Innlent

Eld­tungur og fólks­fjöldi á kröftugum upp­hafs­degi

Máni Snær Þorláksson skrifar
Fjöldi fólks lagði leið sína að eldgosinu í gær.
Fjöldi fólks lagði leið sína að eldgosinu í gær. Björn Steinbekk

Eldgos hófst á Reykjanesskaga í gær í þriðja skipti á þremur árum. Ljósmyndarar og drónaflugmenn eru því nú orðnir þaulvanir þegar kemur að eldgosunum og brunuðu margir þeirra beint af stað í gær.

Björn Steinbekk er einn þeira sem skellti sér á gossvæðið í gær og náði þar mögnuðu myndefni. Í því má til að mynda sjá nokkurn fjölda fólks sem var mættur á svæðið, þrátt fyrir viðvaranir um að láta það vera í bili. 

Þá má einnig sjá nærmynd af hrauninu og eldtungur að teygja sig upp úr sprungunni sem myndaðist í gær.

Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem Björn tekur myndefni af eldgosi. Árið 2021 virtist vera sem Björn væri kominn með lögheimili við eldgosið. Hann birti fjöldann allan af myndböndum og myndum af eldgosinu sem vöktu sum hver athygli margra milljóna.

Þá var hann skammaður af heimsfrægum rithöfundi fyrir að fljúga drónanum sínum ofan í eldfjallið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×