Lögreglan mætti til að bera konuna út en hætti svo við Lovísa Arnardóttir skrifar 13. júlí 2023 19:01 Eva segir stjórnvöld verða að taka ábyrgð á konunni og syni hennar. Vísir/Rúnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var mætt við búsetuúrræði flóttafólks síðdegis í dag til að bera út afganska konu og tólf ára gamlan son hennar, en hætti svo við. Nokkur fjöldi fólks hafði safnast saman fyrir utan en þar var einnig fyrrum talsmaður konunnar, Eva Hauksdóttir, sem sagðist ekki hafa átt von á því að málið myndi ganga svo langt. Lögreglan var við húsið í um klukkustund. Vísir/Lovísa „Þau eiga ekki í nein hús að venda og bera enga ábyrgð á þeirri stöðu sem er komin upp. Hún dró umsókn sína til baka og ætlaði að fara til Ítalíu en þau vilja ekki taka við henni. Útlendingastofnun vill ekki taka ábyrgð á henni,“ sagði Eva og að öryggisvörður í húsnæðinu hefði sagt henni að skipunin um að bera þau út hefði komið frá Útlendingastofnun. „Það er engin að taka ábyrgð á þessu og lögreglan spurði mig hvort ég vildi taka hana heim til mín. Það er ríkið sem ber ábyrgð á þessu og það er ekki hægt að gera einstaklinga ábyrga fyrir því að stofnanir ríkisins standi sig ekki.“ Konan kom til Íslands í janúar eftir að hafa fyrst sótt um vernd á Ítalíu. Eftir um fjögurra mánaða dvöl dró hún til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd en vegna yfirlýsts neyðarástands á Ítalíu getur stoðdeild ríkislögreglustjóra ekki flogið með hana þangað aftur. Klippa: Hættu við að bera afganska konu og son hennar út Eva er lögmaður og hefur í dag vakið athygli á máli konunnar en lögreglumennirnir tilkynntu henni fyrir utan að konan yrði ekki borin út í dag. „En ég veit í raun ekkert hvort að þau hafi náð sambandi við Útlendingastofnun. Hún er örugg hér í nótt og svo verðum við að sjá hvað gerist,“ sagði Eva eftir að lögreglan fór af vettvangi. Flóttafólk á Íslandi Réttindi barna Ítalía Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Andvaka og í uppnámi en fær engin svör frá Útlendingastofnun Afgönsk kona með ungt barn bíður þess nú að vera hent út úr búsetuúrræði sínu eftir að hún dró til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd. Ítalía neitar að taka aftur við konunni vegna neyðarástands. Konan er því réttindalaus og enginn vill á henni taka ábyrgð. 13. júlí 2023 13:00 Kyrrsett og réttindalaus á Íslandi Íslenska ríkið hefur nú í vörslum sínum vegabréf afganskrar konu og barns hennar, sem eru kyrrsett á Íslandi án þess að ríkið telji sig bera ábyrgð á þeim. 13. júlí 2023 09:02 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Nokkur fjöldi fólks hafði safnast saman fyrir utan en þar var einnig fyrrum talsmaður konunnar, Eva Hauksdóttir, sem sagðist ekki hafa átt von á því að málið myndi ganga svo langt. Lögreglan var við húsið í um klukkustund. Vísir/Lovísa „Þau eiga ekki í nein hús að venda og bera enga ábyrgð á þeirri stöðu sem er komin upp. Hún dró umsókn sína til baka og ætlaði að fara til Ítalíu en þau vilja ekki taka við henni. Útlendingastofnun vill ekki taka ábyrgð á henni,“ sagði Eva og að öryggisvörður í húsnæðinu hefði sagt henni að skipunin um að bera þau út hefði komið frá Útlendingastofnun. „Það er engin að taka ábyrgð á þessu og lögreglan spurði mig hvort ég vildi taka hana heim til mín. Það er ríkið sem ber ábyrgð á þessu og það er ekki hægt að gera einstaklinga ábyrga fyrir því að stofnanir ríkisins standi sig ekki.“ Konan kom til Íslands í janúar eftir að hafa fyrst sótt um vernd á Ítalíu. Eftir um fjögurra mánaða dvöl dró hún til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd en vegna yfirlýsts neyðarástands á Ítalíu getur stoðdeild ríkislögreglustjóra ekki flogið með hana þangað aftur. Klippa: Hættu við að bera afganska konu og son hennar út Eva er lögmaður og hefur í dag vakið athygli á máli konunnar en lögreglumennirnir tilkynntu henni fyrir utan að konan yrði ekki borin út í dag. „En ég veit í raun ekkert hvort að þau hafi náð sambandi við Útlendingastofnun. Hún er örugg hér í nótt og svo verðum við að sjá hvað gerist,“ sagði Eva eftir að lögreglan fór af vettvangi.
Flóttafólk á Íslandi Réttindi barna Ítalía Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Andvaka og í uppnámi en fær engin svör frá Útlendingastofnun Afgönsk kona með ungt barn bíður þess nú að vera hent út úr búsetuúrræði sínu eftir að hún dró til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd. Ítalía neitar að taka aftur við konunni vegna neyðarástands. Konan er því réttindalaus og enginn vill á henni taka ábyrgð. 13. júlí 2023 13:00 Kyrrsett og réttindalaus á Íslandi Íslenska ríkið hefur nú í vörslum sínum vegabréf afganskrar konu og barns hennar, sem eru kyrrsett á Íslandi án þess að ríkið telji sig bera ábyrgð á þeim. 13. júlí 2023 09:02 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Andvaka og í uppnámi en fær engin svör frá Útlendingastofnun Afgönsk kona með ungt barn bíður þess nú að vera hent út úr búsetuúrræði sínu eftir að hún dró til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd. Ítalía neitar að taka aftur við konunni vegna neyðarástands. Konan er því réttindalaus og enginn vill á henni taka ábyrgð. 13. júlí 2023 13:00
Kyrrsett og réttindalaus á Íslandi Íslenska ríkið hefur nú í vörslum sínum vegabréf afganskrar konu og barns hennar, sem eru kyrrsett á Íslandi án þess að ríkið telji sig bera ábyrgð á þeim. 13. júlí 2023 09:02