„Ég er nokkuð viss um að fleiri hefðu viljað koma sínum sjónarmiðum á framfæri“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 21. júlí 2023 13:31 Anna Lúðvíksdóttir er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty. Vísir/Samsett mynd Samráðsgátt stjórnvalda þjónar ekki tilgangi sínum þegar umsagnarfrestur að drögum að breytingu á reglugerðum er settur í miðju sumarfríi þorra landsmanna að sögn framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Amnesty. Drög að breytingu á reglugerð um útlendinga þrengi möguleika ákveðins hóps til að fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Hagsmunaaðilum og einstaklingum gafst kostur á að skila inn umsögn við drög að breytingu á reglugerð um útlendinga í júlí og rann umsagnarfresturinn út 18. júlí. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty, segir tímasetningu stjórnvalda ekki til þess fallna að auka gagnsæi. Allir í sumarfríi „Okkur fannst vont að því að drög að reglugerð að breytingum væru settar inn á þessum tíma þar sem við teljum að sá fjöldi mannréttindasamtaka og samtaka og einstaklinga sem láta sig þessi mál varða hefðu mögulega viljað koma sínum sjónarmiðum á framfæri en ekki haft tök á vegna þessarar tímasetningar,“ segir Anna. Eðlilegt hefði verið að hafa frestinn fram yfir verslunarmannahelgi fyrst þessi tímasetning hafi orðið fyrir valinu. Unnið gegn markmiðum „Við sjáum það að það voru sex aðilar sem skiluðu umsögn og það er frábært en ég er nokkuð viss um að fleiri hefðu viljað koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Anna og bætir við að þau telji markmiðum samráðsgáttarinnar ekki hafa verið náð. „Því markmiðið er að auka gagnsæi og auka möguleika almennings og hagsmunaaðila til að taka þátt í stefnumótun og reglusetningu við ákvörðunartöku hér á landi þannig að við teljum að með þessari tímasetningu er ekki verið að vinna að markmiðum samráðsgáttarinnar með fullnægjandi hætti.“ Þrengja að ákveðnum hópi Íslandsdeild Amnesty hafi tekið undir umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands og athugasemdum þeirra. „Við vildum bara undirstrika það sem kom þar fram að við tökum undir þau sjónarmið og við lítum svo á að þessi breyting á reglugerðinni sé til þess fallin að þrengja möguleiki ákveðins hóps til að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Jafnvel umfram skýran vilja löggjafans, það er eins og það sé verið að þrengja að ákveðnum hópi – við viljum reyna tryggja það að svo sé ekki gert,“ segir Anna. Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Hagsmunaaðilum og einstaklingum gafst kostur á að skila inn umsögn við drög að breytingu á reglugerð um útlendinga í júlí og rann umsagnarfresturinn út 18. júlí. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty, segir tímasetningu stjórnvalda ekki til þess fallna að auka gagnsæi. Allir í sumarfríi „Okkur fannst vont að því að drög að reglugerð að breytingum væru settar inn á þessum tíma þar sem við teljum að sá fjöldi mannréttindasamtaka og samtaka og einstaklinga sem láta sig þessi mál varða hefðu mögulega viljað koma sínum sjónarmiðum á framfæri en ekki haft tök á vegna þessarar tímasetningar,“ segir Anna. Eðlilegt hefði verið að hafa frestinn fram yfir verslunarmannahelgi fyrst þessi tímasetning hafi orðið fyrir valinu. Unnið gegn markmiðum „Við sjáum það að það voru sex aðilar sem skiluðu umsögn og það er frábært en ég er nokkuð viss um að fleiri hefðu viljað koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Anna og bætir við að þau telji markmiðum samráðsgáttarinnar ekki hafa verið náð. „Því markmiðið er að auka gagnsæi og auka möguleika almennings og hagsmunaaðila til að taka þátt í stefnumótun og reglusetningu við ákvörðunartöku hér á landi þannig að við teljum að með þessari tímasetningu er ekki verið að vinna að markmiðum samráðsgáttarinnar með fullnægjandi hætti.“ Þrengja að ákveðnum hópi Íslandsdeild Amnesty hafi tekið undir umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands og athugasemdum þeirra. „Við vildum bara undirstrika það sem kom þar fram að við tökum undir þau sjónarmið og við lítum svo á að þessi breyting á reglugerðinni sé til þess fallin að þrengja möguleiki ákveðins hóps til að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Jafnvel umfram skýran vilja löggjafans, það er eins og það sé verið að þrengja að ákveðnum hópi – við viljum reyna tryggja það að svo sé ekki gert,“ segir Anna.
Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira