Steph Curry vann golfmót með því að fá örn á átjándu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 16:31 Stephen Curry var mjög sáttur með sigurinn á American Century Championship golfmótinu um helgina. Getty/Isaiah Vazquez Körfuboltamaðurinn Stephen Curry fangaði sigri á American Century Championship golfmótinu um helgina en mótið er góðgerðamót þar sem taka þátt stjörnur úr öðrum íþróttum. Curry var að vinna þetta mót í fyrsta sinn en hann hefur tekið oft þátt í því enda mikill golfáhugamaður. Curry hafði komið sér í fréttirnar fyrr á mótinu með því að fara holu í höggi. Hann vann líka mótið á mögnuðu höggi. Dream come true! Championship flow in Tahoe An unbelievable week I ll never forget can t wait to run it back!@ACChampionship @currybrand@CallawayGolf pic.twitter.com/44QU0ixIKd— Stephen Curry (@StephenCurry30) July 17, 2023 Curry setti þá niður rúmlega fimm metra pútt fyrir erni. Mótið er með sérstakt stigakerfi. Kylfingar fá þannig sex stig fyrir örn, þrjú stig fyrir fugl, eitt stig fyrir par og tvö stig í mínus fyrir skramba eða enn verra. Curry endaði með 75 stig eða tveimur stigum meira en Mardy Fish, sem er fyrrum tennisspilari. Fish var með þriggja stiga forskot á Curry fyrir lokaholuna en fékk par á henni. Curry varð því að setja niður púttið til að vinna sem og hann gerði. Með því að vinna mótið þá var Curry fyrsti virki íþróttamaðurinn til að vinna þetta árlega mót síðan árið 2000. Þriðji í mótinu var Joe Pavelski frá íshokkíliðinu Dallas Stars en í næstu sætum komu gamli hafnaboltaleikmaðurinn Mark Mulder og Aaron Rodgers, leikstjórnandi NFL-liðsins New York Jets. STEPH CURRY WITH THE WALK OFF PUTT TO WIN THE AMERICAN CENTURY CHAMPIONSHIP (via @NBCSports)pic.twitter.com/cK14ROyicZ— Bleacher Report (@BleacherReport) July 16, 2023 Golf NBA Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Curry var að vinna þetta mót í fyrsta sinn en hann hefur tekið oft þátt í því enda mikill golfáhugamaður. Curry hafði komið sér í fréttirnar fyrr á mótinu með því að fara holu í höggi. Hann vann líka mótið á mögnuðu höggi. Dream come true! Championship flow in Tahoe An unbelievable week I ll never forget can t wait to run it back!@ACChampionship @currybrand@CallawayGolf pic.twitter.com/44QU0ixIKd— Stephen Curry (@StephenCurry30) July 17, 2023 Curry setti þá niður rúmlega fimm metra pútt fyrir erni. Mótið er með sérstakt stigakerfi. Kylfingar fá þannig sex stig fyrir örn, þrjú stig fyrir fugl, eitt stig fyrir par og tvö stig í mínus fyrir skramba eða enn verra. Curry endaði með 75 stig eða tveimur stigum meira en Mardy Fish, sem er fyrrum tennisspilari. Fish var með þriggja stiga forskot á Curry fyrir lokaholuna en fékk par á henni. Curry varð því að setja niður púttið til að vinna sem og hann gerði. Með því að vinna mótið þá var Curry fyrsti virki íþróttamaðurinn til að vinna þetta árlega mót síðan árið 2000. Þriðji í mótinu var Joe Pavelski frá íshokkíliðinu Dallas Stars en í næstu sætum komu gamli hafnaboltaleikmaðurinn Mark Mulder og Aaron Rodgers, leikstjórnandi NFL-liðsins New York Jets. STEPH CURRY WITH THE WALK OFF PUTT TO WIN THE AMERICAN CENTURY CHAMPIONSHIP (via @NBCSports)pic.twitter.com/cK14ROyicZ— Bleacher Report (@BleacherReport) July 16, 2023
Golf NBA Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira