Opna aftur fyrir aðgang fólks að gossvæðinu Eiður Þór Árnason skrifar 17. júlí 2023 13:11 Mikill fjöldi fólks gerði sér ferð að gosinu áður en svæðið var lokað fyrir almenningi. Vísir/Vilhelm Búið er að opna aftur inn á gossvæðið við Litla-Hrút en almenningi hefur verið óheimilt að ganga þar um frá því á fimmtudag. Slökkvistarf vegna gróðurelda heldur áfram en lögregla telur nú óhætt að hleypa fólki inn á Meradalaleið. Lögð er áhersla á að fólk fari ekki inn á skilgreint hættusvæði sem nær frá Náttaga að Keili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Dvöl eða umferð almennings er bönnuð á skilgreindu hættusvæði sem sjá má yfirstrikað á meðfylgjandi korti. Kortið sýnir auk þess gönguleiðir að útsýnisstöðum en lögregla, landverðir og björgunarsveitir verða á svæðinu. Fólki er bent á að ganga að Hraunssels-Vatnsfelli, suðaustan við Litla-Hrút en er ekki heimilað að ganga lengra eða fara nær gosinu. Nýja kortið sýnir gönguleiðir og skilgreind hættusvæði sem almenningi er óheimilt að fara inn á. Lögreglan Lögregla með auknar valdheimildir í ljósi hættustigs Hættustig almannavarna er áfram í gildi vegna eldgossins við Litla-Hrút en við slíkar aðstæður virkjast valdheimildir sem kveðið er á um í lögum um almannavarnir. Hættustund hefst þegar hættustigi eða neyðarstigi almannavarna er lýst yfir og lýkur þegar því er aflýst. „Á hættustundu er lögreglustjóra heimilt að ákveða að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, þ.m.t. tilteknar fasteignir, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk. Fyrirmælum þessu er öllum skylt að hlíta,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að stefnt væri að því að slökkva seinustu kafla gróðureldanna í dag. Mikil skaðleg mengun hefur komið frá þurrum mosa síðustu daga sem hefur logað glatt eftir að hann komst í snertingu við eldheitt hraunið frá eldgosinu. Fylgjast má með stöðu eldgossins í vefmyndavél Vísis. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengd skjöl Göngukort_og_hættusvæðiPDF4.1MBSækja skjal Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Bjartsýnn að slökkvistarfi við gosstöðvar ljúki í dag Tekin verður ákvörðun eftir hádegi um opnun við gosstöðvar. Slökkvistarf hófst í morgun og hefur gengið vel. Unnið er að því að slökkva í síðasta kafla gróðurelda. 17. júlí 2023 11:59 Fóru inn á lokaðar gosstöðvarnar og þurftu hjálp björgunarsveita Gosstöðvarnar eru ennþá lokaðar en þær hafa verið það síðan síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Staðan verður endurmetin eftir hádegi í dag þegar viðbragðsaðilar hafa lokið fundi sínum. Leita þurfti að tveimur ferðamönnum í nótt. 17. júlí 2023 10:01 Áfram lokað að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg. 16. júlí 2023 09:40 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Dvöl eða umferð almennings er bönnuð á skilgreindu hættusvæði sem sjá má yfirstrikað á meðfylgjandi korti. Kortið sýnir auk þess gönguleiðir að útsýnisstöðum en lögregla, landverðir og björgunarsveitir verða á svæðinu. Fólki er bent á að ganga að Hraunssels-Vatnsfelli, suðaustan við Litla-Hrút en er ekki heimilað að ganga lengra eða fara nær gosinu. Nýja kortið sýnir gönguleiðir og skilgreind hættusvæði sem almenningi er óheimilt að fara inn á. Lögreglan Lögregla með auknar valdheimildir í ljósi hættustigs Hættustig almannavarna er áfram í gildi vegna eldgossins við Litla-Hrút en við slíkar aðstæður virkjast valdheimildir sem kveðið er á um í lögum um almannavarnir. Hættustund hefst þegar hættustigi eða neyðarstigi almannavarna er lýst yfir og lýkur þegar því er aflýst. „Á hættustundu er lögreglustjóra heimilt að ákveða að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, þ.m.t. tilteknar fasteignir, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk. Fyrirmælum þessu er öllum skylt að hlíta,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að stefnt væri að því að slökkva seinustu kafla gróðureldanna í dag. Mikil skaðleg mengun hefur komið frá þurrum mosa síðustu daga sem hefur logað glatt eftir að hann komst í snertingu við eldheitt hraunið frá eldgosinu. Fylgjast má með stöðu eldgossins í vefmyndavél Vísis. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengd skjöl Göngukort_og_hættusvæðiPDF4.1MBSækja skjal
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Bjartsýnn að slökkvistarfi við gosstöðvar ljúki í dag Tekin verður ákvörðun eftir hádegi um opnun við gosstöðvar. Slökkvistarf hófst í morgun og hefur gengið vel. Unnið er að því að slökkva í síðasta kafla gróðurelda. 17. júlí 2023 11:59 Fóru inn á lokaðar gosstöðvarnar og þurftu hjálp björgunarsveita Gosstöðvarnar eru ennþá lokaðar en þær hafa verið það síðan síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Staðan verður endurmetin eftir hádegi í dag þegar viðbragðsaðilar hafa lokið fundi sínum. Leita þurfti að tveimur ferðamönnum í nótt. 17. júlí 2023 10:01 Áfram lokað að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg. 16. júlí 2023 09:40 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Bjartsýnn að slökkvistarfi við gosstöðvar ljúki í dag Tekin verður ákvörðun eftir hádegi um opnun við gosstöðvar. Slökkvistarf hófst í morgun og hefur gengið vel. Unnið er að því að slökkva í síðasta kafla gróðurelda. 17. júlí 2023 11:59
Fóru inn á lokaðar gosstöðvarnar og þurftu hjálp björgunarsveita Gosstöðvarnar eru ennþá lokaðar en þær hafa verið það síðan síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Staðan verður endurmetin eftir hádegi í dag þegar viðbragðsaðilar hafa lokið fundi sínum. Leita þurfti að tveimur ferðamönnum í nótt. 17. júlí 2023 10:01
Áfram lokað að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg. 16. júlí 2023 09:40