Fótbolti

Sjáðu mörkin: Hákon Arnar með þrennu í fyrsta leiknum fyrir Lil­le

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hákon Arnar í leik dagsins.
Hákon Arnar í leik dagsins. Lille

Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var ekki lengi að stimpla sig inn hjá Lille. Liðið vann 7-2 stórsigur á belgíska liðinu Cercle Brugge. Þar spilaði Hákon Arnar fyrri hálfleik og skoraði þrjú mörk.

Hákon Arnar gekk í raðir Lille frá FC Kaupmannahöfn, ríkjandi meisturum í Danmörku, á dögunum. Hann kostaði nærri tvo og hálfan milljarð svo pressan er mikil á þessum unga Skagamanni. Hún verður ekkert minni eftir frammistöðu eins og í dag en Cercle Brugge endaði í 6. sæti belgísku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

Það var ekki sjá á upphafi leiksins í dag en Hákon Arnar skoraði strax á 8. mínútu með góðri afgreiðslu af stuttu færi. Hann bætti við öðru marki nokkrum mínútum síðar þegar hann var réttur maður á réttum stað eftir að markvörður Brugge varði dauðafæri.

Bæði lið höfðu skorað eitt mark og staðan því 3-1 þegar Lille óð í sókn undir lok fyrri hálfleiks. Hákon Arnar var í þröngu færi en kláraði vel og staðan orðin 5-1. Brugge fékk þó vítaspyrnu í uppbótartíma og staðan 5-2 í hálfleik.

Hákon Arnar var tekinn af velli í hálfleik en það kom ekki að sök. Kanadíski landsliðsframherjinn Jonathan David hafði skorað eitt í fyrri hálfleik og fullkomnaði þrennu sína í síðari hálfleik. Lokatölur 7-2 Lille og spennan fyrir komandi tímabili eykst bara.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×