Stefnir í verkfall Hollywood leikara Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. júlí 2023 08:58 Meryl Streep er meðal stórleikara sem hafa sagt að þau styðji verkfallsaðgerðir. EPA-EFE/ETTORE FERRARI Verkalýðsfélag Hollywood leikara hefur lagt til að gripið verði til verkfallsaðgerða eftir að samningsfrestur rann út á miðnætti. Ef af verður, verður það í fyrsta sinn sem leikarar og handritshöfundar í Hollywood verða í verkfalli á sama tíma í sextíu ár. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að samninganefnd verkalýðsfélags leikara í sjónvarpi og útvarpi, sem í eru 160 þúsund leikarar, hafi lagt til að gripið verði til verkfallsaðgerða. Stjórn félagsins mun svo taka ákvörðun um það síðar í dag og eru allar líkur á að það verði samþykkt. Samninganefnd félagsins hefur í rúman mánuð rætt við samtök kvikmynda-og sjónvarpsframleiðenda vestanhafs sem sjá um launasamninga fyrir hönd stærstu stúdíóanna og streymisveitna líkt og Amazon, Apple, Disney, NBCUniversal, Netflix, Paramount, Sony og Warner Bros. Discovery. Haft er eftir Fran Drescher, forseta félags leikara, að félagið hafi ekki mætt raunverulegum samningsvilja af hálfu viðsemjenda sinna. Ekki sé annað í stöðunni en að grípa til verkfallsaðgerða. Áður hafa nokkrir stórleikarar líkt og Meryl Streep, Glenn Close, Jennifer Lawrence, Bob Odenkirk og Mark Ruffalo gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segjast styðja verkfallsaðgerðir. Handritshöfundar í Hollywood hófu sínar verkfallsaðgerðir þann 2. maí síðastliðinn. Ekki er útlit fyrir að þeim aðgerðum ljúki í bráð, að því er segir í umfjöllun Guardian. Mun verkfall leikara og handritshöfunda hafa víðtæk áhrif á efnahag Los Angeles borgar og víðar. Í umfjöllun Guardian kemur fram að verkfallið muni þegar í stað hafa áhrif á markaðsstarf kvikmynda sem koma út í sumar. Þannig hafi heimsfrumsýningu Oppenheimer kvikmyndarinnar í leikstjórn Christopher Nolan sem fram fer í London í kvöld þegar verið flýtt um klukkustund. Þá gæti svo farið að Emmy verðlaunum verði frestað fram á vetur en þau eiga að fara fram í september. Hollywood Bandaríkin Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að samninganefnd verkalýðsfélags leikara í sjónvarpi og útvarpi, sem í eru 160 þúsund leikarar, hafi lagt til að gripið verði til verkfallsaðgerða. Stjórn félagsins mun svo taka ákvörðun um það síðar í dag og eru allar líkur á að það verði samþykkt. Samninganefnd félagsins hefur í rúman mánuð rætt við samtök kvikmynda-og sjónvarpsframleiðenda vestanhafs sem sjá um launasamninga fyrir hönd stærstu stúdíóanna og streymisveitna líkt og Amazon, Apple, Disney, NBCUniversal, Netflix, Paramount, Sony og Warner Bros. Discovery. Haft er eftir Fran Drescher, forseta félags leikara, að félagið hafi ekki mætt raunverulegum samningsvilja af hálfu viðsemjenda sinna. Ekki sé annað í stöðunni en að grípa til verkfallsaðgerða. Áður hafa nokkrir stórleikarar líkt og Meryl Streep, Glenn Close, Jennifer Lawrence, Bob Odenkirk og Mark Ruffalo gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segjast styðja verkfallsaðgerðir. Handritshöfundar í Hollywood hófu sínar verkfallsaðgerðir þann 2. maí síðastliðinn. Ekki er útlit fyrir að þeim aðgerðum ljúki í bráð, að því er segir í umfjöllun Guardian. Mun verkfall leikara og handritshöfunda hafa víðtæk áhrif á efnahag Los Angeles borgar og víðar. Í umfjöllun Guardian kemur fram að verkfallið muni þegar í stað hafa áhrif á markaðsstarf kvikmynda sem koma út í sumar. Þannig hafi heimsfrumsýningu Oppenheimer kvikmyndarinnar í leikstjórn Christopher Nolan sem fram fer í London í kvöld þegar verið flýtt um klukkustund. Þá gæti svo farið að Emmy verðlaunum verði frestað fram á vetur en þau eiga að fara fram í september.
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira