Enski boltinn

Aston Villa fær lands­liðs­mann Spánar í vörnina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Frá Villareal til Villa.
Frá Villareal til Villa. Aston Villa

Enska úrvalsdeildarfélagið hefur tilkynnt spænska miðvörðinn Pau Torres sem nýjasta leikmann liðsins. Sá kemur frá Villareal á Spáni.

Hinn 26 ára gamli Torres er örvfættur miðvörður sem spilað með Villareal allan sinn feril ef frá er talið eitt tímabil með Málaga á láni.

Hann á að baki 23 A-landsleiki fyrir Spánverja. Unai Emery, þjálfari Villa, þekkir leikmanninn vel en þeir unnu saman hjá Villareal þar sem þeir sigruðu Evrópudeildina vorið 2021.

Kaupverðið er í kringum 31 og hálfa milljón punda eða tæplega fimm og hálfan milljarð íslenskra króna. Torres skrifar undir fimm ára samning hjá Villa.

Aston Villa endaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og leikur í Sambandsdeild Evrópu í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×