. Grikkland er svo á botni riðilsins eftir að hafa tapað 5-4 gegn Noregi í fyrstu umferð.

Ísland mætir Noregi klukkan 19.00 og verður leikurinn í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×