„Við eigum enn þá dálítið inni og við þurfum að sækja það í næstu leikjum“ Kári Mímisson skrifar 21. júlí 2023 21:00 Óskar Hrafn gat leyft sér að brosa eftir leik. Vísir/Diego Það var létt yfir Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks, eftir 3-1 sigur liðsins á ÍBV nú í kvöld. Blikar kláruðu leikinn í fyrri hálfleik og voru 3-0 yfir í hálfleik. Eyjamenn hresstust mikið við í seinni hálfleik en Blikar náðu þó að sigla þessu tiltölulega sannfærandi heim í seinni hálfleik. „Ég er sáttur með að hafa klárað þennan leik. Við hefðum sennilega getað farið betur með færin og náð að klára hann fyrr en við misstum svona aðeins stjórnina í seinni hluta seinni hálfleiks. Við hefðum geta siglt þessu aðeins þægilegra heim en ÍBV er öflugt lið og það var einhvern veginn alltaf í kortunum að þeir væru að fara að gera áhlaup. Eins og staðan er núna þá sýnist mér að allir hafi sloppið heilir frá þessu og séu í tipptopp standi fyrir þriðjudaginn, þannig að ég er bara sáttur.“ Þú segir að allir hafi sloppið vel en bæði Viktor Karl og Gísli fara út af vellinum eftir að hafa lent í einhverju hnjaski. „Þú mátt nú ekki taka mig upp á því eftir helgi en mér sýnist að þeir séu í lagi. Gísli fékk eitthvað högg og Viktor líka. Þeir ættu að verða klárir á þriðjudaginn.“ Lið Breiðabliks hefur verið að spila vel á undanförnum vikum og slógu eins og flestir vita írsku meistaranna í Shamrock Rovers út úr forkeppni Meistaradeildarinnar. Óskar segist vera sáttur við spilamennsku liðsins en telur þó liðið eiga eitthvað inni. „Ég er alveg þokkalega sáttur. Mér finnst eins og að takturinn sé að koma. Í þessu þétta prógrammi þá hafa menn fundið taktinn. Ég get ekki verið neitt annað en ánægður jafnvel þó að við höfum tapað í undanúrslitum bikarsins gegn KA þar sem þeir áttu bara skínandi leik. Ég er sáttur með margt en margt sem við hefðum líka getað gert betur að mörgu leyti. Við eigum enn þá dálítið inni og við þurfum að sækja það í næstu leikjum.“ Breiðablik mætir danska stórveldinu FC Köbenhavn í næstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Sonur Óskars, Orri Steinn er samningsbundinn FCK og mætast því þeir feðgar í þessum leikjum. Óskar er spenntur fyrir viðureigninni sem hann telur þó eigi eftir að verða ansi erfiða. „Það leggst bara frábærlega í mig. Það verður mjög gaman að mæla okkur við dönsku meistaranna. Lið sem er með gríðarlega hefð og frábæran árangur í Evrópukeppnum undanfarin ár og undanfarna áratugi. Það verður bara virkilega spennandi verkefni enn við verðum að taka á móti þeim hérna á þriðjudaginn, kæfa þá og keyra á þá. Það er eina leiðin okkar á móti þeim.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Meistararnir kláruðu Eyjamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistarar Breiðabliks eru mættir í 2. sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á ÍBV. Blikar gengu frá dæminu strax í fyrri hálfleik. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. júlí 2023 17:15 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
„Ég er sáttur með að hafa klárað þennan leik. Við hefðum sennilega getað farið betur með færin og náð að klára hann fyrr en við misstum svona aðeins stjórnina í seinni hluta seinni hálfleiks. Við hefðum geta siglt þessu aðeins þægilegra heim en ÍBV er öflugt lið og það var einhvern veginn alltaf í kortunum að þeir væru að fara að gera áhlaup. Eins og staðan er núna þá sýnist mér að allir hafi sloppið heilir frá þessu og séu í tipptopp standi fyrir þriðjudaginn, þannig að ég er bara sáttur.“ Þú segir að allir hafi sloppið vel en bæði Viktor Karl og Gísli fara út af vellinum eftir að hafa lent í einhverju hnjaski. „Þú mátt nú ekki taka mig upp á því eftir helgi en mér sýnist að þeir séu í lagi. Gísli fékk eitthvað högg og Viktor líka. Þeir ættu að verða klárir á þriðjudaginn.“ Lið Breiðabliks hefur verið að spila vel á undanförnum vikum og slógu eins og flestir vita írsku meistaranna í Shamrock Rovers út úr forkeppni Meistaradeildarinnar. Óskar segist vera sáttur við spilamennsku liðsins en telur þó liðið eiga eitthvað inni. „Ég er alveg þokkalega sáttur. Mér finnst eins og að takturinn sé að koma. Í þessu þétta prógrammi þá hafa menn fundið taktinn. Ég get ekki verið neitt annað en ánægður jafnvel þó að við höfum tapað í undanúrslitum bikarsins gegn KA þar sem þeir áttu bara skínandi leik. Ég er sáttur með margt en margt sem við hefðum líka getað gert betur að mörgu leyti. Við eigum enn þá dálítið inni og við þurfum að sækja það í næstu leikjum.“ Breiðablik mætir danska stórveldinu FC Köbenhavn í næstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Sonur Óskars, Orri Steinn er samningsbundinn FCK og mætast því þeir feðgar í þessum leikjum. Óskar er spenntur fyrir viðureigninni sem hann telur þó eigi eftir að verða ansi erfiða. „Það leggst bara frábærlega í mig. Það verður mjög gaman að mæla okkur við dönsku meistaranna. Lið sem er með gríðarlega hefð og frábæran árangur í Evrópukeppnum undanfarin ár og undanfarna áratugi. Það verður bara virkilega spennandi verkefni enn við verðum að taka á móti þeim hérna á þriðjudaginn, kæfa þá og keyra á þá. Það er eina leiðin okkar á móti þeim.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Meistararnir kláruðu Eyjamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistarar Breiðabliks eru mættir í 2. sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á ÍBV. Blikar gengu frá dæminu strax í fyrri hálfleik. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. júlí 2023 17:15 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Meistararnir kláruðu Eyjamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistarar Breiðabliks eru mættir í 2. sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á ÍBV. Blikar gengu frá dæminu strax í fyrri hálfleik. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. júlí 2023 17:15