Færri týnd börn með fíknivanda en áður Lovísa Arnardóttir skrifar 26. júlí 2023 07:01 Guðmundur Fylkisson lögreglumaður segir mikilvægt að foreldra tali saman. Vísir/Sigurjón Ekki hafa verið fleiri leitarbeiðnir vegna týndra barna síðan sumarið 2020. Lögreglumaður sem hefur unnið við leit að týndum börnum í áratug segir vanda þeirra hafa breyst. Í afbrotatölfræði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að í júnímánuði þessa árs voru beiðnir vegna týndra barna á höfuðborgarsvæðinu alls 25, vegna fjórtán barna og hafa þær ekki verið svo margar síðan sumarið 2020. Sex leitarbeiðnanna voru vegna eins barns. Það sem af eru þessu ári eru beiðnirnar alls 103 en að baki beiðnunum eru 44 börn. Níu börn eiga í þessum beiðnum fleiri en fjórar beiðnir að leit. Erfitt þegar börn samþykkja ekki ramma Lögreglumaður sem hefur starfað við leit að börnum í um áratug segir það skipta miklu þegar margar beiðnir komi vegna eins barns. „Það sem hefur þarna áhrif er að einn einstaklingur á sex leitarbeiðnir. Það eru ýmis úrræði í boði fyrir krakkana og þegar það er verið að taka krakka úr lausum aðstæðum heima fyrir og setja honum ákveðinn ramma þá tekur það á að ramminn haldi,“ segir Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður, en að hann hafi séð allt að fimmtán beiðnir á einn einstakling í einum mánuði. Annars konar vandi Hann segir að hann sjái þó breytingar á krökkunum og þeim vanda sem þau glíma við. „Það er minni fíknivandi en meiri annars konar vandi. Þroskaskerðingar, ýmsar greiningar, andleg veikindi og annað slíkt. Það er það sem kemur meira við sögu þessa dagana,“ segir hann og að börnin skili sér oft illa heim. „Eða að þau sætti sig ekki við þann ramma sem þeim hefur verið settur og eru úti með öðrum börnum. Þegar þau skila sér ekki heim þá komi leitarbeiðnin.“ En við hvaða aðstæður er hann að finna börnin? „Langoftast við góðar aðstæður. Þau eru oft með hverju öðru og það má kannski alveg ýta við foreldrum að spyrja þegar einhver fær að gista. Ekki láta krakkann segja að hann sé með leyfi heldur að staðfesta það sjálf,“ segir Guðmundur og að börnum reynist auðveldara í dag að eignast nýja vini. „Þetta hefur breyst mikið frá því að ég byrjaði þegar þau voru í stífri neyslu og við slíkrar aðstæður.“ Nýturðu starfsins enn eftir ellefu ár í starfi? „Ég væri ekki í þessu ef ég hefði ekki gaman af því og fengi stöðuga endurgjöf. Það er bæði endurgjöfin frá krökkunum og foreldrum þeirra en svo sér maður líka þau sem voru komin verulega út af sporinu orðin fjölskyldufólk í dag og maður mætir þeim. Þau heilsa og maður er kannski smástund að fatta, en það gefur rosalega mikið.“ Barnavernd Félagsmál Fíkn Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Forseti sæmdi fjórtán manns fálkaorðu Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi fjórtán manns heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní. 17. júní 2023 15:58 Tók fuglana í bænum undir sinn verndarvæng í frosthörkum Óvenjulangar frosthörkur hafa orðið til þess að fjöldi fugla glímir við máttleysi eða hafa hreinlega drepist úr kulda eða hungri. Íbúi í Hafnarfirði hefur tekið fuglana í bænum undir sinn verndarvæng og gefur þeim allt að þrisvar sinnum á dag. 11. febrúar 2023 23:34 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Í afbrotatölfræði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að í júnímánuði þessa árs voru beiðnir vegna týndra barna á höfuðborgarsvæðinu alls 25, vegna fjórtán barna og hafa þær ekki verið svo margar síðan sumarið 2020. Sex leitarbeiðnanna voru vegna eins barns. Það sem af eru þessu ári eru beiðnirnar alls 103 en að baki beiðnunum eru 44 börn. Níu börn eiga í þessum beiðnum fleiri en fjórar beiðnir að leit. Erfitt þegar börn samþykkja ekki ramma Lögreglumaður sem hefur starfað við leit að börnum í um áratug segir það skipta miklu þegar margar beiðnir komi vegna eins barns. „Það sem hefur þarna áhrif er að einn einstaklingur á sex leitarbeiðnir. Það eru ýmis úrræði í boði fyrir krakkana og þegar það er verið að taka krakka úr lausum aðstæðum heima fyrir og setja honum ákveðinn ramma þá tekur það á að ramminn haldi,“ segir Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður, en að hann hafi séð allt að fimmtán beiðnir á einn einstakling í einum mánuði. Annars konar vandi Hann segir að hann sjái þó breytingar á krökkunum og þeim vanda sem þau glíma við. „Það er minni fíknivandi en meiri annars konar vandi. Þroskaskerðingar, ýmsar greiningar, andleg veikindi og annað slíkt. Það er það sem kemur meira við sögu þessa dagana,“ segir hann og að börnin skili sér oft illa heim. „Eða að þau sætti sig ekki við þann ramma sem þeim hefur verið settur og eru úti með öðrum börnum. Þegar þau skila sér ekki heim þá komi leitarbeiðnin.“ En við hvaða aðstæður er hann að finna börnin? „Langoftast við góðar aðstæður. Þau eru oft með hverju öðru og það má kannski alveg ýta við foreldrum að spyrja þegar einhver fær að gista. Ekki láta krakkann segja að hann sé með leyfi heldur að staðfesta það sjálf,“ segir Guðmundur og að börnum reynist auðveldara í dag að eignast nýja vini. „Þetta hefur breyst mikið frá því að ég byrjaði þegar þau voru í stífri neyslu og við slíkrar aðstæður.“ Nýturðu starfsins enn eftir ellefu ár í starfi? „Ég væri ekki í þessu ef ég hefði ekki gaman af því og fengi stöðuga endurgjöf. Það er bæði endurgjöfin frá krökkunum og foreldrum þeirra en svo sér maður líka þau sem voru komin verulega út af sporinu orðin fjölskyldufólk í dag og maður mætir þeim. Þau heilsa og maður er kannski smástund að fatta, en það gefur rosalega mikið.“
Barnavernd Félagsmál Fíkn Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Forseti sæmdi fjórtán manns fálkaorðu Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi fjórtán manns heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní. 17. júní 2023 15:58 Tók fuglana í bænum undir sinn verndarvæng í frosthörkum Óvenjulangar frosthörkur hafa orðið til þess að fjöldi fugla glímir við máttleysi eða hafa hreinlega drepist úr kulda eða hungri. Íbúi í Hafnarfirði hefur tekið fuglana í bænum undir sinn verndarvæng og gefur þeim allt að þrisvar sinnum á dag. 11. febrúar 2023 23:34 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Forseti sæmdi fjórtán manns fálkaorðu Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi fjórtán manns heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní. 17. júní 2023 15:58
Tók fuglana í bænum undir sinn verndarvæng í frosthörkum Óvenjulangar frosthörkur hafa orðið til þess að fjöldi fugla glímir við máttleysi eða hafa hreinlega drepist úr kulda eða hungri. Íbúi í Hafnarfirði hefur tekið fuglana í bænum undir sinn verndarvæng og gefur þeim allt að þrisvar sinnum á dag. 11. febrúar 2023 23:34