Í tilkynningu frá lögreglunni segir að gæsluvarðhaldið verði framlegt um fjórar vikur, til 11. ágúst næstkomandi. Framlengingin sé tilkomin vegna fyrirliggjandi rannsóknarhagsmuna.
Maðurinn er grunaður um að hafa orðið konu á þrítugsaldri að bana þann 27. apríl síðastliðinn. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn, sagði í dag lögreglu hafa lagt fram kröfu um áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir manninum í morgun.