Langflestir hlýða en svartir sauðir „gefa puttann“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2023 08:34 Borið hefur á því að fólk fari alltof nálægt og jafnvel upp á nýja hraunið. Vísir/RAX „Við vorum svona bæði með og á móti,“ segir Guðni Oddgeirsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík um þá ákvörðun að hleypa fólki að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Guðni sagði í samtali við Bítið í morgun að jú, það væri ákveðinn kostur að vera með stikaða leið og vita þá hvar fólk væri ef neyðarkall bærist, frekar en að þurfa að vera að leita að því einhvers staðar úti í hrauni. Um 3.000 manns hefðu sótt svæðið í gær en flestir hefðu verið þokkalega vel búnir og ekki vitað til þess að slys hefðu orðið. Aðeins að einhverjir hefðu orðið fótalúnir eftir að gönguna, sem er samtals um 20 kílómetra löng. „Það er nokkuð greið leið,“ sagði Guðni spurður að því hvort björgunarsveitin ætti auðvelt með aðgengi. „En fólk var nú að fara svolítið nálægt í gær og nánast alveg upp að gígnum,“ segir hann. „En það er náttúrulega skilgreint hættusvæði og getur alltaf komið meira upp þar eða brotnað úr köntum virka gígsins og þá er mjög erfitt fyrir okkar fólk að fara inn á það svæði. Sérstaklega að fara í gegnum sinueldinn sem fólk var að fara í gegnum í gær.“ Guðni segir enn gasmengun á svæðinu og það safnist mjög hratt upp ef lygnir. Aðrar grímur en gasgrímur virki ekki þegar gasið er búið að ryðja burtu súrefninu og gefi í raun falskt öryggi. Að sögn Guðna voru menn að vonast til að gripið yrði til aðgerða til að manna eftirlit á svæðinu þegar ljóst varð í hvað stefndi, til dæmis með því að kalla til landverði eins og áður hefur verið gert, en það hafi ekki verið raunin. Spurður að því hvað björgunarsveitarmenn hefðu lært af því að standa vaktina sagði Guðni að það hefði verið reynslan að langflestir hlustu á þá en það væru alltaf svartir sauðir inn á milli sem „gæfu þeim puttann“. Á mánudag hefði þeim verið boðin aðstoð sérsveitarinnar þegar verið var að loka að svæðinu, sem þeir þáðu. „Fólk hlustar alltaf á þessa kalla,“ segir hann. „Við tökum náttúrulega ekki upp á því upp á okkar eindæmi, björgunarsveitirnar, að loka vegum eða neitt svoleiðis. Það er alltaf gert í samráði við vísindamenn og lögreglu.“ Hvað gosið varðar segir Guðni björgunarsveitamenn alveg búna að fá nóg; einn hefði sagst sakna skjálftanna, þá væri hann meira heima en þegar gysi. Hann sagðist sérstaklega vilja vara fólk við gasinu á svæðinu, sérstaklega þegar það væri jafn stillt og gott veður og nú. Þá þyrfti fólk að vera vel búið fyrir langa göngu og taka með sér nóg af vatni og jafnvel nesti. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Guðni sagði í samtali við Bítið í morgun að jú, það væri ákveðinn kostur að vera með stikaða leið og vita þá hvar fólk væri ef neyðarkall bærist, frekar en að þurfa að vera að leita að því einhvers staðar úti í hrauni. Um 3.000 manns hefðu sótt svæðið í gær en flestir hefðu verið þokkalega vel búnir og ekki vitað til þess að slys hefðu orðið. Aðeins að einhverjir hefðu orðið fótalúnir eftir að gönguna, sem er samtals um 20 kílómetra löng. „Það er nokkuð greið leið,“ sagði Guðni spurður að því hvort björgunarsveitin ætti auðvelt með aðgengi. „En fólk var nú að fara svolítið nálægt í gær og nánast alveg upp að gígnum,“ segir hann. „En það er náttúrulega skilgreint hættusvæði og getur alltaf komið meira upp þar eða brotnað úr köntum virka gígsins og þá er mjög erfitt fyrir okkar fólk að fara inn á það svæði. Sérstaklega að fara í gegnum sinueldinn sem fólk var að fara í gegnum í gær.“ Guðni segir enn gasmengun á svæðinu og það safnist mjög hratt upp ef lygnir. Aðrar grímur en gasgrímur virki ekki þegar gasið er búið að ryðja burtu súrefninu og gefi í raun falskt öryggi. Að sögn Guðna voru menn að vonast til að gripið yrði til aðgerða til að manna eftirlit á svæðinu þegar ljóst varð í hvað stefndi, til dæmis með því að kalla til landverði eins og áður hefur verið gert, en það hafi ekki verið raunin. Spurður að því hvað björgunarsveitarmenn hefðu lært af því að standa vaktina sagði Guðni að það hefði verið reynslan að langflestir hlustu á þá en það væru alltaf svartir sauðir inn á milli sem „gæfu þeim puttann“. Á mánudag hefði þeim verið boðin aðstoð sérsveitarinnar þegar verið var að loka að svæðinu, sem þeir þáðu. „Fólk hlustar alltaf á þessa kalla,“ segir hann. „Við tökum náttúrulega ekki upp á því upp á okkar eindæmi, björgunarsveitirnar, að loka vegum eða neitt svoleiðis. Það er alltaf gert í samráði við vísindamenn og lögreglu.“ Hvað gosið varðar segir Guðni björgunarsveitamenn alveg búna að fá nóg; einn hefði sagst sakna skjálftanna, þá væri hann meira heima en þegar gysi. Hann sagðist sérstaklega vilja vara fólk við gasinu á svæðinu, sérstaklega þegar það væri jafn stillt og gott veður og nú. Þá þyrfti fólk að vera vel búið fyrir langa göngu og taka með sér nóg af vatni og jafnvel nesti.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira