Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Íslensk fjölskylda ungrar konu, sem skotin var til bana í Bandaríkjunum í vikunni, er frávita af sorg. Amma konunnar segir áfallið ólýsanlegt. Skömm sé að því hvernig kerfið vestanhafs taki á móti syrgjendum. Við ræðum við Ingunni Ásu Mency Ingvadóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þá hittum við mann með MS-sjúkdóminn sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða. Hann hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji annað. 

Við sýnum einnig frá gríðarlegum gróðureldum á Kanaríeyjum, ræðum við oddvita beggja megin Þjórsár um frestun á nýrri brú yfir ána og heimsækjum stórmerkilegt mótorhjólasafn á Akureyri. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×