Íslenski boltinn

Jóhann Ægir frá út árið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, og Jóhann Ægir.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, og Jóhann Ægir.

Jóhann Ægir Arnarsson, varnarmaður FH í Bestu deild karla, mun ekki spila meira á þessari leiktíð eftir að slíta krossband í hné. Hann fer í aðgerð þann 9. ágúst og stefnir því í að hann missi einnig af meirihluta næstu leiktíðar.

Þetta staðfesti Jóhann Ægir í viðtali við Fótbolti.net í gær. Þar sagði hann að krossbandið hefði slitnað á æfingu í síðustu viku.

Jóhann Ægir er tvítugur varnarmaður sem lék sína fyrstu keppnisleiki fyrir FH árið 2021. Hann hefur spilað 51 KSÍ-leik fyrir FH og skorað 3 mörk.

Varnarmaðurinn hefur komið við sögu í 12 leikjum í sumar, 10 í deild og tveimur í bikar. Þá hefur hann skorað eitt mark, í 2-1 bikarsigri á Njarðvík.

FH er í 4. sæti Bestu deildar karla með 21 stig að loknum 13 leikjum. Liðið heimsækir KR í Bestu deild karla annað kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×