„Krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ hreytt í björgunarsveitarfólk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2023 06:45 Liðsmenn Sigurvonar á gosstöðvunum. Tómas Logi er til vinstri á myndinni. Sigurvon Björgunarsveitarmaður frá Sandgerði segist hafa átt búist við að fá yfir sig skít og drullu þegar hann lagði leið sína á gosstöðvarnar til að sinna rýmingu vegna gasmengunar á mánudag. Það hafi heldur betur staðist og hann kallaður „krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ af göngufólki. Langflestir hafi þó verði þakklátir og tekið leiðbeiningum vel. Erfiðlega hefur gengið að fá björgunarsveitarfólk til að standa vaktina í sjálfboðarvinnu á gosstöðvunum frá því eldgos hófst við Litla-Hrút á mánudag. Ráðherra hefur sagt nauðsynlegt að bregðast við og fá landverði á launaða vakt við gosstöðvarnar sem allra fyrst. Björgunarsveitarfólk úr Sandgerði dreif sig á staðinn á þriðjudag til að hjálpa til við rýmingar. Tómas Logi Hallgrímsson er þeirra á meðal. Hann komst í fréttirnar í desember síðastliðnum þegar hann lýsti samskiptum sínum við íbúa á Reykjanesi þegar óveður gekk yfir landið. Hann hefði fengið yfir sig fúkyrðaflaum frá fólki. „Þar nefndi ég að ég hafi ekki átt von á mis slæmum viðbrögðum fólks í minn garð við lokanir vega vegna óveðurs og ófærðar,“ segir Tómas í færslu sinni á Facebook. Tómas stóð vaktina bæði á mánudag og þriðjudag sem hluti af björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði. Á þriðjudaginn sat hann í bíl við afleggjarann upp að Keili og vaktaði lokun á því að fólk færi þá gönguleið að eldgosinu við Litla-Hrút. Á mánudeginum var hann á sjálfum gosstöðvunum í um tíu klukkustundir og sinnti rýmingu við sjálft eldgosið vegna lífshættulegra aðstæðna sem mynduðust vegna gasmengunnar. Hann segir sorglegast við mánudaginn að þá hafi hann átt von á að fá yfir sig skít og drullu frá fólki. Það hafi staðist. „Ég var kallaður vitlaus og heimskur. Ég var sakaður um mannréttindabrot. Ég var kallaður krakkaskítur. Ég var kallaður helvítis fáviti. Ég er aumingi sem situr inní bíl og étur nammi í stað þess að bjarga fólki,“ segir Tómas Logi. Það hafi þó verið sannleikanu samkvæmt að hann hafi borðað nammi á vaktinni. Félagarnir í Sigurvon á vaktinni á þriðjudagskvöld. Tómas Logi er til vinstri.Sigurvon „En… enn og aftur þá voru 98 pósent fólks sem var þakklátt og skildi leiðbeiningar mínar. Magnað að maður skuli velja það að koma sér í þessar aðstæður aftur og aftur,“ segir Tómas Logi. Í færslu frá Björgunarsveitinni Sigurvon í nótt segir að nóg hafi verið að gera síðustu daga. Björgunarsveitarfólk hjá sveitinni hafi sinnt gosvöktum öll kvöld frá því gos hófst á mánudag. Fólk er minnt á að koma vel fram við liðsmenn sveitarinnar sem séu í sjálfboðavinnu. „Þegar þetta er skrifað eru tveir félagar á heimleið eftir þriðja kvöldið í röð. Við viljum ítreka við alla sem hyggjast leggja leið sína að gosinu að fylgja merkrum gönguleiðum og búa sig vel. Svæðið er skráfþurrt og nauðsynlegt að hafa nóg af vatni og muna að það kólnar hratt þegar líður á kvöldið.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Erfiðlega hefur gengið að fá björgunarsveitarfólk til að standa vaktina í sjálfboðarvinnu á gosstöðvunum frá því eldgos hófst við Litla-Hrút á mánudag. Ráðherra hefur sagt nauðsynlegt að bregðast við og fá landverði á launaða vakt við gosstöðvarnar sem allra fyrst. Björgunarsveitarfólk úr Sandgerði dreif sig á staðinn á þriðjudag til að hjálpa til við rýmingar. Tómas Logi Hallgrímsson er þeirra á meðal. Hann komst í fréttirnar í desember síðastliðnum þegar hann lýsti samskiptum sínum við íbúa á Reykjanesi þegar óveður gekk yfir landið. Hann hefði fengið yfir sig fúkyrðaflaum frá fólki. „Þar nefndi ég að ég hafi ekki átt von á mis slæmum viðbrögðum fólks í minn garð við lokanir vega vegna óveðurs og ófærðar,“ segir Tómas í færslu sinni á Facebook. Tómas stóð vaktina bæði á mánudag og þriðjudag sem hluti af björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði. Á þriðjudaginn sat hann í bíl við afleggjarann upp að Keili og vaktaði lokun á því að fólk færi þá gönguleið að eldgosinu við Litla-Hrút. Á mánudeginum var hann á sjálfum gosstöðvunum í um tíu klukkustundir og sinnti rýmingu við sjálft eldgosið vegna lífshættulegra aðstæðna sem mynduðust vegna gasmengunnar. Hann segir sorglegast við mánudaginn að þá hafi hann átt von á að fá yfir sig skít og drullu frá fólki. Það hafi staðist. „Ég var kallaður vitlaus og heimskur. Ég var sakaður um mannréttindabrot. Ég var kallaður krakkaskítur. Ég var kallaður helvítis fáviti. Ég er aumingi sem situr inní bíl og étur nammi í stað þess að bjarga fólki,“ segir Tómas Logi. Það hafi þó verið sannleikanu samkvæmt að hann hafi borðað nammi á vaktinni. Félagarnir í Sigurvon á vaktinni á þriðjudagskvöld. Tómas Logi er til vinstri.Sigurvon „En… enn og aftur þá voru 98 pósent fólks sem var þakklátt og skildi leiðbeiningar mínar. Magnað að maður skuli velja það að koma sér í þessar aðstæður aftur og aftur,“ segir Tómas Logi. Í færslu frá Björgunarsveitinni Sigurvon í nótt segir að nóg hafi verið að gera síðustu daga. Björgunarsveitarfólk hjá sveitinni hafi sinnt gosvöktum öll kvöld frá því gos hófst á mánudag. Fólk er minnt á að koma vel fram við liðsmenn sveitarinnar sem séu í sjálfboðavinnu. „Þegar þetta er skrifað eru tveir félagar á heimleið eftir þriðja kvöldið í röð. Við viljum ítreka við alla sem hyggjast leggja leið sína að gosinu að fylgja merkrum gönguleiðum og búa sig vel. Svæðið er skráfþurrt og nauðsynlegt að hafa nóg af vatni og muna að það kólnar hratt þegar líður á kvöldið.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira