Fótbolti

Mögnuð úr­slit hjá Klaks­vík sem tryggði sér sæti í annarri um­ferð Meistara­deildarinnar

Smári Jökull Jónsson skrifar
Luc Kassi fagnar marki í leiknum í dag.
Luc Kassi fagnar marki í leiknum í dag. Vísir/Getty

Færeyska liðið Klaksvík er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir magnaðan 3-0 sigur gegn Ferencvaros í Ungverjalandi í dag.

Fyrir einvígi Klaksvíkur og Ferencvaros bjuggust flestir við sigri ungverska stórliðsins sem hefur orðið meistari í heimalandinu síðustu fimm árin og langoftast allra liða. 

Liðið komst í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fyrra eftir að unnið sinn riðil en í riðli þeirra voru einnig lið Monaco, Trabzonspor og Rauðu Stjörnunnar. Í 16-liða úrslitum féll liðið úr leik eftir einvígi gegn Bayern Leverkusen.

Fyrri leikur Klaksvíkur og Ferencvaros sem fram fór í Færeyjum lauk með 0-0 jafntefli og einvígið því galopið fyrir leikinn í dag.

Þar voru Færeyingarnir hins vegar mun sterkari aðilinn. Liðið komst í 3-0 forystu í fyrri hálfleiknum eftir tvö mörk frá Arni Fredriksberg og eitt frá Luc Kassi.

Í síðari hálfleik náðu leikmenn Klaksvíkur að halda velli og þrátt fyrir sókn Ferencvaros lauk leiknum með 3-0 sigri Klaksvíkur. Mögnuð úrslit en þetta er í annað sinn sem Klaksvík kemst í aðra umferð Meistaradeildarinnar. Það gerðist einnig árið 2020 en þá komst liðið áfram úr fyrstu umferð án þess að spila þar sem lið Slovan Bratislava þurfti að gefa einvígið eftir að leikmenn og þjálfari liðsins höfðu greinst með Kórónuveiruna.

Í næstu umferð mætir Klaksvík sænsku meisturunum í Häcken en þar spilar íslenski landsliðsmaðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×