Ráðist í lagabreytingar í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2023 06:35 Þrír létust í brunanum. Vísir/Egill Innviðaráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brunavarna í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu til að tryggja að sem réttastar upplýsingar liggi fyrir á hverjum tíma um búsetu fólks. Þetta kemur fram í Samráðsgátt stjórnvalda þar sem vísað er til vinnu starfshóps sem ráðherra skipaði um úrbætur á brunavörnum í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu en verkefni hans var að fylgja eftir fjórum tillögum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem fram komu í skýrslu sem unnin var í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg 1. Þrír létust í brunanum. „Opinberar upplýsingar um búsetu í íbúðarhúsnæði byggja á lögheimils- og aðsetursskráningu hjá Þjóðskrá. Engar takmarkanir eru þó á fjölda lögheimilisskráninga á hverja íbúð sem býður upp á að mun fleiri séu skráðir til heimilis í íbúð en búa þar í raun. Raunverulegt aðsetur þessa fólks er þá á huldu,“ segir í Samráðsgáttinni. „Þá liggur fyrir að mikill fjöldi fólks, vel á 4 þúsund manns, er skráður óstaðsettur í hús í Þjóðskrá. Talið er að stór hluti þessa hóps hafi búsetu í svonefndu óleyfishúsnæði þar sem hvorki er heimilt að skrá lögheimili né aðsetur. Afar mikilvægt er út frá öryggissjónarmiðum að sem réttastar upplýsingar um búsetu fólks liggi fyrir á hverjum tíma. Snýr það m.a. að því að tryggja rétt viðbragð ef upp kemur vá, s.s. við bruna, en einnig að því að hægt sé að tryggja fullnægjandi eftirlit með brunavörnum í húsnæði sem nýtt er til búsetu.“ Einnig sé mikilvægt að eftirlitsaðilar hafi skýrar heimildir til eftirlits með húsnæði sem nýtt sé sem íbúðarhúsnæði og jafnframt að við brotum liggi skýr viðurlög sem hafi raunveruleg varnaðaráhrif. Því standi til að breyta lögum til að: - tryggja nauðsynlegar lagaheimildir til að takmarka fjölda lögheimilisskráninga í íbúð, - heimila tímabundnar aðsetursskráningar í annars konar húsnæði en íbúðarhúsnæði og eftir atvikum rýmka heimildir til veitingar húsnæðisbóta þannig að þær hvetji til réttrar skráningar aðseturs, - og tryggja fullnægjandi lagaheimildir til aðgangs að húsnæði og beitingu viðurlaga ef um brot er að ræða. Bruni á Bræðraborgarstíg Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Slysavarnir Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Þetta kemur fram í Samráðsgátt stjórnvalda þar sem vísað er til vinnu starfshóps sem ráðherra skipaði um úrbætur á brunavörnum í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu en verkefni hans var að fylgja eftir fjórum tillögum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem fram komu í skýrslu sem unnin var í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg 1. Þrír létust í brunanum. „Opinberar upplýsingar um búsetu í íbúðarhúsnæði byggja á lögheimils- og aðsetursskráningu hjá Þjóðskrá. Engar takmarkanir eru þó á fjölda lögheimilisskráninga á hverja íbúð sem býður upp á að mun fleiri séu skráðir til heimilis í íbúð en búa þar í raun. Raunverulegt aðsetur þessa fólks er þá á huldu,“ segir í Samráðsgáttinni. „Þá liggur fyrir að mikill fjöldi fólks, vel á 4 þúsund manns, er skráður óstaðsettur í hús í Þjóðskrá. Talið er að stór hluti þessa hóps hafi búsetu í svonefndu óleyfishúsnæði þar sem hvorki er heimilt að skrá lögheimili né aðsetur. Afar mikilvægt er út frá öryggissjónarmiðum að sem réttastar upplýsingar um búsetu fólks liggi fyrir á hverjum tíma. Snýr það m.a. að því að tryggja rétt viðbragð ef upp kemur vá, s.s. við bruna, en einnig að því að hægt sé að tryggja fullnægjandi eftirlit með brunavörnum í húsnæði sem nýtt er til búsetu.“ Einnig sé mikilvægt að eftirlitsaðilar hafi skýrar heimildir til eftirlits með húsnæði sem nýtt sé sem íbúðarhúsnæði og jafnframt að við brotum liggi skýr viðurlög sem hafi raunveruleg varnaðaráhrif. Því standi til að breyta lögum til að: - tryggja nauðsynlegar lagaheimildir til að takmarka fjölda lögheimilisskráninga í íbúð, - heimila tímabundnar aðsetursskráningar í annars konar húsnæði en íbúðarhúsnæði og eftir atvikum rýmka heimildir til veitingar húsnæðisbóta þannig að þær hvetji til réttrar skráningar aðseturs, - og tryggja fullnægjandi lagaheimildir til aðgangs að húsnæði og beitingu viðurlaga ef um brot er að ræða.
Bruni á Bræðraborgarstíg Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Slysavarnir Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira