Kvikan hugsanlega komin verulega nærri yfirborði Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júlí 2023 11:50 Hrinan er vegna nýs kvikuinnskots á svæðinu, nánar tiltekið á milli Fagradalsfjalls og Keilis og er miðja gangsins talin vera á milli Litla Hrúts og Litla Keilis Vísir/Vilhelm Ný GPS gögn benda til þess að kvikan á Reykjanesi sé á kílómetra dýpi, eða jafnvel grynnra dýpi en það. Skjálftar mælast bæði á svæðinu á milli Keilis og Fagradalsfjalls og Eldey en þó færri en í upphafi hrinunnar. Verulega hefur hægt hefur á jarðhræringum en stærsti skjálftinn síðasta sólarhringinn var rétt eftir klukkan 11 í gærkvöldi og var 4 að stærð. Starfsfólk Veðurstofunnar fundar með almannavörnum klukkan 14 nema eitthvað breytist. „Í raun og veru erum við ekki að sjá breytingar á nýjustu gögnunum. Það er að hægja á breytingunum sem við sáum dálítið dramatískar og túlkunin er sú að þetta sé komið verulega nærri yfirborði,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, og bætir því við að áhrifasvæðið sem um ræðir nái ekki að GPS-stöðinni sem er í eins eða tveggja kílómetra fjarlægð. Hún segir breytingarnar ekki miklar á nýjustu gögnunum og að hugsanleg túlkun sé að kvikan sé komin verulega nærri yfirborði en að önnur túlkun sé að kvikan sé að hægja á sér. Frá því að hrinan hófst þann 4. júlí hafa alls mælst um 8.500 skjálftar á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis, sautján hafa verið stærri en fjórir og um 50 yfir þremur.. Einnig hafa kröftugir skjálftar mælst á Reykjaneshrygg við Eldey. Sá stærsti var þar um fimm í morgun og var 4,5 að stærð. En hvernig tengjast skjálftarnir á þessum tveimur stöðum? „Þetta eru ekki gikkskálftar við Eldey. Svæðið þarna er líka virkt en þetta getur tengst spennubreytingum á öllum Reykjanesskaganum. Það hefur mikil áhrif þegar svona mikið er í gangi í jörðinni,“ segir Elísabet og að það hafi róast við Eldey. Hún segir að til skoðunar sé að fara með dróna að svæðinu en að það hafi ekki enn verið tekin ákvörðun um það. „Við erum í viðbragðsstöðu hér.“ Fréttin og fyrirsögn hafa verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37 Jarðskjálfti og rauður blettur en ekkert eldgos hafið Nokkuð snarpur jarðskjálfti átti sér stað á tólfta tímanum í kvöld. Þá hafa borist ábendingar um að eldgos gæti verið hafið miðað við reyk og annað sem sjá má á vefmyndavélum. Svo er hins vegar ekki. 7. júlí 2023 23:45 Tala um að eldgos hefjist eftir klukkustundir til daga Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að klukkustundir til dagar séu í að mögulegt eldgos hefjist. Kvikan sé að leita sér að leið upp að yfirborðinu, þegar leiðin finnst verði hún fljót að komast upp. 7. júlí 2023 22:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Verulega hefur hægt hefur á jarðhræringum en stærsti skjálftinn síðasta sólarhringinn var rétt eftir klukkan 11 í gærkvöldi og var 4 að stærð. Starfsfólk Veðurstofunnar fundar með almannavörnum klukkan 14 nema eitthvað breytist. „Í raun og veru erum við ekki að sjá breytingar á nýjustu gögnunum. Það er að hægja á breytingunum sem við sáum dálítið dramatískar og túlkunin er sú að þetta sé komið verulega nærri yfirborði,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, og bætir því við að áhrifasvæðið sem um ræðir nái ekki að GPS-stöðinni sem er í eins eða tveggja kílómetra fjarlægð. Hún segir breytingarnar ekki miklar á nýjustu gögnunum og að hugsanleg túlkun sé að kvikan sé komin verulega nærri yfirborði en að önnur túlkun sé að kvikan sé að hægja á sér. Frá því að hrinan hófst þann 4. júlí hafa alls mælst um 8.500 skjálftar á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis, sautján hafa verið stærri en fjórir og um 50 yfir þremur.. Einnig hafa kröftugir skjálftar mælst á Reykjaneshrygg við Eldey. Sá stærsti var þar um fimm í morgun og var 4,5 að stærð. En hvernig tengjast skjálftarnir á þessum tveimur stöðum? „Þetta eru ekki gikkskálftar við Eldey. Svæðið þarna er líka virkt en þetta getur tengst spennubreytingum á öllum Reykjanesskaganum. Það hefur mikil áhrif þegar svona mikið er í gangi í jörðinni,“ segir Elísabet og að það hafi róast við Eldey. Hún segir að til skoðunar sé að fara með dróna að svæðinu en að það hafi ekki enn verið tekin ákvörðun um það. „Við erum í viðbragðsstöðu hér.“ Fréttin og fyrirsögn hafa verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37 Jarðskjálfti og rauður blettur en ekkert eldgos hafið Nokkuð snarpur jarðskjálfti átti sér stað á tólfta tímanum í kvöld. Þá hafa borist ábendingar um að eldgos gæti verið hafið miðað við reyk og annað sem sjá má á vefmyndavélum. Svo er hins vegar ekki. 7. júlí 2023 23:45 Tala um að eldgos hefjist eftir klukkustundir til daga Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að klukkustundir til dagar séu í að mögulegt eldgos hefjist. Kvikan sé að leita sér að leið upp að yfirborðinu, þegar leiðin finnst verði hún fljót að komast upp. 7. júlí 2023 22:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37
Jarðskjálfti og rauður blettur en ekkert eldgos hafið Nokkuð snarpur jarðskjálfti átti sér stað á tólfta tímanum í kvöld. Þá hafa borist ábendingar um að eldgos gæti verið hafið miðað við reyk og annað sem sjá má á vefmyndavélum. Svo er hins vegar ekki. 7. júlí 2023 23:45
Tala um að eldgos hefjist eftir klukkustundir til daga Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að klukkustundir til dagar séu í að mögulegt eldgos hefjist. Kvikan sé að leita sér að leið upp að yfirborðinu, þegar leiðin finnst verði hún fljót að komast upp. 7. júlí 2023 22:01