„Ljóðrænt“ að Bergþór og Þórhildur Sunna séu sammála Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. júlí 2023 13:10 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ljóðrænt að þingmennirnir Bergþór Ólason og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir séu sammála um að kalla þing saman vegna stórra mála. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman vegna birtingar Lindarhvolsskýrslunnar, Íslandsbankamálsins og frestunar hvalveiða. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins neitun stjórnarflokkanna, um að kalla saman þing, til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. Þórhildur Sunna sagði nauðsynlegt að þing verði kallað saman til þess að nefndir þingsins geti farið almennilega í sauma á Lindarhvoldsmálinu. Bjarni Benediktsson hefur nú brugðist við þessu viðtali með færslu á Facebook. „Það er fallegt, næstum ljóðrænt, að sjá hvernig það gerist stundum að fólk sem maður hélt að væri ekki sammála um neitt getur skyndilega orðið alveg samhljóma og nánast eins og einn maður, sama hversu vitlaust málið er,“ skrifar Bjarni og heldur áfram: „Svona geta stjórnmálin verið uppbyggileg og sameinandi. Njótið blíðunnar.“ Við færslu sína birtir hann, ásamt skjáskoti af fyrrnefndri frétt, skjáskot af vef Alþingis þar sem Þórhildur Sunna stillti sér upp við hlið Bergþórs í ræðupúlti með „Fokk ofbeldi“ húfu UN Women. Gerði hún það í mótælaskyni í kjölfar Klaustursmálsins svokallaða þar sem nokkrir þingmenn, þar á meðal Bergþór, voru staðnir að því að tala ósæmilega um samstarfskonur á þingi og fatlað fólk, svo eitthvað sé nefnt. Uppfært kl 14:45: Bergþór hefur nú svarað færslu Bjarna þar sem hann segir að það sé skiljanlega „ákveðin brekka að vera formaður Sjálfstæðisflokksins,“ þessa dagana. „Stórkostleg innanmein Íslandsbanka komin upp á yfirborðið sem veldur því að sala ríkisins á eftirstæðum eignarhluta í Íslandsbanka situr stopp í huga Vinstri grænna, samstarfsflokks hans í ríkisstjórn,“ skrifar Bergþór á Facebook síðu sinni og heldur áfram: „Lögbrot matvælaráðherra við töku ákvörðunar um bann við veiðum á langreyðum við Ísland – þar sem hún gekk þvert gegn samkomulagi við hann sjálfan sem gert var við upphaf ríkisstjórnarinnar og braut reyndar líka stjórnarskrá Íslands í leiðinni. Og loks Lindarhvolsmálið, þar sem allt kapp var lagt í að leyna greinargerð setts ríkisendurskoðanda sem birt var nú fyrir helgi og sýnir misbresti á því ferli öllu saman. Fylgið hrynur og ríkisstjórnarsamstarfið bindur hendur hans og fætur þegar kemur að öllum stefnumálum flokksins, öllum.“ „Þá er kannski best að þyrla upp ryki og hlæja með vinum sínum. Við hin höldum hins vegar áfram að berjast fyrir hag þessarar þjóðar – samhent stjórnarandstaða – þegar kemur að mikilvægi þess að löggjafinn komi saman til að ræða þessi þrjú mál. Til þess er Alþingi,“ skrifar Bergþór að lokum. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Starfsemi Lindarhvols Salan á Íslandsbanka Hvalveiðar Tengdar fréttir „Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. 10. júlí 2023 11:00 Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman vegna birtingar Lindarhvolsskýrslunnar, Íslandsbankamálsins og frestunar hvalveiða. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins neitun stjórnarflokkanna, um að kalla saman þing, til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. Þórhildur Sunna sagði nauðsynlegt að þing verði kallað saman til þess að nefndir þingsins geti farið almennilega í sauma á Lindarhvoldsmálinu. Bjarni Benediktsson hefur nú brugðist við þessu viðtali með færslu á Facebook. „Það er fallegt, næstum ljóðrænt, að sjá hvernig það gerist stundum að fólk sem maður hélt að væri ekki sammála um neitt getur skyndilega orðið alveg samhljóma og nánast eins og einn maður, sama hversu vitlaust málið er,“ skrifar Bjarni og heldur áfram: „Svona geta stjórnmálin verið uppbyggileg og sameinandi. Njótið blíðunnar.“ Við færslu sína birtir hann, ásamt skjáskoti af fyrrnefndri frétt, skjáskot af vef Alþingis þar sem Þórhildur Sunna stillti sér upp við hlið Bergþórs í ræðupúlti með „Fokk ofbeldi“ húfu UN Women. Gerði hún það í mótælaskyni í kjölfar Klaustursmálsins svokallaða þar sem nokkrir þingmenn, þar á meðal Bergþór, voru staðnir að því að tala ósæmilega um samstarfskonur á þingi og fatlað fólk, svo eitthvað sé nefnt. Uppfært kl 14:45: Bergþór hefur nú svarað færslu Bjarna þar sem hann segir að það sé skiljanlega „ákveðin brekka að vera formaður Sjálfstæðisflokksins,“ þessa dagana. „Stórkostleg innanmein Íslandsbanka komin upp á yfirborðið sem veldur því að sala ríkisins á eftirstæðum eignarhluta í Íslandsbanka situr stopp í huga Vinstri grænna, samstarfsflokks hans í ríkisstjórn,“ skrifar Bergþór á Facebook síðu sinni og heldur áfram: „Lögbrot matvælaráðherra við töku ákvörðunar um bann við veiðum á langreyðum við Ísland – þar sem hún gekk þvert gegn samkomulagi við hann sjálfan sem gert var við upphaf ríkisstjórnarinnar og braut reyndar líka stjórnarskrá Íslands í leiðinni. Og loks Lindarhvolsmálið, þar sem allt kapp var lagt í að leyna greinargerð setts ríkisendurskoðanda sem birt var nú fyrir helgi og sýnir misbresti á því ferli öllu saman. Fylgið hrynur og ríkisstjórnarsamstarfið bindur hendur hans og fætur þegar kemur að öllum stefnumálum flokksins, öllum.“ „Þá er kannski best að þyrla upp ryki og hlæja með vinum sínum. Við hin höldum hins vegar áfram að berjast fyrir hag þessarar þjóðar – samhent stjórnarandstaða – þegar kemur að mikilvægi þess að löggjafinn komi saman til að ræða þessi þrjú mál. Til þess er Alþingi,“ skrifar Bergþór að lokum.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Starfsemi Lindarhvols Salan á Íslandsbanka Hvalveiðar Tengdar fréttir „Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. 10. júlí 2023 11:00 Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
„Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. 10. júlí 2023 11:00
Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18