„Það hefur ekki enn liðið yfir mig“ Máni Snær Þorláksson skrifar 17. júlí 2023 14:11 Borghildur Gunnarsdóttir er stödd í Japan. Aðsend Miklar hitabylgjur hafa haft áhrif víða í heiminum undanfarna daga. Höfuðborg Japans er ekki undanskilin slíku en mikill hiti hefur verið þar síðustu daga. Borghildur Gunnarsdóttir, sem stödd er í Tokyo, segir að hitinn sé svo mikill að Íslendingar í borginni hafi flúið heim til Íslands vegna hans. „Flestir Íslendingar sem ég þekki hérna eru búnir að flýja land og eru komnir aftur til Íslands, svona á meðan þetta er sem verst,“ segir Borghildur, japönsku- og iðnaðarverkfræðinemi í Háskóla Íslands, í samtali við fréttastofu. Borghildur býr í Japan yfir sumartímann til að æfa sig í japönskunni þar sem hún missti af skiptinámi þangað vegna Covid-19 faraldursins. Varað hefur verið við miklum hita í Japan en Borghildur segir að fók sé hvatt til að drekka nóg af vatni og passa sig á hitanum. Sjálf sé hún að halda sig frá lestunum vegna hitans. „Það verður svo heitt þar og það er svo mikið af fólki sem tekur lestina, það er eins og maður sé pakkaður inn í einhverja sardínudós.“ Borghildur segist forðast lestina á meðan svona heitt er í veðri.Aðsend Borghildur segir að í dag hafi verið mjög heitt í borginni. Um klukkan hálf fjögur hafi verið þrjátíu og sex stiga hiti. Þó hafi veðurspáin í símanum hennar tjáð henni að það væri eins og hitinn væri fjörutíu stig. Síðustu daga hafi hitinn verið á því reiki. „Ég er allavega ennþá á lífi, það hefur ekki enn liðið yfir mig,“ segir Borghildur. „Það var skýjað í byrjun laugardags þannig það var alveg í lagi en um leið og sólin kemur út þá verður þetta algjörlega ómögulegt. Sérstaklega þegar maður er Íslendingur og er vanur tíu stiga sumrunum sínum þá er mjög erfitt að vera komin í þennan hita.“ Í jakkafötum þrátt fyrir hitann Samkvæmt Borghildi bregðast Japanir nokkuð öðruvísi við hitanum en Íslendingar. Þeir breyti til að mynda ekki út af vananum þegar hitinn hækkar mikið. Fólk sé í síðbuxum og jökkum þrátt fyrir hitastigið úti. „Manni líður svolítið skringilega þegar maður mætir í stuttbuxum og stuttermabol og allir eru í jakkafötum í kringum þig.“ Borghildur segir það skrýtið að vera léttklædd í hitanum þegar fólkið í kringum hana er í jakkafötum.Aðsend Þá segir hún að í borginni haldi fólk bara áfram með daginn sinn í svona veðri. Þá sé fólk þar með ýmsar leiðir til að kljást við hitann. „Japanir nota rosalega mikið sólhlífar, það eru allar konur með sólhlífar. Það er hægt að fá jakka sem eru með viftum sem blása lofti upp. Síðan eru allir með blævæng og svona rafmagnsviftur, halda áfram með líf sitt einhvern veginn.“ Ekki jafn eðlilegt að sóla sig Borghildur segir að fólk noti einnig almenningssundlaugar og fari út fyrir borgina á þessum tíma, nær ströndinni. „Það er ekki langt að næstu baðströnd þannig ef þetta verður alveg ómögulegt þá fer maður þangað. Notar tækifærið til að sóla sig.“ Borghildur segir konurnar hafa horft á sig furðul ostnar þegar hún sagðist ætla að sóla sig.Aðsend Það að sækjast í sólbað í Japan er þó ekki jafn eðlilegt og á Íslandi. „Þegar ég segi japönsku konunum sem ég þekki að ég ætli að fara upp á þak að sóla mig aðeins í hádegismatnum, það er eins og ég sé klikkuð,“ segir Borghildur. „Þau vilja vera hvít. Konurnar eru alveg bara með hanska og þær líta út fyrir að vera svona býflugubændur miðað við allan búnaðinn sem þær eru að nota til að komast hjá sólinni.“ Japan Íslendingar erlendis Veður Tengdar fréttir Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. 17. júlí 2023 07:48 Rauðar viðvaranir og skógareldar í Suður-Evrópu Ekkert lát virðist ætla að verða á hitabylgjum sem ganga nú yfir Suður-Evrópu. Á Ítalíu, Spáni og Grikklandi er hitanum lýst sem óbærilegum og íbúar hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda. 15. júlí 2023 22:48 Dauðsföllum vegna mikils hita fjölgar hratt Dauðsföll vegna hita voru 40 prósent fleiri í fyrrasumar en meðaltal síðustu sex ára. Sérfræðingar segja að ástandið eigi bara eftir að versna verði ekki brugðist við loftslagsbreytingum af krafti. 15. júlí 2023 11:50 Hitametin orðin of mörg til að telja upp Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. 14. júlí 2023 22:37 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
„Flestir Íslendingar sem ég þekki hérna eru búnir að flýja land og eru komnir aftur til Íslands, svona á meðan þetta er sem verst,“ segir Borghildur, japönsku- og iðnaðarverkfræðinemi í Háskóla Íslands, í samtali við fréttastofu. Borghildur býr í Japan yfir sumartímann til að æfa sig í japönskunni þar sem hún missti af skiptinámi þangað vegna Covid-19 faraldursins. Varað hefur verið við miklum hita í Japan en Borghildur segir að fók sé hvatt til að drekka nóg af vatni og passa sig á hitanum. Sjálf sé hún að halda sig frá lestunum vegna hitans. „Það verður svo heitt þar og það er svo mikið af fólki sem tekur lestina, það er eins og maður sé pakkaður inn í einhverja sardínudós.“ Borghildur segist forðast lestina á meðan svona heitt er í veðri.Aðsend Borghildur segir að í dag hafi verið mjög heitt í borginni. Um klukkan hálf fjögur hafi verið þrjátíu og sex stiga hiti. Þó hafi veðurspáin í símanum hennar tjáð henni að það væri eins og hitinn væri fjörutíu stig. Síðustu daga hafi hitinn verið á því reiki. „Ég er allavega ennþá á lífi, það hefur ekki enn liðið yfir mig,“ segir Borghildur. „Það var skýjað í byrjun laugardags þannig það var alveg í lagi en um leið og sólin kemur út þá verður þetta algjörlega ómögulegt. Sérstaklega þegar maður er Íslendingur og er vanur tíu stiga sumrunum sínum þá er mjög erfitt að vera komin í þennan hita.“ Í jakkafötum þrátt fyrir hitann Samkvæmt Borghildi bregðast Japanir nokkuð öðruvísi við hitanum en Íslendingar. Þeir breyti til að mynda ekki út af vananum þegar hitinn hækkar mikið. Fólk sé í síðbuxum og jökkum þrátt fyrir hitastigið úti. „Manni líður svolítið skringilega þegar maður mætir í stuttbuxum og stuttermabol og allir eru í jakkafötum í kringum þig.“ Borghildur segir það skrýtið að vera léttklædd í hitanum þegar fólkið í kringum hana er í jakkafötum.Aðsend Þá segir hún að í borginni haldi fólk bara áfram með daginn sinn í svona veðri. Þá sé fólk þar með ýmsar leiðir til að kljást við hitann. „Japanir nota rosalega mikið sólhlífar, það eru allar konur með sólhlífar. Það er hægt að fá jakka sem eru með viftum sem blása lofti upp. Síðan eru allir með blævæng og svona rafmagnsviftur, halda áfram með líf sitt einhvern veginn.“ Ekki jafn eðlilegt að sóla sig Borghildur segir að fólk noti einnig almenningssundlaugar og fari út fyrir borgina á þessum tíma, nær ströndinni. „Það er ekki langt að næstu baðströnd þannig ef þetta verður alveg ómögulegt þá fer maður þangað. Notar tækifærið til að sóla sig.“ Borghildur segir konurnar hafa horft á sig furðul ostnar þegar hún sagðist ætla að sóla sig.Aðsend Það að sækjast í sólbað í Japan er þó ekki jafn eðlilegt og á Íslandi. „Þegar ég segi japönsku konunum sem ég þekki að ég ætli að fara upp á þak að sóla mig aðeins í hádegismatnum, það er eins og ég sé klikkuð,“ segir Borghildur. „Þau vilja vera hvít. Konurnar eru alveg bara með hanska og þær líta út fyrir að vera svona býflugubændur miðað við allan búnaðinn sem þær eru að nota til að komast hjá sólinni.“
Japan Íslendingar erlendis Veður Tengdar fréttir Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. 17. júlí 2023 07:48 Rauðar viðvaranir og skógareldar í Suður-Evrópu Ekkert lát virðist ætla að verða á hitabylgjum sem ganga nú yfir Suður-Evrópu. Á Ítalíu, Spáni og Grikklandi er hitanum lýst sem óbærilegum og íbúar hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda. 15. júlí 2023 22:48 Dauðsföllum vegna mikils hita fjölgar hratt Dauðsföll vegna hita voru 40 prósent fleiri í fyrrasumar en meðaltal síðustu sex ára. Sérfræðingar segja að ástandið eigi bara eftir að versna verði ekki brugðist við loftslagsbreytingum af krafti. 15. júlí 2023 11:50 Hitametin orðin of mörg til að telja upp Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. 14. júlí 2023 22:37 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. 17. júlí 2023 07:48
Rauðar viðvaranir og skógareldar í Suður-Evrópu Ekkert lát virðist ætla að verða á hitabylgjum sem ganga nú yfir Suður-Evrópu. Á Ítalíu, Spáni og Grikklandi er hitanum lýst sem óbærilegum og íbúar hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda. 15. júlí 2023 22:48
Dauðsföllum vegna mikils hita fjölgar hratt Dauðsföll vegna hita voru 40 prósent fleiri í fyrrasumar en meðaltal síðustu sex ára. Sérfræðingar segja að ástandið eigi bara eftir að versna verði ekki brugðist við loftslagsbreytingum af krafti. 15. júlí 2023 11:50
Hitametin orðin of mörg til að telja upp Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. 14. júlí 2023 22:37