Hættu sér upp á sjóðheitt hraunið: „Leggja líf sitt í hættu til að ná einhverju svona skoti“ Eiður Þór Árnason skrifar 12. júlí 2023 19:22 Mennirnir hættu sér nálægt gosinu. Tómas Guðbjartsson Hjartaskurðlæknir fékk hland fyrir hjartað í gær þegar hann sá tvo erlenda ferðamenn ganga upp á nýjan hraunhól við Litla-Hrút þar sem skömmu áður var sprunga og glóandi hraun. „Þegar við vorum að koma niður af [Litla-Hrúti] þá varð ég var við þessa tvo menn sem voru bara bókstaflega komnir upp á hraukana sem höfðu bara lokast einhverjum klukkutímum áður,“ segir Tómas Guðbjartsson læknir og þaulreyndur útivistargarpur. Tómas telur víst að umræddur hraunhóll hafi enn verið glóandi heitur og mennirnir því lagt sig í mikla hættu. „Hraunið er náttúrlega 1.200 gráður þegar það kemur út og það heldur í sér hitanum lengi.“ Þar að auki geti nýja hraunið hrunið undan fólki og opnað á glóandi hraun fyrir neðan dökkt yfirborðið. „Það eru engir stígar þarna eða neitt, þetta er bara hraun sem er nýrunnið og mjög brothætt og hvasst. Það er fólk sem gerir mjög margt til að ná góðum myndum, svona áhrifavaldar. Menn leggja líf sitt í hættu til að ná einhverju svona skoti.“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir telur að flestir átti sig ekki á aðstæðum við gosið.Vísir/Egill Mættur snemma á gosstað Tómas var mættur á gossvæðið fljótlega eftir að opnað var fyrir aðgengi almennings að svæðinu í gær. Hann segist hafa farið heldur óvenjulega leið frá Keflavíkurvegi yfir Þráinsskjöld til að komast upp að fjallinu Litla-Hrúti en hann hefur unnið að gerð göngukorts fyrir Ferðafélags Íslands. Á meðan hann hafi verið upp á Litla-Hrúti hafi hann séð hvernig kvikuvirknin þjappaðist saman og fór frá því að ná yfir langa sprungu yfir í að færast að mestu yfir á einn gíg. Veki upp spurningar um upplýsingagjöf Tómas vakti fyrst athygli á áhættuhegðun ferðamannanna á Facebook-síðu sinni og segist með þessu vilja auka umræðu um þær hættur sem geti leynst við gosið. Veltir hann því fyrir sér hvort ástæða sé til að auka upplýsingagjöf til fólks svo fleiri átti sig á því hversu hættulegt það er að fara út á hraunið. „Þarna var það erfitt því að þetta var rétt eftir að það var búið að opna fyrir gosstöðvarnar. Þetta voru næstum bara útlendingar sem voru á svæðinu.“ Tómas ræddi við mennina til að gera þeim grein fyrir hættunni og segir þá ekki hafa tekið illa í tilmælin. „Þarna megin við gosið þar sem við vorum þar voru engir björgunarsveitaraðilar eða neitt slíkt, enda var þetta bara rétt eftir að búið var að opna. Ég býst við að núna sé meiri vöktun og kannski meira eftirlit.“ „Það er bara mikilvægt að koma þessum upplýsingum til skila. Ég held að flestir af þessum ferðamönnum þarna hafi aldrei séð eldgos og átti sig ekki á því að þetta sé 1.200 gráðu heitt þegar þetta er fljótandi og átta sig ekki almennilega á því hvað gösin geta verið hættuleg.“ Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
„Þegar við vorum að koma niður af [Litla-Hrúti] þá varð ég var við þessa tvo menn sem voru bara bókstaflega komnir upp á hraukana sem höfðu bara lokast einhverjum klukkutímum áður,“ segir Tómas Guðbjartsson læknir og þaulreyndur útivistargarpur. Tómas telur víst að umræddur hraunhóll hafi enn verið glóandi heitur og mennirnir því lagt sig í mikla hættu. „Hraunið er náttúrlega 1.200 gráður þegar það kemur út og það heldur í sér hitanum lengi.“ Þar að auki geti nýja hraunið hrunið undan fólki og opnað á glóandi hraun fyrir neðan dökkt yfirborðið. „Það eru engir stígar þarna eða neitt, þetta er bara hraun sem er nýrunnið og mjög brothætt og hvasst. Það er fólk sem gerir mjög margt til að ná góðum myndum, svona áhrifavaldar. Menn leggja líf sitt í hættu til að ná einhverju svona skoti.“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir telur að flestir átti sig ekki á aðstæðum við gosið.Vísir/Egill Mættur snemma á gosstað Tómas var mættur á gossvæðið fljótlega eftir að opnað var fyrir aðgengi almennings að svæðinu í gær. Hann segist hafa farið heldur óvenjulega leið frá Keflavíkurvegi yfir Þráinsskjöld til að komast upp að fjallinu Litla-Hrúti en hann hefur unnið að gerð göngukorts fyrir Ferðafélags Íslands. Á meðan hann hafi verið upp á Litla-Hrúti hafi hann séð hvernig kvikuvirknin þjappaðist saman og fór frá því að ná yfir langa sprungu yfir í að færast að mestu yfir á einn gíg. Veki upp spurningar um upplýsingagjöf Tómas vakti fyrst athygli á áhættuhegðun ferðamannanna á Facebook-síðu sinni og segist með þessu vilja auka umræðu um þær hættur sem geti leynst við gosið. Veltir hann því fyrir sér hvort ástæða sé til að auka upplýsingagjöf til fólks svo fleiri átti sig á því hversu hættulegt það er að fara út á hraunið. „Þarna var það erfitt því að þetta var rétt eftir að það var búið að opna fyrir gosstöðvarnar. Þetta voru næstum bara útlendingar sem voru á svæðinu.“ Tómas ræddi við mennina til að gera þeim grein fyrir hættunni og segir þá ekki hafa tekið illa í tilmælin. „Þarna megin við gosið þar sem við vorum þar voru engir björgunarsveitaraðilar eða neitt slíkt, enda var þetta bara rétt eftir að búið var að opna. Ég býst við að núna sé meiri vöktun og kannski meira eftirlit.“ „Það er bara mikilvægt að koma þessum upplýsingum til skila. Ég held að flestir af þessum ferðamönnum þarna hafi aldrei séð eldgos og átti sig ekki á því að þetta sé 1.200 gráðu heitt þegar þetta er fljótandi og átta sig ekki almennilega á því hvað gösin geta verið hættuleg.“
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira