„Hvort að ég sé rétti maðurinn er annarra að ákveða“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júlí 2023 17:00 Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss. Vísir/Hulda Margrét Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, var eðlilega niðurlútur eftir 3-0 tap liðsins gegn Íslandsmeisturum Vals í sólinni á Selfossi í dag. „Það er bara mjög þungt yfir okkur og þetta var náttúrulega ekki það sem við ætluðum okkur,“ sagði Björn að leik loknum. „Við erum búin að vera að reyna að einfalda hlutina og reyna að þétta raðirnar og læra að vinna í lægri blokkum, en við erum bara ótrúlega brothætt sem lið. Það má lítið út af bregða til þess að við missum trúna á því sem við erum að gera.“ „Þessi pása sem er framundan er kærkomin. Auðvitað hefði verið betra að fara inn í hana með stig eða þrjú, en við þurfum virkilega að skoða innri mótiveringu hvers og eins í því sem við erum að gera. Mér finnst eins og þessi leikur sé ekkert að öllu leyti ömurlegur hjá okkur, en það er bara ákveðin uppgjöf í ákveðnum stöðum og það er bara eitthvað sem við megum ekki leyfa okkur.“ Selfyssingum tókst að halda Íslandsmeisturum Vals í skefjum í tæpar tuttugu mínútur í dag, en fengu þá á sig tvö mörk með mjög stuttu millibili. „Eins og ég segi þá erum við brothætt og þegar við fáum fyrsta markið á okkur þá kemur ákveðið panikk í það sem við erum að gera finnst mér. Þetta er alveg ótrúlega klaufalegt annað markið og það eiginlega drepur þennan leik.“ „Þriðja markið, þá finnst mér minn leikmaður vera að hreinsa boltann og það er hlaupið inn í hana. Boltinn fer út úr teignum í hreinsuninni og ég veit ekki hvort þetta sé brot eða ekki en dómarinn tekur þessa ákvörðun. En það hefur ekki nein úrslitaáhrif á þennan leik, en það er strax skárra að vera 2-0 undir heldur en 3-0 til að reyna að elta eitthvað. Það klárar þennan leik algjörlega.“ Þá segir Björn að það sé ansi margt sem hann og hans lið þarf að skoða og bæta í pásunni sem framundan er til að snúa genginu við. „Það er ýmislegt. Við þurfum fyrst og fremst að geta varið markið okkar betur en við höfum gert og það á bæði við í opnum leik og föstum leikatriðum. Við höfum verið klaufar í föstum leikatriðum á þessu tímabili á meðan við fengum bara hreinlega engin mörk á okkur úr föstum leikatriðum í fyrra þannig þetta er stór afturför hvað það varðar.“ „Í opnum leik erum við svo bara að opna okkur of auðveldlega og það vantar bara svolítið upp á vinnusemina inni á miðju vallarins. Það þarf að hlaupa og styrkja sig og vera tilbúinn að berjast fyrir félagana og fyrir liðið sitt.“ Nú þegar tuttugu daga pása er framundan situr Selfoss á botni deildarinnar með aðeins sjö stig eftir tólf umferðir. Einhverjir hafa velt fyrir sér stöðu Björns og hvort breytingar séu í vændum hjá Selfyssingum, en sjálfur segist hann hugsa sem minnst um það hvort hann sé öruggur í starfi. „Ég pæli sem minnst í því. Ég er bara að reyna að laga það sem þarf að laga í mínu liði og það er bara einhver annar sem þarf að svara fyrir það.“ „Það væri ekkert óeðlilegt að íhuga það í ljósi þess hvernig þetta er búið að þróast hjá okkur frá síðasta ári, en það eru hins vegar margir þættir sem spila inn í. Það má ekki gleyma því að við missum út fjóra leiðtoga í útlendingunum sem við vorum með í fyrra. Við missum Mögdu og Önnu Maríu út úr liðinu sem voru miklir leiðtogar líka og svo í kjölfarið tökum við inn þrjá útlendinga og tvær af þeim hverfa á braut. Þetta eru áföll sem við höfum ekki náð að vinna okkur almennilega út úr og það þarf að búa til meiri frekjuskap og leiðtoga í þessum stelpum sem eru hérna fyrir. Það er bara eitthvað sem þarf að gerast.“ „Hvort að ég sé rétti maðurinn í það er bara annarra að ákveða. En ég veit að okkur í þessu liði líður vel saman þó svo að leikdagarnir séu ekki alltaf þeir bestu eftir leiki. Við komum alltaf vel mótiveruð inn í þetta og æfingavikurnar eru bara yfirleitt mjög góðar og mjög góður andi í hópnum hjá okkur.“ „Ég held að þessi pása verði mikilvæg fyrir okkur. Við tökum okkur vikufrí núna og svo tökum við tvær vikur á fullu og mætum fersk til leiks eftir hana,“ sagði Björn að lokum. Besta deild kvenna UMF Selfoss Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Valur 0-3 | Meistararnir fóru illa með botnliðið Íslandsmeistarar Vals unnu afar öruggan 3-0 sigur er liðið heimsótti botnlið Selfoss í 12. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 9. júlí 2023 15:54 Mest lesið Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistararnir mætast Íslenski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Í beinni: Valur - Iuventa Michalovce | Valskonur ætla í úrslit Handbolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Fleiri fréttir Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistararnir mætast Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Í beinni: Bournemouth - Man. City | Óvænt úrslit á Vitality? Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Sjá meira
„Það er bara mjög þungt yfir okkur og þetta var náttúrulega ekki það sem við ætluðum okkur,“ sagði Björn að leik loknum. „Við erum búin að vera að reyna að einfalda hlutina og reyna að þétta raðirnar og læra að vinna í lægri blokkum, en við erum bara ótrúlega brothætt sem lið. Það má lítið út af bregða til þess að við missum trúna á því sem við erum að gera.“ „Þessi pása sem er framundan er kærkomin. Auðvitað hefði verið betra að fara inn í hana með stig eða þrjú, en við þurfum virkilega að skoða innri mótiveringu hvers og eins í því sem við erum að gera. Mér finnst eins og þessi leikur sé ekkert að öllu leyti ömurlegur hjá okkur, en það er bara ákveðin uppgjöf í ákveðnum stöðum og það er bara eitthvað sem við megum ekki leyfa okkur.“ Selfyssingum tókst að halda Íslandsmeisturum Vals í skefjum í tæpar tuttugu mínútur í dag, en fengu þá á sig tvö mörk með mjög stuttu millibili. „Eins og ég segi þá erum við brothætt og þegar við fáum fyrsta markið á okkur þá kemur ákveðið panikk í það sem við erum að gera finnst mér. Þetta er alveg ótrúlega klaufalegt annað markið og það eiginlega drepur þennan leik.“ „Þriðja markið, þá finnst mér minn leikmaður vera að hreinsa boltann og það er hlaupið inn í hana. Boltinn fer út úr teignum í hreinsuninni og ég veit ekki hvort þetta sé brot eða ekki en dómarinn tekur þessa ákvörðun. En það hefur ekki nein úrslitaáhrif á þennan leik, en það er strax skárra að vera 2-0 undir heldur en 3-0 til að reyna að elta eitthvað. Það klárar þennan leik algjörlega.“ Þá segir Björn að það sé ansi margt sem hann og hans lið þarf að skoða og bæta í pásunni sem framundan er til að snúa genginu við. „Það er ýmislegt. Við þurfum fyrst og fremst að geta varið markið okkar betur en við höfum gert og það á bæði við í opnum leik og föstum leikatriðum. Við höfum verið klaufar í föstum leikatriðum á þessu tímabili á meðan við fengum bara hreinlega engin mörk á okkur úr föstum leikatriðum í fyrra þannig þetta er stór afturför hvað það varðar.“ „Í opnum leik erum við svo bara að opna okkur of auðveldlega og það vantar bara svolítið upp á vinnusemina inni á miðju vallarins. Það þarf að hlaupa og styrkja sig og vera tilbúinn að berjast fyrir félagana og fyrir liðið sitt.“ Nú þegar tuttugu daga pása er framundan situr Selfoss á botni deildarinnar með aðeins sjö stig eftir tólf umferðir. Einhverjir hafa velt fyrir sér stöðu Björns og hvort breytingar séu í vændum hjá Selfyssingum, en sjálfur segist hann hugsa sem minnst um það hvort hann sé öruggur í starfi. „Ég pæli sem minnst í því. Ég er bara að reyna að laga það sem þarf að laga í mínu liði og það er bara einhver annar sem þarf að svara fyrir það.“ „Það væri ekkert óeðlilegt að íhuga það í ljósi þess hvernig þetta er búið að þróast hjá okkur frá síðasta ári, en það eru hins vegar margir þættir sem spila inn í. Það má ekki gleyma því að við missum út fjóra leiðtoga í útlendingunum sem við vorum með í fyrra. Við missum Mögdu og Önnu Maríu út úr liðinu sem voru miklir leiðtogar líka og svo í kjölfarið tökum við inn þrjá útlendinga og tvær af þeim hverfa á braut. Þetta eru áföll sem við höfum ekki náð að vinna okkur almennilega út úr og það þarf að búa til meiri frekjuskap og leiðtoga í þessum stelpum sem eru hérna fyrir. Það er bara eitthvað sem þarf að gerast.“ „Hvort að ég sé rétti maðurinn í það er bara annarra að ákveða. En ég veit að okkur í þessu liði líður vel saman þó svo að leikdagarnir séu ekki alltaf þeir bestu eftir leiki. Við komum alltaf vel mótiveruð inn í þetta og æfingavikurnar eru bara yfirleitt mjög góðar og mjög góður andi í hópnum hjá okkur.“ „Ég held að þessi pása verði mikilvæg fyrir okkur. Við tökum okkur vikufrí núna og svo tökum við tvær vikur á fullu og mætum fersk til leiks eftir hana,“ sagði Björn að lokum.
Besta deild kvenna UMF Selfoss Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Valur 0-3 | Meistararnir fóru illa með botnliðið Íslandsmeistarar Vals unnu afar öruggan 3-0 sigur er liðið heimsótti botnlið Selfoss í 12. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 9. júlí 2023 15:54 Mest lesið Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistararnir mætast Íslenski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Í beinni: Valur - Iuventa Michalovce | Valskonur ætla í úrslit Handbolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Fleiri fréttir Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistararnir mætast Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Í beinni: Bournemouth - Man. City | Óvænt úrslit á Vitality? Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Sjá meira
Umfjöllun: Selfoss - Valur 0-3 | Meistararnir fóru illa með botnliðið Íslandsmeistarar Vals unnu afar öruggan 3-0 sigur er liðið heimsótti botnlið Selfoss í 12. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 9. júlí 2023 15:54