Síðustu dagar verið skrýtnir: „Þetta er náttúrulega þokkalega alvarlegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2023 08:00 Janus Daði er Noregsmeistari í handknattleik ásamt Sigvalda Birni Guðjónssyni og samherjum þeirra í Kolstad. Kolstad Janus Daði Smárason, landsliðsmaður Íslands í handbolta, samdi í dag við Meistaradeildarmeistara Madgeburg í Þýskalandi. Hann kveðst spenntur fyrir nýju verkefni eftir furðulega undanfarna daga. Janus Daði var leikmaður Kolstad í Noregi og var í liði tímabilsins í fyrra er liðið vann þrefalt heimafyrir. Félagið er í miklum fjárhagsvandræðum og ákvað Janus í samráði við klúbbinn að mæta ekki á fyrstu æfingu liðsins fyrir komandi tímabil vegna viðræðna sem áttu sér stað. „Ég var búinn að eiga samræður við klúbbinn um að ég myndi ekki mæta á meðan við værum að afgreiða málin. En norska pressan hefur gert þetta svolítið dramatískt,“ segir Janus Daði en mikið var ritað um ákvörðun hans að mæta ekki til æfinga þar ytra. Vegna fjárhagsörðugleika Kolstad þurfti að endursemja við alla leikmenn liðsins og þeir beðnir um að taka á sig um 30 prósentu launalækkun. Enn hafa samningsmál leikmanna ekki verið leyst, nema hjá Janusi sem er laus allra mála og kominn með samning við Magdeburg. „Ég vil nú ekki tjá mig mikið um hvernig þessi samningsmál hafa verið en það var ekkert í hendi í rauninni. Þó þetta kannski gangi upp hjá þeim á endanum þá fannst mér ég ekki geta tekið með inn í reikninginn að hlutirnir færu eins og við vonuðumst eftir og ákvað því bara að taka slaginn með Magdeburg þegar þeir heyrðu í mér,“ segir Janus Daði. Furðulegar aðstæður Hann segir síðustu daga og aðstæðurnar hafa verið skrýtnar. „Þetta er náttúrulega þokkalega alvarlegt. Staðan sem kom upp hérna úti og verið mjög sérstakar aðstæður í rauninni. Fyrir fjórum vikum hélt ég að ég myndi vera hérna til allavega 2025, og hef haldið það í tvö ár eiginlega,“ „Stólar maður á þetta? Er maður að fara að taka einhverja sénsa? Gengur þetta eða ekki?“ er á meðal þess sem fór í gegnum höfuðið á Janusi síðustu daga. „En svo kom þetta upp og mér fannst það svona helvíti spennandi og fann þegar ég lagðist á koddann á kvöldin að mér leið best með þessa ákvörðun.“ segir Janus. Tilbúinn að sýna sig í bestu deild heims Janus er þá afar spenntur fyrir tækifærinu að spila fyrir eitt sterkasta lið Evrópu. Hann sé staðráðinn í að nýta þetta tækifæri í þýsku úrvalsdeildinni þar sem hann lék áður með Göppingen frá 2020 til 2022. „Þetta er forréttindastaða fyrir mig að standa í. Að geta haft þennan möguleika að fara í Evrópulið sem eru Evrópumeistarar með bæði Gísla og Ómar sem eru þarna. Ég hef náttúrulega spilað áður með Ómari og svona,“ segir Janus en þeir Ómar voru liðsfélagar í Danmörku. „Svo þarna ertu bara koma í alvöru dæmi þar sem er barist um hvert stig og kemst í stressið sem fylgir því að spila í þýsku deildinni og þú mátt aldrei misstíga þig,“ „Mér finnst ég hafa undirbúið mig vel síðustu tvö til þrjú ár með líkamann og öxlina á mér sérstaklega, til að vera tilbúinn í alvöru slag aftur. Svo ég er bara spenntur og núna er mitt tækifæri til að sýna að ég á heima þarna,“ segir Janus Daði. Viðtalið við Janus má sjá í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Janus Daði til Magdeburg Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, er genginn í raðir Evrópumeistara Magdeburg frá Kolstad í Noregi. Hann skrifaði undir eins árs samning við þýska félagið. 18. júlí 2023 11:02 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Janus Daði var leikmaður Kolstad í Noregi og var í liði tímabilsins í fyrra er liðið vann þrefalt heimafyrir. Félagið er í miklum fjárhagsvandræðum og ákvað Janus í samráði við klúbbinn að mæta ekki á fyrstu æfingu liðsins fyrir komandi tímabil vegna viðræðna sem áttu sér stað. „Ég var búinn að eiga samræður við klúbbinn um að ég myndi ekki mæta á meðan við værum að afgreiða málin. En norska pressan hefur gert þetta svolítið dramatískt,“ segir Janus Daði en mikið var ritað um ákvörðun hans að mæta ekki til æfinga þar ytra. Vegna fjárhagsörðugleika Kolstad þurfti að endursemja við alla leikmenn liðsins og þeir beðnir um að taka á sig um 30 prósentu launalækkun. Enn hafa samningsmál leikmanna ekki verið leyst, nema hjá Janusi sem er laus allra mála og kominn með samning við Magdeburg. „Ég vil nú ekki tjá mig mikið um hvernig þessi samningsmál hafa verið en það var ekkert í hendi í rauninni. Þó þetta kannski gangi upp hjá þeim á endanum þá fannst mér ég ekki geta tekið með inn í reikninginn að hlutirnir færu eins og við vonuðumst eftir og ákvað því bara að taka slaginn með Magdeburg þegar þeir heyrðu í mér,“ segir Janus Daði. Furðulegar aðstæður Hann segir síðustu daga og aðstæðurnar hafa verið skrýtnar. „Þetta er náttúrulega þokkalega alvarlegt. Staðan sem kom upp hérna úti og verið mjög sérstakar aðstæður í rauninni. Fyrir fjórum vikum hélt ég að ég myndi vera hérna til allavega 2025, og hef haldið það í tvö ár eiginlega,“ „Stólar maður á þetta? Er maður að fara að taka einhverja sénsa? Gengur þetta eða ekki?“ er á meðal þess sem fór í gegnum höfuðið á Janusi síðustu daga. „En svo kom þetta upp og mér fannst það svona helvíti spennandi og fann þegar ég lagðist á koddann á kvöldin að mér leið best með þessa ákvörðun.“ segir Janus. Tilbúinn að sýna sig í bestu deild heims Janus er þá afar spenntur fyrir tækifærinu að spila fyrir eitt sterkasta lið Evrópu. Hann sé staðráðinn í að nýta þetta tækifæri í þýsku úrvalsdeildinni þar sem hann lék áður með Göppingen frá 2020 til 2022. „Þetta er forréttindastaða fyrir mig að standa í. Að geta haft þennan möguleika að fara í Evrópulið sem eru Evrópumeistarar með bæði Gísla og Ómar sem eru þarna. Ég hef náttúrulega spilað áður með Ómari og svona,“ segir Janus en þeir Ómar voru liðsfélagar í Danmörku. „Svo þarna ertu bara koma í alvöru dæmi þar sem er barist um hvert stig og kemst í stressið sem fylgir því að spila í þýsku deildinni og þú mátt aldrei misstíga þig,“ „Mér finnst ég hafa undirbúið mig vel síðustu tvö til þrjú ár með líkamann og öxlina á mér sérstaklega, til að vera tilbúinn í alvöru slag aftur. Svo ég er bara spenntur og núna er mitt tækifæri til að sýna að ég á heima þarna,“ segir Janus Daði. Viðtalið við Janus má sjá í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Janus Daði til Magdeburg Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, er genginn í raðir Evrópumeistara Magdeburg frá Kolstad í Noregi. Hann skrifaði undir eins árs samning við þýska félagið. 18. júlí 2023 11:02 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Janus Daði til Magdeburg Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, er genginn í raðir Evrópumeistara Magdeburg frá Kolstad í Noregi. Hann skrifaði undir eins árs samning við þýska félagið. 18. júlí 2023 11:02
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða