Vítaspyrnur áfram þemað í öruggum sigrum Bandaríkjanna og Japans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2023 09:31 Sophia Smith fagnar öðru marka sinna. Ulrik Pedersen/Getty Images Tveir leikir fóru fram á HM kvenna i knattspyrnu í nótt. Bandaríkin unnu Víetnam 3-0 og Japan vann Zambíu 5-0. Vítaspyrnur voru dæmdar í báðum leikjum sem þýðir að það hefur verið bent á vítapunktinn í öllum leikjum mótsins til þessa. Bandaríkin áttu ekki í teljandi vandræðum með Víetnam í nótt. Sophia Smith – sem átti án efa bestu auglýsinguna í aðdraganda mótsins – braut ísinn eftir aðeins 14. mínútur. Alex Morgan, sem lagði upp fyrsta markið, fékk svo gullið tækifæri til að í raun ganga frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks þegar Bandaríkin fengu vítaspyrnu. Spyrna hennar fór hins vegar forgörðum og það stefndi í að staðan yrði 1-0 í hálfleik. Áðurnefnd Smith var ekki á þeim buxunum en hún tvöfaldaði forystuna þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Lindsey Horan gerði svo endanlega út um leikinn á 77. mínútu þegar hún skoraði eftir sendingu frá Smith. Frábær leikur hjá henni og öruggur 3-0 sigur Bandaríkjanna staðreynd. Næstu tveir leikir liðsins verða án efa erfiðari þar sem Portúgal og Holland eru einnig í E-riðli. Heimsmeistararnir, Bandaríkin, mættu til leiks á HM í nótt. Þær mættu Víetnam, sem er á HM í fyrsta sinn. pic.twitter.com/NWNC65Y1FM— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 22, 2023 Japan á topp C-riðils Það tók Japan smá tíma að ganga frá Zambíu í morgunsárið. Mina Tanaka hélt hún hefði komið Japan yfir um miðbik fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Hinata Miyazawa kom þeim hins vegar yfir undir lok fyrri hálfleiks og Japan 1-0 yfir í hálfleik. Tanaka skoraði aftur í síðari hálfleik og aftur var það dæmt af. Allt er hins vegar þegar þrennt er en Tanaka kom boltanum í netið í þriðja skiptið á 55. mínútu og loks stóð markið, staðan orðin 2-0. Miyazawa bætti svo við öðru marki sínu og þriðja marki Japans skömmu síðar áður en Jun Endo kom Japan í 4-0. Í uppbótartíma fékk Catherine Musonda, markvörður Zambíu, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Vítaspyrna var dæmd og Riko Ueki fór á punktinn. Eunice Sakala kom í markið varði spyrnu Ueki. Sakala fór hins vegar af línunni svo taka þurfti spyrnuna aftur. Þá skoraði Ueki og leiknum lauk með þægilegum 5-0 sigri Japans sem er nú komið á topp C-riðils. Annar leikur næturinnar á HM var viðureign Sambíu og Japan. Sambía kom á óvart með sigri á Þýskalandi skömmu fyrir mót en Japan ætlar sér stóra hluti á mótinu. pic.twitter.com/oDbUWQlvJt— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 22, 2023 Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Ásakaður um kynferðisbrot rétt áður en HM fer af stað Bruce Mwape, þjálfari kvennaliðs Sambíu í knattspyrnu, hefur verið ásakaður um kynferðisbrot. Sambía er meðal liða sem keppir á HM kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. 9. júlí 2023 08:01 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira
Bandaríkin áttu ekki í teljandi vandræðum með Víetnam í nótt. Sophia Smith – sem átti án efa bestu auglýsinguna í aðdraganda mótsins – braut ísinn eftir aðeins 14. mínútur. Alex Morgan, sem lagði upp fyrsta markið, fékk svo gullið tækifæri til að í raun ganga frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks þegar Bandaríkin fengu vítaspyrnu. Spyrna hennar fór hins vegar forgörðum og það stefndi í að staðan yrði 1-0 í hálfleik. Áðurnefnd Smith var ekki á þeim buxunum en hún tvöfaldaði forystuna þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Lindsey Horan gerði svo endanlega út um leikinn á 77. mínútu þegar hún skoraði eftir sendingu frá Smith. Frábær leikur hjá henni og öruggur 3-0 sigur Bandaríkjanna staðreynd. Næstu tveir leikir liðsins verða án efa erfiðari þar sem Portúgal og Holland eru einnig í E-riðli. Heimsmeistararnir, Bandaríkin, mættu til leiks á HM í nótt. Þær mættu Víetnam, sem er á HM í fyrsta sinn. pic.twitter.com/NWNC65Y1FM— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 22, 2023 Japan á topp C-riðils Það tók Japan smá tíma að ganga frá Zambíu í morgunsárið. Mina Tanaka hélt hún hefði komið Japan yfir um miðbik fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Hinata Miyazawa kom þeim hins vegar yfir undir lok fyrri hálfleiks og Japan 1-0 yfir í hálfleik. Tanaka skoraði aftur í síðari hálfleik og aftur var það dæmt af. Allt er hins vegar þegar þrennt er en Tanaka kom boltanum í netið í þriðja skiptið á 55. mínútu og loks stóð markið, staðan orðin 2-0. Miyazawa bætti svo við öðru marki sínu og þriðja marki Japans skömmu síðar áður en Jun Endo kom Japan í 4-0. Í uppbótartíma fékk Catherine Musonda, markvörður Zambíu, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Vítaspyrna var dæmd og Riko Ueki fór á punktinn. Eunice Sakala kom í markið varði spyrnu Ueki. Sakala fór hins vegar af línunni svo taka þurfti spyrnuna aftur. Þá skoraði Ueki og leiknum lauk með þægilegum 5-0 sigri Japans sem er nú komið á topp C-riðils. Annar leikur næturinnar á HM var viðureign Sambíu og Japan. Sambía kom á óvart með sigri á Þýskalandi skömmu fyrir mót en Japan ætlar sér stóra hluti á mótinu. pic.twitter.com/oDbUWQlvJt— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 22, 2023
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Ásakaður um kynferðisbrot rétt áður en HM fer af stað Bruce Mwape, þjálfari kvennaliðs Sambíu í knattspyrnu, hefur verið ásakaður um kynferðisbrot. Sambía er meðal liða sem keppir á HM kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. 9. júlí 2023 08:01 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira
Ásakaður um kynferðisbrot rétt áður en HM fer af stað Bruce Mwape, þjálfari kvennaliðs Sambíu í knattspyrnu, hefur verið ásakaður um kynferðisbrot. Sambía er meðal liða sem keppir á HM kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. 9. júlí 2023 08:01