Úkraína nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2023 14:00 Það var létt yfir leiðtogum NATO við upphaf fyrsta fundar í Úkraínuráðinu. Volodymyr Zelensky tekur hér í hönd gestgjafa leiðtogafundarins, Gitanas Nauseda forseta Litháen. Forseti Bandaríkjanna og forsætisráðherra Ítalíu eru á milli þeirra. AP/Doug Mills Aðalframkvæmdastjóri NATO segir Úkraínu komna nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr. Úkraínuráð Atlantshafsbandalagsins kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, þar sem meðal annars var rætt um þriggja þátta áætlun um fulla aðild Úkraínu að bandalaginu. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO hefur kynnt þriggja liða áætlun bandalagsins um leið Úkraínu til fullrar aðildar að bandalaginu. Í fyrsta lagi mun NATO aðstoða Úkraínu við að aðlaga allan búnað og áætlanir herja Úkraínu að herjum NATO. Í öðru lagi væri stofnun Úkraínuráðs innan NATO. Þar mættust aðilar sem jafningjar til að taka ákvarðanir varðandi Úkraínu. Í þriðja lagi þyrfti Úkraína ekki að leggja fram aðgerðaáætlun eins og önnur umsóknarríki sem ætti að flýta aðildarferlinu. Þegar aðildarríkin teldu að Úkraína hefði uppfyllt skilyrði þessarar áætlunar verði Úkraínu boðin full aðilda að bandalaginu. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu þakkaði Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóra bandalagsins fyrir hönd aðildarríkjanna fyrir nýja áætlun um aðlögun Úkraínu að NATO. AP/Mindaugas Kulbis Á sameiginlegum fréttamannafundi Volodymyrs Zelensky forseta Úkraínu og Jens Stoltenbergs sagði Zelensky að boð um aðild að NATO á leiðtogafundinum hefði verið óska niðurstaða. Hann kynni þó vel að meta þau skref sem stigin hefðu verið. Hann hefði skilning á að ekki gæti orðið að fullri aðild á meðan stríð geisaði í Úkraínu, vegna skuldbindinga NATO gagnvart bandalagsþjóðum sem ráðist væri á. Aðild Úkraínu að NATO tengist á vissum sviðum undirbúningi aðildar landsins að Evrópusambandinu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB segir að í báðum tilfellum væri ófrávíkjanleg krafa um endurbætur og styrkingu stofnana í Úkraínu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórar ESB og Charles Michel forseti leiðtogaráðs ESB með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu í dag.AP/Virginia Mayo „Auk baráttunnar við spillingu. Framkvæmdastjórnin á mjög náið samstarf með Úkraínu um þessar umbætur. Það er ótrúlegt að fylgjast með því hversu hratt Úkraínu gengur að innleiða þær þrátt fyrir stríðið," sagði von der Leyen fyrir leiðtogafundinn í morgun. Jens Stoltenberg ítrekaði í morgun að Vladimir Putin forseti Rússlands hefði bæði vanmetið baráttuþrek og djörfung Úkraínumanna og staðfestu NATO ríkjanna þegar hann réðst inn í Úkraínu. „Bandalagsþjóðirnar hafa lagt Úkraínu til tugi milljarða dollara síðast liðið ár. Og nú höfum við sameinast um áætlun í þremur liðum sem færir Úkraínu nær bandalaginu," sagði Stoltenberg. Rússar hefðu ekkert um það að segja hvaða þjóðir gengju í NATO. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37 Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35 Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO hefur kynnt þriggja liða áætlun bandalagsins um leið Úkraínu til fullrar aðildar að bandalaginu. Í fyrsta lagi mun NATO aðstoða Úkraínu við að aðlaga allan búnað og áætlanir herja Úkraínu að herjum NATO. Í öðru lagi væri stofnun Úkraínuráðs innan NATO. Þar mættust aðilar sem jafningjar til að taka ákvarðanir varðandi Úkraínu. Í þriðja lagi þyrfti Úkraína ekki að leggja fram aðgerðaáætlun eins og önnur umsóknarríki sem ætti að flýta aðildarferlinu. Þegar aðildarríkin teldu að Úkraína hefði uppfyllt skilyrði þessarar áætlunar verði Úkraínu boðin full aðilda að bandalaginu. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu þakkaði Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóra bandalagsins fyrir hönd aðildarríkjanna fyrir nýja áætlun um aðlögun Úkraínu að NATO. AP/Mindaugas Kulbis Á sameiginlegum fréttamannafundi Volodymyrs Zelensky forseta Úkraínu og Jens Stoltenbergs sagði Zelensky að boð um aðild að NATO á leiðtogafundinum hefði verið óska niðurstaða. Hann kynni þó vel að meta þau skref sem stigin hefðu verið. Hann hefði skilning á að ekki gæti orðið að fullri aðild á meðan stríð geisaði í Úkraínu, vegna skuldbindinga NATO gagnvart bandalagsþjóðum sem ráðist væri á. Aðild Úkraínu að NATO tengist á vissum sviðum undirbúningi aðildar landsins að Evrópusambandinu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB segir að í báðum tilfellum væri ófrávíkjanleg krafa um endurbætur og styrkingu stofnana í Úkraínu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórar ESB og Charles Michel forseti leiðtogaráðs ESB með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu í dag.AP/Virginia Mayo „Auk baráttunnar við spillingu. Framkvæmdastjórnin á mjög náið samstarf með Úkraínu um þessar umbætur. Það er ótrúlegt að fylgjast með því hversu hratt Úkraínu gengur að innleiða þær þrátt fyrir stríðið," sagði von der Leyen fyrir leiðtogafundinn í morgun. Jens Stoltenberg ítrekaði í morgun að Vladimir Putin forseti Rússlands hefði bæði vanmetið baráttuþrek og djörfung Úkraínumanna og staðfestu NATO ríkjanna þegar hann réðst inn í Úkraínu. „Bandalagsþjóðirnar hafa lagt Úkraínu til tugi milljarða dollara síðast liðið ár. Og nú höfum við sameinast um áætlun í þremur liðum sem færir Úkraínu nær bandalaginu," sagði Stoltenberg. Rússar hefðu ekkert um það að segja hvaða þjóðir gengju í NATO.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37 Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35 Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37
Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35
Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59