Guðjón Pétur var ekki með kynþáttaníð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. júlí 2023 17:37 Guðjón Pétur fagnar í leik með Grindavík fyrr í sumar. mynd/petra rós Mikil læti voru eftir leik Gróttu og Grindavíkur í Lengjudeild karla á Seltjarnarnesinu á sunnudag. Málið hafnaði á borði aganefndar KSÍ í gær. Grindvíkingurinn Guðjón Pétur Lýðsson var sagður hafa setið fyrir leikmanni Gróttu við búningsklefana og í kjölfarið upphófust mikil læti þar sem margir komu við sögu. „Við vorum bara tveir þarna og svo kom eitthvað fólk og mér var nú bara ýtt inn í klefa og það urðu nú einhver slagsmál hjá öðrum en mér eftir það. Þannig að ég held að þessi saga sé að verða helvíti skemmtileg,“ sagði Guðjón Pétur við Vísi eftir leik. „Þetta voru bara einhverjar ryskingar og áfram gakk. Þetta er í svona fimmhundruðþúsundasta skipti sem maður hefur orðið vitni af einhverju svona í lífinu.“ Vísir fékk í kjölfarið nokkrar ábendingar um að Ívan Óli Santos, leikmaður Gróttu, hefði verið beittur kynþáttaníði í látunum. Í upprunalegri frétt Vísis um málið var sagt að orðrómur hefði verið um að Guðjón Pétur væri sá seki þar. Það var dregið til baka í uppfærðri frétt daginn eftir og Vísir hefur nú sannreynt að Guðjón kom þar hvergi nærri. Íþróttadeild biður Guðjón Pétur afsökunar á því að hafa dregið nafn hans í þann anga málsins á því stigi. Dómur í málinu á morgun Vísir hefur talað við fjölda manns vegna málsins. Einhverjir sem voru í átökunum töldu sig hafa heyrt kynþáttaníð en geta ekki bent á hvaðan það kom enda voru margir í hasarnum eins og áður segir. Sá angi málsins var heldur ekki til umfjöllunar hjá aganefnd í gær og verður ekki meira aðhafst vegna meints kynþáttaníðs af hálfu félaganna. Slagsmálin voru aftur á móti á borði aganefndar og hafa félögin verið beðin um skila greinargerð vegna þeirra. Úrskurður aganefndar út af hasarnum ætti að liggja fyrir á morgun. Lengjudeild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Gróttumenn þokast upp töfluna | Lánleysi Grindvíkinga heldur áfram Heil umferð verður leikin í Lengjudeild karla í dag. Skagamenn náðu ekki að skjóta sér í 2. sætið en þeir gerðu jafntefli heima gegn Vestra 1-1. 16. júlí 2023 15:55 Guðjón Pétur sakaður um að ráðast á mótherja: „Það er bara bull“ Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur í Lengjudeild karla í knattspyrnu, er sakaður um að ráðast á mótherja sinn eftir leik liðsins gegn Gróttu í kvöld. Guðjón þvertekur fyrir að þetta atvik hafi átt sér stað. 16. júlí 2023 20:51 Starfsmaður Grindavíkur hlaut skurð eftir spark frá leikmanni Gróttu Grindvíkingar taka undir yfirlýsingu Gróttu sem félagið sendi frá sér eftir hitaleik í Lengjudeild karla í gær. Þeir segja þó rangt að starfsmaður Grindavíkur hafi ráðist á leikmann Gróttu og starfsmaðurinn hafi sjálfur orðið fyrir árás. Grindvíkingar eru ósáttir við fréttaflutning af málinu. 17. júlí 2023 12:16 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Sjá meira
Grindvíkingurinn Guðjón Pétur Lýðsson var sagður hafa setið fyrir leikmanni Gróttu við búningsklefana og í kjölfarið upphófust mikil læti þar sem margir komu við sögu. „Við vorum bara tveir þarna og svo kom eitthvað fólk og mér var nú bara ýtt inn í klefa og það urðu nú einhver slagsmál hjá öðrum en mér eftir það. Þannig að ég held að þessi saga sé að verða helvíti skemmtileg,“ sagði Guðjón Pétur við Vísi eftir leik. „Þetta voru bara einhverjar ryskingar og áfram gakk. Þetta er í svona fimmhundruðþúsundasta skipti sem maður hefur orðið vitni af einhverju svona í lífinu.“ Vísir fékk í kjölfarið nokkrar ábendingar um að Ívan Óli Santos, leikmaður Gróttu, hefði verið beittur kynþáttaníði í látunum. Í upprunalegri frétt Vísis um málið var sagt að orðrómur hefði verið um að Guðjón Pétur væri sá seki þar. Það var dregið til baka í uppfærðri frétt daginn eftir og Vísir hefur nú sannreynt að Guðjón kom þar hvergi nærri. Íþróttadeild biður Guðjón Pétur afsökunar á því að hafa dregið nafn hans í þann anga málsins á því stigi. Dómur í málinu á morgun Vísir hefur talað við fjölda manns vegna málsins. Einhverjir sem voru í átökunum töldu sig hafa heyrt kynþáttaníð en geta ekki bent á hvaðan það kom enda voru margir í hasarnum eins og áður segir. Sá angi málsins var heldur ekki til umfjöllunar hjá aganefnd í gær og verður ekki meira aðhafst vegna meints kynþáttaníðs af hálfu félaganna. Slagsmálin voru aftur á móti á borði aganefndar og hafa félögin verið beðin um skila greinargerð vegna þeirra. Úrskurður aganefndar út af hasarnum ætti að liggja fyrir á morgun.
Lengjudeild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Gróttumenn þokast upp töfluna | Lánleysi Grindvíkinga heldur áfram Heil umferð verður leikin í Lengjudeild karla í dag. Skagamenn náðu ekki að skjóta sér í 2. sætið en þeir gerðu jafntefli heima gegn Vestra 1-1. 16. júlí 2023 15:55 Guðjón Pétur sakaður um að ráðast á mótherja: „Það er bara bull“ Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur í Lengjudeild karla í knattspyrnu, er sakaður um að ráðast á mótherja sinn eftir leik liðsins gegn Gróttu í kvöld. Guðjón þvertekur fyrir að þetta atvik hafi átt sér stað. 16. júlí 2023 20:51 Starfsmaður Grindavíkur hlaut skurð eftir spark frá leikmanni Gróttu Grindvíkingar taka undir yfirlýsingu Gróttu sem félagið sendi frá sér eftir hitaleik í Lengjudeild karla í gær. Þeir segja þó rangt að starfsmaður Grindavíkur hafi ráðist á leikmann Gróttu og starfsmaðurinn hafi sjálfur orðið fyrir árás. Grindvíkingar eru ósáttir við fréttaflutning af málinu. 17. júlí 2023 12:16 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Sjá meira
Gróttumenn þokast upp töfluna | Lánleysi Grindvíkinga heldur áfram Heil umferð verður leikin í Lengjudeild karla í dag. Skagamenn náðu ekki að skjóta sér í 2. sætið en þeir gerðu jafntefli heima gegn Vestra 1-1. 16. júlí 2023 15:55
Guðjón Pétur sakaður um að ráðast á mótherja: „Það er bara bull“ Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur í Lengjudeild karla í knattspyrnu, er sakaður um að ráðast á mótherja sinn eftir leik liðsins gegn Gróttu í kvöld. Guðjón þvertekur fyrir að þetta atvik hafi átt sér stað. 16. júlí 2023 20:51
Starfsmaður Grindavíkur hlaut skurð eftir spark frá leikmanni Gróttu Grindvíkingar taka undir yfirlýsingu Gróttu sem félagið sendi frá sér eftir hitaleik í Lengjudeild karla í gær. Þeir segja þó rangt að starfsmaður Grindavíkur hafi ráðist á leikmann Gróttu og starfsmaðurinn hafi sjálfur orðið fyrir árás. Grindvíkingar eru ósáttir við fréttaflutning af málinu. 17. júlí 2023 12:16