Innlent

Fram­lengja gæslu­varð­hald vegna mann­dráps á Sel­fossi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Maðurinn er grunaður um að hafa orðið konu á þrítugsaldri að bana.
Maðurinn er grunaður um að hafa orðið konu á þrítugsaldri að bana. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Suðurlands féllst í dag á kröfu lögreglunnar á Suðurlandi um að framlengja gæsluvarðhald manns á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa valdið dauða ungrar konu í apríl þessa árs. 

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að gæsluvarðhaldið verði framlegt um fjórar vikur, til 11. ágúst næstkomandi. Framlengingin sé tilkomin vegna fyrirliggjandi rannsóknarhagsmuna. 

Maðurinn er grunaður um að hafa orðið konu á þrítugsaldri að bana þann 27. apríl síðastliðinn. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn, sagði í dag lögreglu hafa lagt fram kröfu um áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir manninum í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×