Hættulegur gróðureldareykur bætist við gasið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. júlí 2023 15:17 Gunnar hvetur fólk til að fara varlega í kringum gosstöðvarnar. Hættan sé nú tvöföld. Mikill reykur frá gróðureldum bætist við gasmengunina í Litla Hrút. Loftgæðin í kringum gosstöðvarnar eru því mun verri en í eldgosunum í Fagradalsfjalli og Meradölum. Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við Háskóla Íslands, segir að gróðureldareykurinn í gosinu í Litla Hrút sé viðbót við gasmengunina. Kvikugösin séu mjög svipuð og í fyrri eldgosum á Reykjanesi en gróðureldareykurinn sé mjög óhollur. Strókurinn úr eldgjánni er mest megnis vatnsgufa sem myndar stórt ský yfir gosstöðvunum. Hin eitruðu kvikugös sem fylgja eru meðal annars brennisteinsdíoxíð, kolmónoxíð og koldíoxíð. Þetta eru gös sem eru ertandi fyrir augun. Fólki klæjar, hóstar og finnur fyrir óþægindum í hálsi. Í mjög miklu magni getur gasið verið skaðlegt fyrir lungun en að sögn Gunnars fer það eftir því hversu viðkvæmt fólk er. Til dæmis getur gasið aukið á astmasjúkdóma. „Við ráðleggjum fólki með undirliggjandi sjúkdóma í öndunarfærum að vera duglegt að nota lyfin sín og ekki hætta sér of nálægt þessu,“ segir Gunnar um kvikugasið. Vond áhrif á hraust fólk Gróðureldareykurinn, sem myndast við mosabruna, er mun verri. „Það er best fyrir alla að vera sem minnst í honum,“ segir Gunnar. „Fólk lýsir miklum sviða í augum og óþægindum í öndunarfærum. Það gildir líka um þá sem eru nokkuð hraustir. Sumir þurfa ekki að vera nema nokkrar mínútur í reyknum til að finna mikið fyrir honum.“ Við mikinn bruna getur súrefni hreinlega klárast á ákveðnum svæðum en Gunnar á ekki von á að það gerist við Litla Hrút. Reykurinn er engu að síður hættulegur. „Við þekkjum langtímaafleiðingarnar ekki vel og því hvetjum við fólk til að fara varlega,“ segir hann. Þynnist fljótt út Aðspurður um íbúa í nærliggjandi þéttbýlisstöðum segir Gunnar að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af gróðureldareyknum. Sótagnirnar setjast á jörðina um leið og reykurinn er farinn og þetta þynnist fljótt út. Fyrst og fremst séu það ferðamenn sem leggja leið sína að gosstöðvunum sem þurfa að hafa áhyggjur. Eldgos og jarðhræringar Heilbrigðismál Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við Háskóla Íslands, segir að gróðureldareykurinn í gosinu í Litla Hrút sé viðbót við gasmengunina. Kvikugösin séu mjög svipuð og í fyrri eldgosum á Reykjanesi en gróðureldareykurinn sé mjög óhollur. Strókurinn úr eldgjánni er mest megnis vatnsgufa sem myndar stórt ský yfir gosstöðvunum. Hin eitruðu kvikugös sem fylgja eru meðal annars brennisteinsdíoxíð, kolmónoxíð og koldíoxíð. Þetta eru gös sem eru ertandi fyrir augun. Fólki klæjar, hóstar og finnur fyrir óþægindum í hálsi. Í mjög miklu magni getur gasið verið skaðlegt fyrir lungun en að sögn Gunnars fer það eftir því hversu viðkvæmt fólk er. Til dæmis getur gasið aukið á astmasjúkdóma. „Við ráðleggjum fólki með undirliggjandi sjúkdóma í öndunarfærum að vera duglegt að nota lyfin sín og ekki hætta sér of nálægt þessu,“ segir Gunnar um kvikugasið. Vond áhrif á hraust fólk Gróðureldareykurinn, sem myndast við mosabruna, er mun verri. „Það er best fyrir alla að vera sem minnst í honum,“ segir Gunnar. „Fólk lýsir miklum sviða í augum og óþægindum í öndunarfærum. Það gildir líka um þá sem eru nokkuð hraustir. Sumir þurfa ekki að vera nema nokkrar mínútur í reyknum til að finna mikið fyrir honum.“ Við mikinn bruna getur súrefni hreinlega klárast á ákveðnum svæðum en Gunnar á ekki von á að það gerist við Litla Hrút. Reykurinn er engu að síður hættulegur. „Við þekkjum langtímaafleiðingarnar ekki vel og því hvetjum við fólk til að fara varlega,“ segir hann. Þynnist fljótt út Aðspurður um íbúa í nærliggjandi þéttbýlisstöðum segir Gunnar að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af gróðureldareyknum. Sótagnirnar setjast á jörðina um leið og reykurinn er farinn og þetta þynnist fljótt út. Fyrst og fremst séu það ferðamenn sem leggja leið sína að gosstöðvunum sem þurfa að hafa áhyggjur.
Eldgos og jarðhræringar Heilbrigðismál Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira