Spurs unnu Charlotte Hornets ef til vill 76-68 en fyrir leik beindust augu allra að hinum 19 ára gamla Wembanyama. Sá var valinn fyrstur í nýliðavalinu fyrir ekki svo löngu síðan og fara þarf í raun aftur til LeBron James til að finna álíka spennu fyrir nýliða í deildinni.
Það gæti þó verið að Frakkinn hávaxni verði lengur að finna sig í NBA-deildinni en téður James, allavega ef eitthvað er að marka frammistöðu hans gegn Hornets.
Hann sýndi á köflum hvað í honum býr en í grunninn var frammistaðan ekki góð, 15 prósent skotnýting er sönnun þess. Eftir leik ræddi Wembanyama við fjölmiðla og viðurkenndi að hafa átt erfitt uppdráttar.
„Það var sérstakt að klæðast treyjunni í fyrsta skipti. Það er heiður og ég er glaður að við unnum leikinn. Í hreinskilni sagt þá veit ég ekki hvað ég var að gera inn á vellinum en ég er að reyna að læra fyrir komandi leiki. Það mikilvægasta er að vera klár þegar tímabilið byrjar.“
Hér að neðan má sjá samantekt SportsCenter hjá ESPN um frammistöðu Wembanyama.