Verð húsnæðis lækkaði á höfuðborgarsvæðinu Eiður Þór Árnason og Máni Snær Þorláksson skrifa 18. júlí 2023 16:31 Þetta er í fyrsta sinn sem vísitalan lækkar í hálft ár. vísir/vilhelm Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,1 prósent milli maí og júní. Vísitalan hækkaði um 0,7 prósent í mánuðinum á undan og hafði þá farið upp fjóra mánuði í röð. Tölfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) segir að heilt yfir sé íbúðaverð tiltölulega stöðugt. Síðastliðna sex mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,6 prósent og 2,7 prósent síðastliðið ár. Dregið hefur úr umsvifum á fasteignamarkaði samhliða vaxtahækkunum. Vísitalan er reiknuð af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og sýnir breytingar á vegnu meðaltali íbúðaverðs. Byggir útreikningurinn á kaupsamningum síðustu þriggja mánaða. Í nóvember, desember og janúar síðastliðnum, mældist lengsta samfellda lækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu síðan undir lok árs 2009 en í maí hafði sú lækkun gengið til baka og gott betur. Þróun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 1994. Fjölbýli lækkaði meira Sérbýlishluti vísitölunnar er 1003,3 í júní 2023 (miðað við verð í janúar 1994) og lækkaði um 0,9 prósent milli maí og júní. Þá er fjölbýlishluti vísitölunnar 958,1 í júní 2023 (miðað við verð í janúar 1994) og lækkaði milli mánaða um 1,1 prósent. Þetta kemur fram á vef HMS en birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs. Stofnunin skiptir íbúðarhúsnæði í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir níu flokka íbúðarhúsnæðis eftir að útgildi hafa verið hreinsuð út. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði. Verð tiltölulega stöðugt Þorsteinn Arnalds, tölfræðingur hjá HMS, segir í samtali við fréttastofu að varast beri að taka of mikið mark á einstaka gildum. Vísitalan hafi hækkað og lækkað síðustu mánuði en heilt yfir sé það merki um tiltölulega stöðugt verð. „Það eru oft miklar sveiflur í þessu og maður tekur ekkert kannski mikið mark á einstökum gildum sem slíkum, horfir frekar á þróunina til lengri tíma. Skilaboðin þar eru fyrst og fremst þau að nafnverðið hefur verið nokkurn veginn óbreytt undanfarið en þar með hefur, af því það er verðbólga, raunverðið heldur gefið eftir.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Íbúðamarkaður ekki kólnað eins og ætla hefði mátt“ Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli apríl og maí og hefur vísitalan nú hækkað fjóra mánuði í röð. 21. júní 2023 09:52 Snarhækkun íbúðaverðs kom hagfræðingum á óvart Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu snarhækkaði óvænt í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísitala íbúðaverðs hafði farið lækkandi mánuðina á undan, fyrir utan örlitla hækkun í febrúar. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir sérbýli eiga stóran þátt í hækkuninni. 19. apríl 2023 20:12 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Síðastliðna sex mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,6 prósent og 2,7 prósent síðastliðið ár. Dregið hefur úr umsvifum á fasteignamarkaði samhliða vaxtahækkunum. Vísitalan er reiknuð af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og sýnir breytingar á vegnu meðaltali íbúðaverðs. Byggir útreikningurinn á kaupsamningum síðustu þriggja mánaða. Í nóvember, desember og janúar síðastliðnum, mældist lengsta samfellda lækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu síðan undir lok árs 2009 en í maí hafði sú lækkun gengið til baka og gott betur. Þróun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 1994. Fjölbýli lækkaði meira Sérbýlishluti vísitölunnar er 1003,3 í júní 2023 (miðað við verð í janúar 1994) og lækkaði um 0,9 prósent milli maí og júní. Þá er fjölbýlishluti vísitölunnar 958,1 í júní 2023 (miðað við verð í janúar 1994) og lækkaði milli mánaða um 1,1 prósent. Þetta kemur fram á vef HMS en birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs. Stofnunin skiptir íbúðarhúsnæði í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir níu flokka íbúðarhúsnæðis eftir að útgildi hafa verið hreinsuð út. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði. Verð tiltölulega stöðugt Þorsteinn Arnalds, tölfræðingur hjá HMS, segir í samtali við fréttastofu að varast beri að taka of mikið mark á einstaka gildum. Vísitalan hafi hækkað og lækkað síðustu mánuði en heilt yfir sé það merki um tiltölulega stöðugt verð. „Það eru oft miklar sveiflur í þessu og maður tekur ekkert kannski mikið mark á einstökum gildum sem slíkum, horfir frekar á þróunina til lengri tíma. Skilaboðin þar eru fyrst og fremst þau að nafnverðið hefur verið nokkurn veginn óbreytt undanfarið en þar með hefur, af því það er verðbólga, raunverðið heldur gefið eftir.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Íbúðamarkaður ekki kólnað eins og ætla hefði mátt“ Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli apríl og maí og hefur vísitalan nú hækkað fjóra mánuði í röð. 21. júní 2023 09:52 Snarhækkun íbúðaverðs kom hagfræðingum á óvart Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu snarhækkaði óvænt í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísitala íbúðaverðs hafði farið lækkandi mánuðina á undan, fyrir utan örlitla hækkun í febrúar. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir sérbýli eiga stóran þátt í hækkuninni. 19. apríl 2023 20:12 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
„Íbúðamarkaður ekki kólnað eins og ætla hefði mátt“ Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli apríl og maí og hefur vísitalan nú hækkað fjóra mánuði í röð. 21. júní 2023 09:52
Snarhækkun íbúðaverðs kom hagfræðingum á óvart Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu snarhækkaði óvænt í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísitala íbúðaverðs hafði farið lækkandi mánuðina á undan, fyrir utan örlitla hækkun í febrúar. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir sérbýli eiga stóran þátt í hækkuninni. 19. apríl 2023 20:12