Fann ekki draumakjólinn svo hún saumaði hann sjálf Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. júlí 2023 11:31 Aníta Björt er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Myndlistarkonan og tískuunnandinn Aníta Björt Sigurjónsdóttir hefur verið búsett í Mílanó undanfarin ár og segir stíl sinn í stöðugri breytingu. Hún var að opna vefverslunina Mamma Mia Vintage ásamt vinkonu sinni Sigrúnu Guðnýju þar sem handvalin notuð föt frá Ítalíu eru í forgrunni en þær verða með svokallaðan „Pop Up“ viðburð á Bankastræti 12 um helgina. Aníta Björt er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Aníta Björt rekur vefverslunina Mamma Mia Vintage. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það er svo margt sem mér finnst skemmtilegt við tísku en eitt sem ég elska er hvað þú getur sýnt persónuleikann þinn í gegnum hvernig þú klæðir þig. Mér finnst einnig mjög gaman hvað tíska breytist hratt og hvað ég breyti hratt um skoðun á hvað mér finnst ekki flott á ákveðnum tímapunkti og svo flott nokkrum mánuðum seinna. Aníta elskar breytileika tískunnar.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín núna er pels frá Mamma Mia vintage. Ég elska að geta bara hent mér í hann yfir hvaða outfit sem er og það verður strax geggjað, sama hvað er undir honum. Svo eru eiginlega allar poka (e. baggy) gallabuxurnar mínar í uppáhaldi. Pelsinn er í miklu uppáhaldi hjá Anítu. Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég eyði annað hvort mjög miklum tíma eða nánast engum tíma þegar ég vel föt. Ég vanalega vel mér fötin fyrir svefninn ef ég er að vakna snemma á morgnana, ef ég geri það ekki þá skipti ég nokkrum sinnum um skoðun áður en ég kemst út um dyrnar og öll fötin enda út um allt. Aníta tekur annað hvort mjög langan tíma í að finna sér föt eða engan tíma. Pokabuxur eru í miklu uppáhaldi hjá henni.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Það sem er mest einkennandi við minn stíl eru áberandi jakkar, ég hef alltaf elskað þá og þeir eru mjög stór partur af hverju og einasta outfitti. Mér finnst alltaf vanta eitthvað upp á þegar ég er ekki í jakka. Annars er stíllinn minn mikið út um allt og myndi ég segja að það sé smá eins og ég sé með nokkra mismunandi stíla í einu. Það fer í rauninni eftir hvernig mér líður hvern dag og hvaða ímynd ég vil gefa frá mér. Aníta klæðir sig eftir því hvaða ímynd hún vill gefa af sér hverju sinni.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já stíllinn minn hefur breyst mjög mikið og er alltaf að breytast. Mér finnst ég einhvern veginn alltaf aðlaga stílinn minn að umhverfinu mínu eða fá innblástur frá fólkinu í kringum mig sem gerir það að verkum að hann breytist hratt og oft. Aníta segist stöðugt aðlaga stíl sinn að umhverfinu.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki helst innblástur frá fólki í kringum mig og þá sérstaklega í tískuborginni Mílanó sem ég hef verið búsett síðastliðið ár. Aníta sækir mikinn innblástur í fólkið í kringum sig. Með henni á myndinni er Sigrún Guðný en saman reka þær Mamma Mia Vintage. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég er ekki mikið fyrir að setja reglur þegar það kemur að tísku en mér finnst mikilvægast að klæða sig nákvæmlega eins og þú villt og ekki hugsa hvað er í tísku eða hvað öðrum finnst. Svo ef það er eitthvað sem ég myndi alls ekki klæðast þá eru það óþægilegar buxur. Aníta saumaði kjól fyrir afmælið sitt eftir að hún var búin að leita út um allt en fann hvergi rétta kjólinn.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það er líklegast kjóllinn sem ég saumaði fyrir afmælið mitt. Ég var búin að leita út um allt af kjól en fann hvergi það sem ég hafði ímyndað mér að vera í. Svo á ég mikið af fallegum vintage flíkum sem ég hef keypt mér á mörkuðum um alla Ítalíu. Þær flíkur eru einhvern veginn alltaf meira eftirminnilegri heldur en flík sem ég kaupi nýja út í búð. Aníta elskar að para saman flíkum sem væru almennt ekki taldar passa saman.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Það sem ég elska að fara eftir er að setja saman flíkur sem í raun eiga ekki að passa saman. Þegar ég geri það þá finnst ég alltaf koma upp með flottustu outfittin. Mér finnst líka mjög gott að passa að flíkin sé í réttu sniði fyrir þig og þinn líkama, flíkur sem ég hef keypt með það í huga hef ég alltaf notað lang mest. Aníta verslar mikið notuð föt og þá sérstaklega á Ítalíu.Aðsend Hér má fylgjast með Anítu á samfélagsmiðlinum Instagram og hér má fylgjast með Mamma Mia Vintage. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Mikil upplifun að vera uppstríluð á tískuviku með ljósmyndara á eftir sér Grafíski hönnuðurinn Embla Óðinsdóttir elskar tísku og notar hana ítrekað til að tjá sína líðan. Embla, sem er búsett í Kaupmannahöfn, segir erfitt að velja sína uppáhalds flík þar sem nánast öll fötin hennar eru í uppáhaldi en gerði þó mögulega bestu kaup sögunnar eitt sinn á Akureyri þegar hún keypti leðurjakka og loðvesti saman á 700 krónur. Embla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 15. júlí 2023 11:30 „Hef lært með árunum að álit annarra á mér kemur mér bara ekkert við“ Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg lýsir stílnum sínum sem tímalausum og stílhreinum en elskar þó stundum að leika sér með æpandi liti. Hann fer sínar eigin leiðir í tískunni, leggur upp úr því að klæða sig fyrir sjálfan sig og segir stíl sinn hafa þróast í einfaldari átt á undanförnum árum. Birkir Már er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 8. júlí 2023 11:31 „Karlmenn voru með særandi athugasemdir og reyndu við mig á niðrandi hátt“ Dansarinn Bjartey Elín elskar að leika sér með ólíkar týpur þegar það kemur að klæðaburði og rugla aðeins í norminu. Hún er óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali og rannsaka hvernig framkoma annarra getur breyst eftir því hverju hún klæðist. Bjartey Elín er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1. júlí 2023 11:30 Eftirminnilegast að koma fram í kjól frá Eivöru Tónlistarmaðurinn, leiklistaneminn og lífskúnstnerinn Kristinn Óli Haraldsson, jafnan þekktur sem Króli, hefur gaman að margbreytileika tískunnar. Hann segist duglegur að fá föt af foreldrum sínum að láni og sækir tískuinnblásturinn meðal annars til þeirra. Undanfarin ár hefur stíllinn hans breyst í það sem kalla mætti „fullorðinslegri“ átt og segist hann ekki vita hvort samfélagslegur þrýstingur spili þar inn í. Króli er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 24. júní 2023 11:30 Fór loksins að taka pláss: „Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil,“ segir þroskaþjálfinn Íris Svava Pálmadóttir, sem er jafnframt talskona jákvæðrar líkamsímyndar. Hún hélt lengi að hún þyrfti að fela sig með klæðaburði en með aldrinum fór hún að verða óhræddari við að fylgja sínu og skína skært. Íris Svava er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. maí 2023 11:31 „Í lok dags er fatnaður líka bara rassagardínur“ Dansarinn, fyrirsætan og lífskúnstnerinn Karítas Lotta býr yfir einstökum persónulegum stíl, leikur sér með hann og er óhrædd við að þróa hann. Lotta, eins og hún er gjarnan kölluð, er ekki hrifin af boðum og bönnum og segir það alls ekki sitt að dæma hvernig aðrir tjá sig í gegnum tískuna, þess þá heldur eigi að fagna fjölbreytileikanum. Lotta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. maí 2023 11:31 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Aníta Björt rekur vefverslunina Mamma Mia Vintage. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það er svo margt sem mér finnst skemmtilegt við tísku en eitt sem ég elska er hvað þú getur sýnt persónuleikann þinn í gegnum hvernig þú klæðir þig. Mér finnst einnig mjög gaman hvað tíska breytist hratt og hvað ég breyti hratt um skoðun á hvað mér finnst ekki flott á ákveðnum tímapunkti og svo flott nokkrum mánuðum seinna. Aníta elskar breytileika tískunnar.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín núna er pels frá Mamma Mia vintage. Ég elska að geta bara hent mér í hann yfir hvaða outfit sem er og það verður strax geggjað, sama hvað er undir honum. Svo eru eiginlega allar poka (e. baggy) gallabuxurnar mínar í uppáhaldi. Pelsinn er í miklu uppáhaldi hjá Anítu. Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég eyði annað hvort mjög miklum tíma eða nánast engum tíma þegar ég vel föt. Ég vanalega vel mér fötin fyrir svefninn ef ég er að vakna snemma á morgnana, ef ég geri það ekki þá skipti ég nokkrum sinnum um skoðun áður en ég kemst út um dyrnar og öll fötin enda út um allt. Aníta tekur annað hvort mjög langan tíma í að finna sér föt eða engan tíma. Pokabuxur eru í miklu uppáhaldi hjá henni.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Það sem er mest einkennandi við minn stíl eru áberandi jakkar, ég hef alltaf elskað þá og þeir eru mjög stór partur af hverju og einasta outfitti. Mér finnst alltaf vanta eitthvað upp á þegar ég er ekki í jakka. Annars er stíllinn minn mikið út um allt og myndi ég segja að það sé smá eins og ég sé með nokkra mismunandi stíla í einu. Það fer í rauninni eftir hvernig mér líður hvern dag og hvaða ímynd ég vil gefa frá mér. Aníta klæðir sig eftir því hvaða ímynd hún vill gefa af sér hverju sinni.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já stíllinn minn hefur breyst mjög mikið og er alltaf að breytast. Mér finnst ég einhvern veginn alltaf aðlaga stílinn minn að umhverfinu mínu eða fá innblástur frá fólkinu í kringum mig sem gerir það að verkum að hann breytist hratt og oft. Aníta segist stöðugt aðlaga stíl sinn að umhverfinu.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki helst innblástur frá fólki í kringum mig og þá sérstaklega í tískuborginni Mílanó sem ég hef verið búsett síðastliðið ár. Aníta sækir mikinn innblástur í fólkið í kringum sig. Með henni á myndinni er Sigrún Guðný en saman reka þær Mamma Mia Vintage. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég er ekki mikið fyrir að setja reglur þegar það kemur að tísku en mér finnst mikilvægast að klæða sig nákvæmlega eins og þú villt og ekki hugsa hvað er í tísku eða hvað öðrum finnst. Svo ef það er eitthvað sem ég myndi alls ekki klæðast þá eru það óþægilegar buxur. Aníta saumaði kjól fyrir afmælið sitt eftir að hún var búin að leita út um allt en fann hvergi rétta kjólinn.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það er líklegast kjóllinn sem ég saumaði fyrir afmælið mitt. Ég var búin að leita út um allt af kjól en fann hvergi það sem ég hafði ímyndað mér að vera í. Svo á ég mikið af fallegum vintage flíkum sem ég hef keypt mér á mörkuðum um alla Ítalíu. Þær flíkur eru einhvern veginn alltaf meira eftirminnilegri heldur en flík sem ég kaupi nýja út í búð. Aníta elskar að para saman flíkum sem væru almennt ekki taldar passa saman.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Það sem ég elska að fara eftir er að setja saman flíkur sem í raun eiga ekki að passa saman. Þegar ég geri það þá finnst ég alltaf koma upp með flottustu outfittin. Mér finnst líka mjög gott að passa að flíkin sé í réttu sniði fyrir þig og þinn líkama, flíkur sem ég hef keypt með það í huga hef ég alltaf notað lang mest. Aníta verslar mikið notuð föt og þá sérstaklega á Ítalíu.Aðsend Hér má fylgjast með Anítu á samfélagsmiðlinum Instagram og hér má fylgjast með Mamma Mia Vintage.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Mikil upplifun að vera uppstríluð á tískuviku með ljósmyndara á eftir sér Grafíski hönnuðurinn Embla Óðinsdóttir elskar tísku og notar hana ítrekað til að tjá sína líðan. Embla, sem er búsett í Kaupmannahöfn, segir erfitt að velja sína uppáhalds flík þar sem nánast öll fötin hennar eru í uppáhaldi en gerði þó mögulega bestu kaup sögunnar eitt sinn á Akureyri þegar hún keypti leðurjakka og loðvesti saman á 700 krónur. Embla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 15. júlí 2023 11:30 „Hef lært með árunum að álit annarra á mér kemur mér bara ekkert við“ Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg lýsir stílnum sínum sem tímalausum og stílhreinum en elskar þó stundum að leika sér með æpandi liti. Hann fer sínar eigin leiðir í tískunni, leggur upp úr því að klæða sig fyrir sjálfan sig og segir stíl sinn hafa þróast í einfaldari átt á undanförnum árum. Birkir Már er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 8. júlí 2023 11:31 „Karlmenn voru með særandi athugasemdir og reyndu við mig á niðrandi hátt“ Dansarinn Bjartey Elín elskar að leika sér með ólíkar týpur þegar það kemur að klæðaburði og rugla aðeins í norminu. Hún er óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali og rannsaka hvernig framkoma annarra getur breyst eftir því hverju hún klæðist. Bjartey Elín er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1. júlí 2023 11:30 Eftirminnilegast að koma fram í kjól frá Eivöru Tónlistarmaðurinn, leiklistaneminn og lífskúnstnerinn Kristinn Óli Haraldsson, jafnan þekktur sem Króli, hefur gaman að margbreytileika tískunnar. Hann segist duglegur að fá föt af foreldrum sínum að láni og sækir tískuinnblásturinn meðal annars til þeirra. Undanfarin ár hefur stíllinn hans breyst í það sem kalla mætti „fullorðinslegri“ átt og segist hann ekki vita hvort samfélagslegur þrýstingur spili þar inn í. Króli er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 24. júní 2023 11:30 Fór loksins að taka pláss: „Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil,“ segir þroskaþjálfinn Íris Svava Pálmadóttir, sem er jafnframt talskona jákvæðrar líkamsímyndar. Hún hélt lengi að hún þyrfti að fela sig með klæðaburði en með aldrinum fór hún að verða óhræddari við að fylgja sínu og skína skært. Íris Svava er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. maí 2023 11:31 „Í lok dags er fatnaður líka bara rassagardínur“ Dansarinn, fyrirsætan og lífskúnstnerinn Karítas Lotta býr yfir einstökum persónulegum stíl, leikur sér með hann og er óhrædd við að þróa hann. Lotta, eins og hún er gjarnan kölluð, er ekki hrifin af boðum og bönnum og segir það alls ekki sitt að dæma hvernig aðrir tjá sig í gegnum tískuna, þess þá heldur eigi að fagna fjölbreytileikanum. Lotta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. maí 2023 11:31 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Mikil upplifun að vera uppstríluð á tískuviku með ljósmyndara á eftir sér Grafíski hönnuðurinn Embla Óðinsdóttir elskar tísku og notar hana ítrekað til að tjá sína líðan. Embla, sem er búsett í Kaupmannahöfn, segir erfitt að velja sína uppáhalds flík þar sem nánast öll fötin hennar eru í uppáhaldi en gerði þó mögulega bestu kaup sögunnar eitt sinn á Akureyri þegar hún keypti leðurjakka og loðvesti saman á 700 krónur. Embla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 15. júlí 2023 11:30
„Hef lært með árunum að álit annarra á mér kemur mér bara ekkert við“ Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg lýsir stílnum sínum sem tímalausum og stílhreinum en elskar þó stundum að leika sér með æpandi liti. Hann fer sínar eigin leiðir í tískunni, leggur upp úr því að klæða sig fyrir sjálfan sig og segir stíl sinn hafa þróast í einfaldari átt á undanförnum árum. Birkir Már er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 8. júlí 2023 11:31
„Karlmenn voru með særandi athugasemdir og reyndu við mig á niðrandi hátt“ Dansarinn Bjartey Elín elskar að leika sér með ólíkar týpur þegar það kemur að klæðaburði og rugla aðeins í norminu. Hún er óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali og rannsaka hvernig framkoma annarra getur breyst eftir því hverju hún klæðist. Bjartey Elín er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1. júlí 2023 11:30
Eftirminnilegast að koma fram í kjól frá Eivöru Tónlistarmaðurinn, leiklistaneminn og lífskúnstnerinn Kristinn Óli Haraldsson, jafnan þekktur sem Króli, hefur gaman að margbreytileika tískunnar. Hann segist duglegur að fá föt af foreldrum sínum að láni og sækir tískuinnblásturinn meðal annars til þeirra. Undanfarin ár hefur stíllinn hans breyst í það sem kalla mætti „fullorðinslegri“ átt og segist hann ekki vita hvort samfélagslegur þrýstingur spili þar inn í. Króli er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 24. júní 2023 11:30
Fór loksins að taka pláss: „Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil,“ segir þroskaþjálfinn Íris Svava Pálmadóttir, sem er jafnframt talskona jákvæðrar líkamsímyndar. Hún hélt lengi að hún þyrfti að fela sig með klæðaburði en með aldrinum fór hún að verða óhræddari við að fylgja sínu og skína skært. Íris Svava er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. maí 2023 11:31
„Í lok dags er fatnaður líka bara rassagardínur“ Dansarinn, fyrirsætan og lífskúnstnerinn Karítas Lotta býr yfir einstökum persónulegum stíl, leikur sér með hann og er óhrædd við að þróa hann. Lotta, eins og hún er gjarnan kölluð, er ekki hrifin af boðum og bönnum og segir það alls ekki sitt að dæma hvernig aðrir tjá sig í gegnum tískuna, þess þá heldur eigi að fagna fjölbreytileikanum. Lotta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. maí 2023 11:31