Verulega minni kraftur en í gær Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2023 08:16 Eldgos hófst við Litla-Hrút á fimmta tímanum í gær. Sprungan myndaðist skammt frá Meradölum, þar sem hraun kom upp í fyrra. Vísir/Vilhelm Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins við Litla-Hrút í nótt og hraunflæði hefur minnkað. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, en hann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir eldgosið hegða sér svipað og gosið í fyrra, en þá hafi kraftur þess verið mikill í upphafi og minnkað. Upphafsfasi þessa goss hafi þó verið mun öflugri en eldgossins í fyrra. „Núna er þetta farið að líkjast mikið fyrri gosunum, svona að nálgast þau í stærð,“ sagði Magnús Tumi. „Það hefur dregið verulega úr og það er í sjálfu sér algengt í eldgosum að fyrsti fasinn er öflugastur en síðan dregur úr og fer í hægara rennsli.“ Gosið er við Litla-Hrút suðvestur af Keili.Kort/Kristján Hann sagði eldgosið sýna frekar hefðbundna hegðun. Magnús Tumi sagði mögulegt að styrkur gossins gæti aukist aftur en það væri ólíklegt með eldgos sem þetta. „En þau geta náttúrulega aukist og minnkað á víxl en þessi upphafsfasi er lang öflugastur.“ Fylgjast má með nýjustu vendingum varðandi eldgosið hér í Vaktinni á Vísi. Betra að fara varlega Þá sagði Magnús að þær ákvarðanir sem teknar hafi verið í gærkvöldi um að loka svæðinu hafi verið hafi byggt á því sem sást á gosstöðvum þá. „Það þýðir ekkert annað en að fara þokkalega varlega í svona málum, því það verður ekki aftur tekið ef að illa spilast úr,“ sagði Magnús Tumi. Hann sagði einnig að ef eldgosið myndi halda áfram með þessum hætti myndi það taka langan tíma þar til hraunflæðið gæti farið að ógna einhverjum innviðum. Magnús Tumi sagði að fólki annars staðar í heiminum þætti stórmerkilegt hve gott aðgengi fólk fengi að gosstöðvum hér á landi. Í fyrra hefðu aðstæður til að mynda verið bættar, björgunarfólk aðstoðaði fólk við að ferðast að gosstöðvum og lokunum hafi verið haldið í lágmarki. „Þetta hefur vakið athygli um allan heim. Á Ítalíu, þar eru lokanir reglan, og þegar gaus á Kanaríeyjum í fyrra, þá voru miklar lokanir. Þar var ekkert verið að leyfa fólki að koma nálægt þessu, enda var það kannski svolítið hættulegra þegar það var. En þetta vakti mikla athygli, hvaða nálgun var tekin hér. Að bara leyfa fólki að fara og aðstoða fólk á allan hátt.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. 11. júlí 2023 00:14 Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. 11. júlí 2023 00:05 Segir gosið miklu öflugra en síðustu tvö Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið nú sé um tíu sinnum öflugra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. 10. júlí 2023 23:07 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira
Hann segir eldgosið hegða sér svipað og gosið í fyrra, en þá hafi kraftur þess verið mikill í upphafi og minnkað. Upphafsfasi þessa goss hafi þó verið mun öflugri en eldgossins í fyrra. „Núna er þetta farið að líkjast mikið fyrri gosunum, svona að nálgast þau í stærð,“ sagði Magnús Tumi. „Það hefur dregið verulega úr og það er í sjálfu sér algengt í eldgosum að fyrsti fasinn er öflugastur en síðan dregur úr og fer í hægara rennsli.“ Gosið er við Litla-Hrút suðvestur af Keili.Kort/Kristján Hann sagði eldgosið sýna frekar hefðbundna hegðun. Magnús Tumi sagði mögulegt að styrkur gossins gæti aukist aftur en það væri ólíklegt með eldgos sem þetta. „En þau geta náttúrulega aukist og minnkað á víxl en þessi upphafsfasi er lang öflugastur.“ Fylgjast má með nýjustu vendingum varðandi eldgosið hér í Vaktinni á Vísi. Betra að fara varlega Þá sagði Magnús að þær ákvarðanir sem teknar hafi verið í gærkvöldi um að loka svæðinu hafi verið hafi byggt á því sem sást á gosstöðvum þá. „Það þýðir ekkert annað en að fara þokkalega varlega í svona málum, því það verður ekki aftur tekið ef að illa spilast úr,“ sagði Magnús Tumi. Hann sagði einnig að ef eldgosið myndi halda áfram með þessum hætti myndi það taka langan tíma þar til hraunflæðið gæti farið að ógna einhverjum innviðum. Magnús Tumi sagði að fólki annars staðar í heiminum þætti stórmerkilegt hve gott aðgengi fólk fengi að gosstöðvum hér á landi. Í fyrra hefðu aðstæður til að mynda verið bættar, björgunarfólk aðstoðaði fólk við að ferðast að gosstöðvum og lokunum hafi verið haldið í lágmarki. „Þetta hefur vakið athygli um allan heim. Á Ítalíu, þar eru lokanir reglan, og þegar gaus á Kanaríeyjum í fyrra, þá voru miklar lokanir. Þar var ekkert verið að leyfa fólki að koma nálægt þessu, enda var það kannski svolítið hættulegra þegar það var. En þetta vakti mikla athygli, hvaða nálgun var tekin hér. Að bara leyfa fólki að fara og aðstoða fólk á allan hátt.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. 11. júlí 2023 00:14 Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. 11. júlí 2023 00:05 Segir gosið miklu öflugra en síðustu tvö Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið nú sé um tíu sinnum öflugra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. 10. júlí 2023 23:07 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira
Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. 11. júlí 2023 00:14
Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. 11. júlí 2023 00:05
Segir gosið miklu öflugra en síðustu tvö Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið nú sé um tíu sinnum öflugra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. 10. júlí 2023 23:07