Verð húsnæðis lækkaði á höfuðborgarsvæðinu Eiður Þór Árnason og Máni Snær Þorláksson skrifa 18. júlí 2023 16:31 Þetta er í fyrsta sinn sem vísitalan lækkar í hálft ár. vísir/vilhelm Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,1 prósent milli maí og júní. Vísitalan hækkaði um 0,7 prósent í mánuðinum á undan og hafði þá farið upp fjóra mánuði í röð. Tölfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) segir að heilt yfir sé íbúðaverð tiltölulega stöðugt. Síðastliðna sex mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,6 prósent og 2,7 prósent síðastliðið ár. Dregið hefur úr umsvifum á fasteignamarkaði samhliða vaxtahækkunum. Vísitalan er reiknuð af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og sýnir breytingar á vegnu meðaltali íbúðaverðs. Byggir útreikningurinn á kaupsamningum síðustu þriggja mánaða. Í nóvember, desember og janúar síðastliðnum, mældist lengsta samfellda lækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu síðan undir lok árs 2009 en í maí hafði sú lækkun gengið til baka og gott betur. Þróun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 1994. Fjölbýli lækkaði meira Sérbýlishluti vísitölunnar er 1003,3 í júní 2023 (miðað við verð í janúar 1994) og lækkaði um 0,9 prósent milli maí og júní. Þá er fjölbýlishluti vísitölunnar 958,1 í júní 2023 (miðað við verð í janúar 1994) og lækkaði milli mánaða um 1,1 prósent. Þetta kemur fram á vef HMS en birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs. Stofnunin skiptir íbúðarhúsnæði í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir níu flokka íbúðarhúsnæðis eftir að útgildi hafa verið hreinsuð út. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði. Verð tiltölulega stöðugt Þorsteinn Arnalds, tölfræðingur hjá HMS, segir í samtali við fréttastofu að varast beri að taka of mikið mark á einstaka gildum. Vísitalan hafi hækkað og lækkað síðustu mánuði en heilt yfir sé það merki um tiltölulega stöðugt verð. „Það eru oft miklar sveiflur í þessu og maður tekur ekkert kannski mikið mark á einstökum gildum sem slíkum, horfir frekar á þróunina til lengri tíma. Skilaboðin þar eru fyrst og fremst þau að nafnverðið hefur verið nokkurn veginn óbreytt undanfarið en þar með hefur, af því það er verðbólga, raunverðið heldur gefið eftir.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Íbúðamarkaður ekki kólnað eins og ætla hefði mátt“ Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli apríl og maí og hefur vísitalan nú hækkað fjóra mánuði í röð. 21. júní 2023 09:52 Snarhækkun íbúðaverðs kom hagfræðingum á óvart Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu snarhækkaði óvænt í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísitala íbúðaverðs hafði farið lækkandi mánuðina á undan, fyrir utan örlitla hækkun í febrúar. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir sérbýli eiga stóran þátt í hækkuninni. 19. apríl 2023 20:12 Mest lesið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Loka verslun í Smáralind Neytendur Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Viðskipti erlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Sjá meira
Síðastliðna sex mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,6 prósent og 2,7 prósent síðastliðið ár. Dregið hefur úr umsvifum á fasteignamarkaði samhliða vaxtahækkunum. Vísitalan er reiknuð af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og sýnir breytingar á vegnu meðaltali íbúðaverðs. Byggir útreikningurinn á kaupsamningum síðustu þriggja mánaða. Í nóvember, desember og janúar síðastliðnum, mældist lengsta samfellda lækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu síðan undir lok árs 2009 en í maí hafði sú lækkun gengið til baka og gott betur. Þróun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 1994. Fjölbýli lækkaði meira Sérbýlishluti vísitölunnar er 1003,3 í júní 2023 (miðað við verð í janúar 1994) og lækkaði um 0,9 prósent milli maí og júní. Þá er fjölbýlishluti vísitölunnar 958,1 í júní 2023 (miðað við verð í janúar 1994) og lækkaði milli mánaða um 1,1 prósent. Þetta kemur fram á vef HMS en birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs. Stofnunin skiptir íbúðarhúsnæði í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir níu flokka íbúðarhúsnæðis eftir að útgildi hafa verið hreinsuð út. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði. Verð tiltölulega stöðugt Þorsteinn Arnalds, tölfræðingur hjá HMS, segir í samtali við fréttastofu að varast beri að taka of mikið mark á einstaka gildum. Vísitalan hafi hækkað og lækkað síðustu mánuði en heilt yfir sé það merki um tiltölulega stöðugt verð. „Það eru oft miklar sveiflur í þessu og maður tekur ekkert kannski mikið mark á einstökum gildum sem slíkum, horfir frekar á þróunina til lengri tíma. Skilaboðin þar eru fyrst og fremst þau að nafnverðið hefur verið nokkurn veginn óbreytt undanfarið en þar með hefur, af því það er verðbólga, raunverðið heldur gefið eftir.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Íbúðamarkaður ekki kólnað eins og ætla hefði mátt“ Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli apríl og maí og hefur vísitalan nú hækkað fjóra mánuði í röð. 21. júní 2023 09:52 Snarhækkun íbúðaverðs kom hagfræðingum á óvart Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu snarhækkaði óvænt í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísitala íbúðaverðs hafði farið lækkandi mánuðina á undan, fyrir utan örlitla hækkun í febrúar. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir sérbýli eiga stóran þátt í hækkuninni. 19. apríl 2023 20:12 Mest lesið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Loka verslun í Smáralind Neytendur Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Viðskipti erlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Sjá meira
„Íbúðamarkaður ekki kólnað eins og ætla hefði mátt“ Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli apríl og maí og hefur vísitalan nú hækkað fjóra mánuði í röð. 21. júní 2023 09:52
Snarhækkun íbúðaverðs kom hagfræðingum á óvart Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu snarhækkaði óvænt í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísitala íbúðaverðs hafði farið lækkandi mánuðina á undan, fyrir utan örlitla hækkun í febrúar. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir sérbýli eiga stóran þátt í hækkuninni. 19. apríl 2023 20:12