Ný, styttri en vandasöm leið opnuð göngufólki í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2023 11:36 Í dag verður Vigdíarvallaleið opnuð að gosinu. Þar er þó engin merkt gönguleið og gangan talsvert erfiðari en frá Suðurstrandavegi. Vísir/Arnar Opið verður að gosstöðvunum við Litla-Hrút í dag frá Suðurstrandavegi. Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. Ný gönguleið að gosinu verður opnuð í dag. Virknin í eldgosinu er stöðug og má segja að nokkuð rólegt hafi verið á gosstöðvunum í nótt. Hraunrennslið er þá komið í gamla farveginn á ný og krafturinn í gosinu orðinn sá sami og hann var áður en gígurinn hrundi. „Við lokuðum þarna inn á svæðið klukkan fimm í gærdag. Veðurspáin var okkur óhagstæð. Hún gekk reyndar ekki alveg eftir en það var lágskýjað á svæðinu. Nóttin var nokkuð tíðindalítil. Einhverjir göngumenn urðu þreyttir og þurftu aðstoð niður en annars gekk okkar starf mjög vel,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Aðstæður við gosstöðvarnar séu töluvert betri í dag en í gær. Er í undirbúningi að opna aðrar gönguleiðir að gosstöðvunum? „Vigdísarvallaleið hefur verið nefnd og við komum til með að opna þá leið en vek athygli á því að þar eru ekki stikaðar gönguleiðir og lögregla og björgunarsveitir ekki með viðbúnað eða viðbragð. Eftir sem áður mælum við með þeirri leið sem þegar er í notkun frá Suðurstrandavegi,“ segir Úlfar. Vigdísarvallaleið verður opnuð göngumönnum í dag. Leiðin er talsvert styttri en sú frá Suðurstrandavegi. Þrátt fyrir að ferðin þaðan sé löng sé fátítt að fólk slasist á leiðinni. „Hún er einföld þrátt fyrir að það taki tíma að labba þessa leið. Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir kerfið í heild sinni,“ segir Úlfar. „Ég geri ráð fyrir því að þetta sé ekki vænleg leið fyrir túrista að fara, til að mynda erlenda túrista. Ef við lendum í vandræðum með þessa leið þurfum við auðvitað að endurskoða stöðuna, hvort við eigum að halda henni opinni eða ekki.“ Vigdísarvallaleið verður opnuð í dag, leiðin er ekki stikuð en á kortinu má sjá hvar Vigdísarvellir og Vigdísarvallavegur eru.vísir Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Tengdar fréttir Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Ferðamenn upp við Litla-Hrút stuttu áður en gígurinn brast: „Þau hafa verið heppin að sleppa“ Skömmu áður en gígbarmurinn við Litla-Hrút brast í nótt gengu tveir ferðamenn yfir nýstorknað hraunið og stóðu þar sem hraunflóðið streymdi síðar niður. Björgunarsveitarmenn voru lengi að ná athygli fólksins sem flúði að lokum af vettvangi. 19. júlí 2023 16:56 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Virknin í eldgosinu er stöðug og má segja að nokkuð rólegt hafi verið á gosstöðvunum í nótt. Hraunrennslið er þá komið í gamla farveginn á ný og krafturinn í gosinu orðinn sá sami og hann var áður en gígurinn hrundi. „Við lokuðum þarna inn á svæðið klukkan fimm í gærdag. Veðurspáin var okkur óhagstæð. Hún gekk reyndar ekki alveg eftir en það var lágskýjað á svæðinu. Nóttin var nokkuð tíðindalítil. Einhverjir göngumenn urðu þreyttir og þurftu aðstoð niður en annars gekk okkar starf mjög vel,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Aðstæður við gosstöðvarnar séu töluvert betri í dag en í gær. Er í undirbúningi að opna aðrar gönguleiðir að gosstöðvunum? „Vigdísarvallaleið hefur verið nefnd og við komum til með að opna þá leið en vek athygli á því að þar eru ekki stikaðar gönguleiðir og lögregla og björgunarsveitir ekki með viðbúnað eða viðbragð. Eftir sem áður mælum við með þeirri leið sem þegar er í notkun frá Suðurstrandavegi,“ segir Úlfar. Vigdísarvallaleið verður opnuð göngumönnum í dag. Leiðin er talsvert styttri en sú frá Suðurstrandavegi. Þrátt fyrir að ferðin þaðan sé löng sé fátítt að fólk slasist á leiðinni. „Hún er einföld þrátt fyrir að það taki tíma að labba þessa leið. Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir kerfið í heild sinni,“ segir Úlfar. „Ég geri ráð fyrir því að þetta sé ekki vænleg leið fyrir túrista að fara, til að mynda erlenda túrista. Ef við lendum í vandræðum með þessa leið þurfum við auðvitað að endurskoða stöðuna, hvort við eigum að halda henni opinni eða ekki.“ Vigdísarvallaleið verður opnuð í dag, leiðin er ekki stikuð en á kortinu má sjá hvar Vigdísarvellir og Vigdísarvallavegur eru.vísir
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Tengdar fréttir Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Ferðamenn upp við Litla-Hrút stuttu áður en gígurinn brast: „Þau hafa verið heppin að sleppa“ Skömmu áður en gígbarmurinn við Litla-Hrút brast í nótt gengu tveir ferðamenn yfir nýstorknað hraunið og stóðu þar sem hraunflóðið streymdi síðar niður. Björgunarsveitarmenn voru lengi að ná athygli fólksins sem flúði að lokum af vettvangi. 19. júlí 2023 16:56 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40
„Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42
Ferðamenn upp við Litla-Hrút stuttu áður en gígurinn brast: „Þau hafa verið heppin að sleppa“ Skömmu áður en gígbarmurinn við Litla-Hrút brast í nótt gengu tveir ferðamenn yfir nýstorknað hraunið og stóðu þar sem hraunflóðið streymdi síðar niður. Björgunarsveitarmenn voru lengi að ná athygli fólksins sem flúði að lokum af vettvangi. 19. júlí 2023 16:56