Siðferðislögreglan aftur farin að vakta slæðuburð kvenna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2023 09:43 Konur hafa tekið lögin misalvarlega síðustu misseri en lögregla hefur fengið skýr skilaboð um að framfylgja þeim. epa/Abedin Taherkenareh Siðferðiseftirlit lögregluyfirvalda í Íran er komið í gang aftur eftir að hafa legið niðri í nokkra mánuði. Eftirlitið var lagt niður tímabundið í kjölfar mótmæla sem efnt var til í kjölfar dauða Möhsu Amini, sem lést í haldi lögreglu. Siðferðiseftirlitið sér um að framfylgja lögum Íran um klæðaburð kvenna, sem ber að hylja hár sitt og klæðast víðum fatnaði sem felur vaxtalag þeirra. Konur sem þykja brjóta gegn lögunum eiga fyrst að fá viðvörun en geta síðan átt von á því að verða handteknar. Amini, 22 ára, var í heimsókn í Tehran ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var handtekin. Hún virðist hafa verið klædd höfuðklút en var sögð hafa borið hann „vitlaust“. Hún missti meðvitund og lést eftir að hafa verið færð í varðhald þar sem hún átti að fá „fræðslu“. Amini var sögð hafa verið lamin með kylfu í höfuðið og að höfði hennar hefði verið lamið upp við vegg. Mikil mótmæli brutust út í kjölfar andláts hennar, þar sem milljónir kölluðu eftir því að siðferðislögreglan yrði lögð niður. Nærri 600 létust í mótmælaaðgerðum, þar af nokkrir sem voru teknir af lífi. Siðferðislögreglan hvarf um stund og margar konur hættu alfarið að bera höfuðslæður. Margir sögðust bera þá von í brjósti um að varanlega breytingu væri að ræða. Nú virðast þær vonir hins vegar úti en yfirvöld hafa meðal annars brugðist við með því að loka fyrirtækjum þar sem slæðu-lögin eru ekki virt. Íran Mannréttindi Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Sjá meira
Siðferðiseftirlitið sér um að framfylgja lögum Íran um klæðaburð kvenna, sem ber að hylja hár sitt og klæðast víðum fatnaði sem felur vaxtalag þeirra. Konur sem þykja brjóta gegn lögunum eiga fyrst að fá viðvörun en geta síðan átt von á því að verða handteknar. Amini, 22 ára, var í heimsókn í Tehran ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var handtekin. Hún virðist hafa verið klædd höfuðklút en var sögð hafa borið hann „vitlaust“. Hún missti meðvitund og lést eftir að hafa verið færð í varðhald þar sem hún átti að fá „fræðslu“. Amini var sögð hafa verið lamin með kylfu í höfuðið og að höfði hennar hefði verið lamið upp við vegg. Mikil mótmæli brutust út í kjölfar andláts hennar, þar sem milljónir kölluðu eftir því að siðferðislögreglan yrði lögð niður. Nærri 600 létust í mótmælaaðgerðum, þar af nokkrir sem voru teknir af lífi. Siðferðislögreglan hvarf um stund og margar konur hættu alfarið að bera höfuðslæður. Margir sögðust bera þá von í brjósti um að varanlega breytingu væri að ræða. Nú virðast þær vonir hins vegar úti en yfirvöld hafa meðal annars brugðist við með því að loka fyrirtækjum þar sem slæðu-lögin eru ekki virt.
Íran Mannréttindi Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Sjá meira