Síðustu dagar verið skrýtnir: „Þetta er náttúrulega þokkalega alvarlegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2023 08:00 Janus Daði er Noregsmeistari í handknattleik ásamt Sigvalda Birni Guðjónssyni og samherjum þeirra í Kolstad. Kolstad Janus Daði Smárason, landsliðsmaður Íslands í handbolta, samdi í dag við Meistaradeildarmeistara Madgeburg í Þýskalandi. Hann kveðst spenntur fyrir nýju verkefni eftir furðulega undanfarna daga. Janus Daði var leikmaður Kolstad í Noregi og var í liði tímabilsins í fyrra er liðið vann þrefalt heimafyrir. Félagið er í miklum fjárhagsvandræðum og ákvað Janus í samráði við klúbbinn að mæta ekki á fyrstu æfingu liðsins fyrir komandi tímabil vegna viðræðna sem áttu sér stað. „Ég var búinn að eiga samræður við klúbbinn um að ég myndi ekki mæta á meðan við værum að afgreiða málin. En norska pressan hefur gert þetta svolítið dramatískt,“ segir Janus Daði en mikið var ritað um ákvörðun hans að mæta ekki til æfinga þar ytra. Vegna fjárhagsörðugleika Kolstad þurfti að endursemja við alla leikmenn liðsins og þeir beðnir um að taka á sig um 30 prósentu launalækkun. Enn hafa samningsmál leikmanna ekki verið leyst, nema hjá Janusi sem er laus allra mála og kominn með samning við Magdeburg. „Ég vil nú ekki tjá mig mikið um hvernig þessi samningsmál hafa verið en það var ekkert í hendi í rauninni. Þó þetta kannski gangi upp hjá þeim á endanum þá fannst mér ég ekki geta tekið með inn í reikninginn að hlutirnir færu eins og við vonuðumst eftir og ákvað því bara að taka slaginn með Magdeburg þegar þeir heyrðu í mér,“ segir Janus Daði. Furðulegar aðstæður Hann segir síðustu daga og aðstæðurnar hafa verið skrýtnar. „Þetta er náttúrulega þokkalega alvarlegt. Staðan sem kom upp hérna úti og verið mjög sérstakar aðstæður í rauninni. Fyrir fjórum vikum hélt ég að ég myndi vera hérna til allavega 2025, og hef haldið það í tvö ár eiginlega,“ „Stólar maður á þetta? Er maður að fara að taka einhverja sénsa? Gengur þetta eða ekki?“ er á meðal þess sem fór í gegnum höfuðið á Janusi síðustu daga. „En svo kom þetta upp og mér fannst það svona helvíti spennandi og fann þegar ég lagðist á koddann á kvöldin að mér leið best með þessa ákvörðun.“ segir Janus. Tilbúinn að sýna sig í bestu deild heims Janus er þá afar spenntur fyrir tækifærinu að spila fyrir eitt sterkasta lið Evrópu. Hann sé staðráðinn í að nýta þetta tækifæri í þýsku úrvalsdeildinni þar sem hann lék áður með Göppingen frá 2020 til 2022. „Þetta er forréttindastaða fyrir mig að standa í. Að geta haft þennan möguleika að fara í Evrópulið sem eru Evrópumeistarar með bæði Gísla og Ómar sem eru þarna. Ég hef náttúrulega spilað áður með Ómari og svona,“ segir Janus en þeir Ómar voru liðsfélagar í Danmörku. „Svo þarna ertu bara koma í alvöru dæmi þar sem er barist um hvert stig og kemst í stressið sem fylgir því að spila í þýsku deildinni og þú mátt aldrei misstíga þig,“ „Mér finnst ég hafa undirbúið mig vel síðustu tvö til þrjú ár með líkamann og öxlina á mér sérstaklega, til að vera tilbúinn í alvöru slag aftur. Svo ég er bara spenntur og núna er mitt tækifæri til að sýna að ég á heima þarna,“ segir Janus Daði. Viðtalið við Janus má sjá í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Janus Daði til Magdeburg Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, er genginn í raðir Evrópumeistara Magdeburg frá Kolstad í Noregi. Hann skrifaði undir eins árs samning við þýska félagið. 18. júlí 2023 11:02 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Janus Daði var leikmaður Kolstad í Noregi og var í liði tímabilsins í fyrra er liðið vann þrefalt heimafyrir. Félagið er í miklum fjárhagsvandræðum og ákvað Janus í samráði við klúbbinn að mæta ekki á fyrstu æfingu liðsins fyrir komandi tímabil vegna viðræðna sem áttu sér stað. „Ég var búinn að eiga samræður við klúbbinn um að ég myndi ekki mæta á meðan við værum að afgreiða málin. En norska pressan hefur gert þetta svolítið dramatískt,“ segir Janus Daði en mikið var ritað um ákvörðun hans að mæta ekki til æfinga þar ytra. Vegna fjárhagsörðugleika Kolstad þurfti að endursemja við alla leikmenn liðsins og þeir beðnir um að taka á sig um 30 prósentu launalækkun. Enn hafa samningsmál leikmanna ekki verið leyst, nema hjá Janusi sem er laus allra mála og kominn með samning við Magdeburg. „Ég vil nú ekki tjá mig mikið um hvernig þessi samningsmál hafa verið en það var ekkert í hendi í rauninni. Þó þetta kannski gangi upp hjá þeim á endanum þá fannst mér ég ekki geta tekið með inn í reikninginn að hlutirnir færu eins og við vonuðumst eftir og ákvað því bara að taka slaginn með Magdeburg þegar þeir heyrðu í mér,“ segir Janus Daði. Furðulegar aðstæður Hann segir síðustu daga og aðstæðurnar hafa verið skrýtnar. „Þetta er náttúrulega þokkalega alvarlegt. Staðan sem kom upp hérna úti og verið mjög sérstakar aðstæður í rauninni. Fyrir fjórum vikum hélt ég að ég myndi vera hérna til allavega 2025, og hef haldið það í tvö ár eiginlega,“ „Stólar maður á þetta? Er maður að fara að taka einhverja sénsa? Gengur þetta eða ekki?“ er á meðal þess sem fór í gegnum höfuðið á Janusi síðustu daga. „En svo kom þetta upp og mér fannst það svona helvíti spennandi og fann þegar ég lagðist á koddann á kvöldin að mér leið best með þessa ákvörðun.“ segir Janus. Tilbúinn að sýna sig í bestu deild heims Janus er þá afar spenntur fyrir tækifærinu að spila fyrir eitt sterkasta lið Evrópu. Hann sé staðráðinn í að nýta þetta tækifæri í þýsku úrvalsdeildinni þar sem hann lék áður með Göppingen frá 2020 til 2022. „Þetta er forréttindastaða fyrir mig að standa í. Að geta haft þennan möguleika að fara í Evrópulið sem eru Evrópumeistarar með bæði Gísla og Ómar sem eru þarna. Ég hef náttúrulega spilað áður með Ómari og svona,“ segir Janus en þeir Ómar voru liðsfélagar í Danmörku. „Svo þarna ertu bara koma í alvöru dæmi þar sem er barist um hvert stig og kemst í stressið sem fylgir því að spila í þýsku deildinni og þú mátt aldrei misstíga þig,“ „Mér finnst ég hafa undirbúið mig vel síðustu tvö til þrjú ár með líkamann og öxlina á mér sérstaklega, til að vera tilbúinn í alvöru slag aftur. Svo ég er bara spenntur og núna er mitt tækifæri til að sýna að ég á heima þarna,“ segir Janus Daði. Viðtalið við Janus má sjá í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Janus Daði til Magdeburg Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, er genginn í raðir Evrópumeistara Magdeburg frá Kolstad í Noregi. Hann skrifaði undir eins árs samning við þýska félagið. 18. júlí 2023 11:02 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Janus Daði til Magdeburg Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, er genginn í raðir Evrópumeistara Magdeburg frá Kolstad í Noregi. Hann skrifaði undir eins árs samning við þýska félagið. 18. júlí 2023 11:02